„Það er að auka útbreiðslu sína þannig að þau eru að aukast svæðin þar sem það er að vesenast í okkar. Einna flestar tilkynningar eða kvartanir sem ég fæ eru úr uppsveitum Suðurlands og Borgarfirði, allt upp í Brekkuskóg, Úthlíð, Laugarvatn og Flúðir,“ segir Erling sem ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Lúsmýið bítur yfirleitt mest á nóttunni þar sem það kemur inn í híbýli fólks. Erling segist ekki hafa neina trú á því að lúsmýið sé nýbúi hér á landi, það er að það hafi ekki verið hér þar til árið 2015. Hins vegar hafi það orðið sýnilegt þá og hefur verið í mjög góðum gír eins og Erling orðar það.
„Á hverju sumri uppgötvar maður eitthvað nýtt eða eitthvað gamalgróið eins og kannski lúsmýið en það er orðið sýnilegt núna. Það er vegna breytinga í loftslagi og þar er þessi hiti að hafa áhrif, við merkjum það greinilega,“ segir Erling en viðtalið við hann í Bítinu má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.