Stuðningsmenn Trump ósáttir við sjálfstæðisyfirlýsinguna Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2017 23:34 Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna var meðal annars lesin af svölum Gamla ríkishússins í miðborg Boston á þjóðhátíðardaginn. Vísir/EPA Sú nýbreytni opinberu útvarpsstöðvarinnar NPR að tísta allri sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna á þjóðhátíðardaginn 4. júlí dró dilk á eftir sér. Sumir stuðningsmenn Donalds Trump töldu hluta yfirlýsingarinnar vera áróður gegn forsetanum. NPR hefur haldið þá hefð í þrjátíu ár að lesa upp sjálfstæðisyfirlýsinguna frá 1776 í heild sinni á þjóðhátíðardaginn. Í ár var tekin sú ákvörðun að tísta henni einnig á Twitter, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Þar sem hver færsla á Twitter getur aðeins verið 140 stafabil birtist yfirlýsingin í röð 113 tísta. Sumir netnotendur vitust ekki gera sér grein fyrir samhengi tístanna og brugðust reiðir við þeim.„Ekki hæfur til að vera leiðtogi frjáls fólks“ Sérstaklega tóku sumir stuðningsmenn Trump óstinnt upp kafla yfirlýsingarinnar þar sem farið er yfir hvernig Georg þriðji Bretakonungur hafði beitt nýlendurnar vestanhafs órétti sem leiddi til þess að þær lýstu yfir sjálfstæði. „Hann hefur hindrað framkvæmd réttlætisins með því að hafna því að samþykkja lög sem koma á dómsvaldi,“ sagði í einu tístanna. „Prins hvers mannkostir eru markaðir af öllum þeim gjörðum sem einkenna harðstjóra er ekki hæfur til að vera leiðtogi frjáls fólks,“ sagði í öðru. Andsvörin létu ekki á sér standa. „Áróður er það allt sem þið kunnið? Reynið að styðja mann sem vill gera eitthvað í óréttlætinu í þessu landi #þurrkandiuppfenið“,“ tísti einn Twitter-notandi sem eyddi síðan reikningi sínum.*heavy sigh* pic.twitter.com/Pb35SNdKqe— Melissa Martin (@DoubleEmMartin) July 4, 2017 Aðrir sökuðu NPR um að hvetja til uppreisnar gegn forsetanum.Sumir báðust þó afsökunar á að hafa hlaupið á sig og báru því við þeir hafi ekki gert sér grein fyrir að tístin kæmu beint úr einu grundvallarskjali Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Sú nýbreytni opinberu útvarpsstöðvarinnar NPR að tísta allri sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna á þjóðhátíðardaginn 4. júlí dró dilk á eftir sér. Sumir stuðningsmenn Donalds Trump töldu hluta yfirlýsingarinnar vera áróður gegn forsetanum. NPR hefur haldið þá hefð í þrjátíu ár að lesa upp sjálfstæðisyfirlýsinguna frá 1776 í heild sinni á þjóðhátíðardaginn. Í ár var tekin sú ákvörðun að tísta henni einnig á Twitter, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Þar sem hver færsla á Twitter getur aðeins verið 140 stafabil birtist yfirlýsingin í röð 113 tísta. Sumir netnotendur vitust ekki gera sér grein fyrir samhengi tístanna og brugðust reiðir við þeim.„Ekki hæfur til að vera leiðtogi frjáls fólks“ Sérstaklega tóku sumir stuðningsmenn Trump óstinnt upp kafla yfirlýsingarinnar þar sem farið er yfir hvernig Georg þriðji Bretakonungur hafði beitt nýlendurnar vestanhafs órétti sem leiddi til þess að þær lýstu yfir sjálfstæði. „Hann hefur hindrað framkvæmd réttlætisins með því að hafna því að samþykkja lög sem koma á dómsvaldi,“ sagði í einu tístanna. „Prins hvers mannkostir eru markaðir af öllum þeim gjörðum sem einkenna harðstjóra er ekki hæfur til að vera leiðtogi frjáls fólks,“ sagði í öðru. Andsvörin létu ekki á sér standa. „Áróður er það allt sem þið kunnið? Reynið að styðja mann sem vill gera eitthvað í óréttlætinu í þessu landi #þurrkandiuppfenið“,“ tísti einn Twitter-notandi sem eyddi síðan reikningi sínum.*heavy sigh* pic.twitter.com/Pb35SNdKqe— Melissa Martin (@DoubleEmMartin) July 4, 2017 Aðrir sökuðu NPR um að hvetja til uppreisnar gegn forsetanum.Sumir báðust þó afsökunar á að hafa hlaupið á sig og báru því við þeir hafi ekki gert sér grein fyrir að tístin kæmu beint úr einu grundvallarskjali Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira