Því hafði áður verið haldið fram að slysið hafi verið Williams að kenna. Fréttir bárust hins vegar af því í dag að lögreglan í Flórída hefði komið höndum á myndbandsupptöku sem sannar sakleysi Williams.
Fjölskylda Barson hafa lagt fram kæru á hendur Williams fyrir manndráp af gáleysi.
Samkvæmt skýrslu frá lögreglunni kemur fram að Williams, sem á að baki 7 sigra á risamótum í tennis, hafi verið í rétti þegar hún keyrði inn á gatnamótin þar sem slysið átti sér stað. Hún hafi hins vegar þurft að bremsa harkalega til þess að koma í veg fyrir að klessa á bílinn fyrir framan hana. Það hafi ollið því að hún var enn úti á gatnamótunum þegar bíll Barson, sem var að koma úr annari átt, fer inn á gatnamótin á grænu ljósi og klessir á bíl Williams.
Kona Barson var undir stýri á bifreið þeirra og komst hún lífs af. Eiginmaður hennar dvaldi á spítala í tvær vikur eftir slysið áður en hann lést af sárum sínum.
