Amanda Nunes veik og getur ekki barist í kvöld - Romero og Whittaker í aðalbardaga kvöldsins Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. júlí 2017 23:15 Hinn fertugi Yoel Romero. Vísir/Getty UFC varð fyrir áfalli í dag þegar bardagasamtökin þurftu að hætta við aðalbardaga kvöldsins á UFC 213. Bantamvigtarmeistarinn Amanda Nunes er veik og getur ekki varið titilinn sinn í nótt eins og til stóð. UFC 213 fer fram í nótt í Las Vegas. Þær Amanda Nunes og Valentina Shevchenko áttu að mætast í aðalbardaga kvöldsins en nú hefur bardaginn verið felldur niður. Bardagi Yoel Romero og Robert Whittaker upp á bráðabirgðarbeltið í millivigtinni er nú aðalbardagi kvöldsins. Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir Nunes en heimildir herma að hún hafi verið slöpp alla vikuna. Dana White, forseti UFC, sagði þó að Nunes hefði verið læknisfræðilega fær um að keppa en ekki liðið nógu vel til að keppa. Strávigtarmeistari UFC, Joanna Jedrzejczyk, bauðst til þess að stíga inn í stað Nunes en tíminn einfaldlega of knappur til að það hefði getað orðið að veruleika. Eins og áður segir verður bardagi Robert Whittaker og Yoel Romero aðalbardagi kvöldsins. Þetta eru tveir af þeim bestu í millivigtinni en svo kallað bráðabirgðarbelti er í húfi. Millivigtarmeistarinn Michael Bisping er meiddur og ekki er víst hvenær hann getur snúið aftur og því hefur UFC búið til enn eitt bráðabirgðarbeltið. Yoel Romero er ótrúlegur íþróttamaður sem hlaut silfur í frjálsri glímu á Ólympíuleikunum árið 2000. Þrátt fyrir að vera með eina bestu glímuferilskrá sem sést hefur í UFC notar hann glímuna ekkert sérstaklega mikið. Af 13 sigrum hans hafa 11 komið eftir rothögg. Romero hefur unnið alla átta bardaga sína í UFC og þar af sex með rothöggi. Hinn fertugi Romero virðist ekkert vera að hægja á sér og er enn með gríðarlega mikinn sprengikraft. Andstæðingur Romero er Ástralinn Robert Whittaker. Whittaker er 13 árum yngri en Romero og hefur farið hamförum að undanförnu í millivigtinni. Whittaker er með sjö sigra í röð og þar af sex í millivigtinni eftir að hann færði sig upp úr veltivigtinni. Síðast sáum við Whittaker klára ‘Jacare’ Souza með tæknilegu rothöggi og var það hans stærsti sigur á ferlinum til þessa. Whittaker er afar fær standandi og með fjögur rothögg í sex sigrum í millivigtinni. Hann þarf að hafa sig allan við til að bera sigur úr býtum gegn hinum óútreiknanlega Romero. Þetta ætti að verða virkilega spennandi bardagi enda eru stuðlarnir afar jafnir hjá veðbönkum fyrir þennan bardaga. Þrátt fyrir að við höfum misst Nunes og Shevchenko bardagann er aðalbardagi kvöldsins ekki síðri. UFC 213 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 2. MMA Tengdar fréttir Búrið: Bráðabirgðabeltin eru eins og snuð fyrir litlu krakkana Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Fylkis, segir sína skoðun á bráðabirgðabeltunum hjá UFC. 6. júlí 2017 16:00 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
UFC varð fyrir áfalli í dag þegar bardagasamtökin þurftu að hætta við aðalbardaga kvöldsins á UFC 213. Bantamvigtarmeistarinn Amanda Nunes er veik og getur ekki varið titilinn sinn í nótt eins og til stóð. UFC 213 fer fram í nótt í Las Vegas. Þær Amanda Nunes og Valentina Shevchenko áttu að mætast í aðalbardaga kvöldsins en nú hefur bardaginn verið felldur niður. Bardagi Yoel Romero og Robert Whittaker upp á bráðabirgðarbeltið í millivigtinni er nú aðalbardagi kvöldsins. Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir Nunes en heimildir herma að hún hafi verið slöpp alla vikuna. Dana White, forseti UFC, sagði þó að Nunes hefði verið læknisfræðilega fær um að keppa en ekki liðið nógu vel til að keppa. Strávigtarmeistari UFC, Joanna Jedrzejczyk, bauðst til þess að stíga inn í stað Nunes en tíminn einfaldlega of knappur til að það hefði getað orðið að veruleika. Eins og áður segir verður bardagi Robert Whittaker og Yoel Romero aðalbardagi kvöldsins. Þetta eru tveir af þeim bestu í millivigtinni en svo kallað bráðabirgðarbelti er í húfi. Millivigtarmeistarinn Michael Bisping er meiddur og ekki er víst hvenær hann getur snúið aftur og því hefur UFC búið til enn eitt bráðabirgðarbeltið. Yoel Romero er ótrúlegur íþróttamaður sem hlaut silfur í frjálsri glímu á Ólympíuleikunum árið 2000. Þrátt fyrir að vera með eina bestu glímuferilskrá sem sést hefur í UFC notar hann glímuna ekkert sérstaklega mikið. Af 13 sigrum hans hafa 11 komið eftir rothögg. Romero hefur unnið alla átta bardaga sína í UFC og þar af sex með rothöggi. Hinn fertugi Romero virðist ekkert vera að hægja á sér og er enn með gríðarlega mikinn sprengikraft. Andstæðingur Romero er Ástralinn Robert Whittaker. Whittaker er 13 árum yngri en Romero og hefur farið hamförum að undanförnu í millivigtinni. Whittaker er með sjö sigra í röð og þar af sex í millivigtinni eftir að hann færði sig upp úr veltivigtinni. Síðast sáum við Whittaker klára ‘Jacare’ Souza með tæknilegu rothöggi og var það hans stærsti sigur á ferlinum til þessa. Whittaker er afar fær standandi og með fjögur rothögg í sex sigrum í millivigtinni. Hann þarf að hafa sig allan við til að bera sigur úr býtum gegn hinum óútreiknanlega Romero. Þetta ætti að verða virkilega spennandi bardagi enda eru stuðlarnir afar jafnir hjá veðbönkum fyrir þennan bardaga. Þrátt fyrir að við höfum misst Nunes og Shevchenko bardagann er aðalbardagi kvöldsins ekki síðri. UFC 213 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 2.
MMA Tengdar fréttir Búrið: Bráðabirgðabeltin eru eins og snuð fyrir litlu krakkana Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Fylkis, segir sína skoðun á bráðabirgðabeltunum hjá UFC. 6. júlí 2017 16:00 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Búrið: Bráðabirgðabeltin eru eins og snuð fyrir litlu krakkana Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Fylkis, segir sína skoðun á bráðabirgðabeltunum hjá UFC. 6. júlí 2017 16:00
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti