Vigtunin hófst klukkan níu í morgun en Gunnar var mættur á hana klukkan 9.21 en Ponzinibbio tuttugu mínútum síðar.
Gunnar vóg 170 pund en Argentínumaðurinn 171 pund. Rétt slapp og var afar sáttur við hafa náð vigt.
Vísir var á staðnum og fylgdist grannt með þessum frekar litla viðburði sem er lokaður fyrir áhorfendur. Allir fara aftur á vigtina síðar í dag fyrir áhorfendur.
Sjá má myndband af vigtuninni hér að neðan.
Íþróttadeild 365 er í Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport á sunnudag klukkan 19.00 en Sunna Tsunami er í beinni á miðnætti í kvöld. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is og einnig má kaupa stakan viðburð hjá Vodafone og á Oz.is.