Helstu tískukonur landsins losa sig við föt Guðný Hrönn skrifar 14. júlí 2017 09:30 Kristín Dahl, Hafrún og Saga Sig eru meðal þeirra sem munu selja föt á Lofti á morgun. Vísir/Anton Brink Á morgun munu nokkrar af helstu tískukonum landsins koma saman og selja gersemar úr fataskápnum. Hópurinn samanstendur af ellefu konum sem tengjast tískuheiminum á einn eða annan hátt. „Við tengjumst allar inn í tískuheiminn og og þar að auki erum við allar annálaðar fataáhugakonur,“ segir Hafrún Karlsdóttir, eigandi Bast Magazine, um hópinn sem mun selja fötin sín á Lofti á morgun. Hópinn skipa þær Anna Sóley, Eva Dögg, Helga Lilja, Hulda Halldóra, Hulda Katarína, Júlía Tómasdóttir, Katrín Alda, Kristín Dahl, Saga Sig, Ylfa Geirsdóttir og Hafrún sjálf. Spurð út í hvað verði til sölu á markaðnum segir Hafrún: „Það verður hellingur af ótrúlega fínum fötum til sölu. Til dæmis hönnum frá ACNE, Henrik Vibskov, Rodebjer, Hope, Ganni og svo auðvitað fullt af íslenskri hönnun. Svo verður einnig fullt af vintage-fatnaði og aukahlutum til sölu,“ segir Hafrún. Að sögn Hafrúnar ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi á markaðnum. „Ég myndi segja að við værum allar með frekar ólíkan stíl, svo úrvalið hjá okkur verður þar af leiðandi fjölbreytt.“ Aðspurð hvort hún sjálf sé duglega að endurnýja í fataskápnum svarar Hafrún játandi:„Ég elska að taka til og losa mig við dót. Þar sem ég hef unnið í mörg ár í tískuheiminum, bæði hérna heima og erlendis, þá er maður fljótur að sanka að sér og þar af leiðandi finnst mér bara frábært ef einhver annar getur haft gaman af því sem ég kemst ekki yfir að nota.“ En þetta er ekki í fyrsta sinn sem þær selja af sér spjarirnar. „Nei, við vorum einmitt með Bast-fatamarkað á Lofti í febrúar í fyrra og það gekk ótrúlega vel. Margt fólk mætti og það var frábær stemming. Og smá aukapeningur í vasann skemmir að sjálfsögðu ekki fyrir.“ „Komdu og njóttu þess að sötra ískaldan Smirnoff Ice, á meðan birgðir endast, og nældu þér í nýtt draumadress,“ segir Hafrún að lokum. Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Á morgun munu nokkrar af helstu tískukonum landsins koma saman og selja gersemar úr fataskápnum. Hópurinn samanstendur af ellefu konum sem tengjast tískuheiminum á einn eða annan hátt. „Við tengjumst allar inn í tískuheiminn og og þar að auki erum við allar annálaðar fataáhugakonur,“ segir Hafrún Karlsdóttir, eigandi Bast Magazine, um hópinn sem mun selja fötin sín á Lofti á morgun. Hópinn skipa þær Anna Sóley, Eva Dögg, Helga Lilja, Hulda Halldóra, Hulda Katarína, Júlía Tómasdóttir, Katrín Alda, Kristín Dahl, Saga Sig, Ylfa Geirsdóttir og Hafrún sjálf. Spurð út í hvað verði til sölu á markaðnum segir Hafrún: „Það verður hellingur af ótrúlega fínum fötum til sölu. Til dæmis hönnum frá ACNE, Henrik Vibskov, Rodebjer, Hope, Ganni og svo auðvitað fullt af íslenskri hönnun. Svo verður einnig fullt af vintage-fatnaði og aukahlutum til sölu,“ segir Hafrún. Að sögn Hafrúnar ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi á markaðnum. „Ég myndi segja að við værum allar með frekar ólíkan stíl, svo úrvalið hjá okkur verður þar af leiðandi fjölbreytt.“ Aðspurð hvort hún sjálf sé duglega að endurnýja í fataskápnum svarar Hafrún játandi:„Ég elska að taka til og losa mig við dót. Þar sem ég hef unnið í mörg ár í tískuheiminum, bæði hérna heima og erlendis, þá er maður fljótur að sanka að sér og þar af leiðandi finnst mér bara frábært ef einhver annar getur haft gaman af því sem ég kemst ekki yfir að nota.“ En þetta er ekki í fyrsta sinn sem þær selja af sér spjarirnar. „Nei, við vorum einmitt með Bast-fatamarkað á Lofti í febrúar í fyrra og það gekk ótrúlega vel. Margt fólk mætti og það var frábær stemming. Og smá aukapeningur í vasann skemmir að sjálfsögðu ekki fyrir.“ „Komdu og njóttu þess að sötra ískaldan Smirnoff Ice, á meðan birgðir endast, og nældu þér í nýtt draumadress,“ segir Hafrún að lokum.
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira