Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 14. júlí 2017 09:00 Það styttist í að laxveiðitímabilið verði hálfnað í þeim ám sem opnuðu fyrstar og við fyrstu sýn sýnist þetta sumar verða um meðallag. Aðeins ein á er komin yfir 1000 laxa múrinn og það er Þverá og Kjarrá með 1001 lax á sínar 14 stangir. 13. júlí í fyrra voru komnir 1003 laxar en það sumar endaði hún í 1469 löxum en talan þá hefði getað verið hærri eins og í fleiri ám á vesturlandi en lítið vatn og stanslausir sólardagar gerðu veiðimönnum erfitt fyrir. Langtímaspáin núna spáir engri hitabylgju en aftur á móti frekar miklum breytingum í veðri og góðum slurk af rigningu sem er nákvæmlega það sem heldur veiðinni yfirleitt jafnri á tímabilinu. Fréttir af vesturlandinu eru góðar í einhverjum ánum en veiðimenn og leiðsögumenn við Þverá/Kjarrá og Langá segja mikið af laxi í þeim báðum og í kringum stórstrauminn 10.júlí hafi komið stórar göngur sem fari hratt upp árnar. Laxveiðiárnar sem koma næstar á eftir Þver(Kjarrá er Norðurá með 794 laxa, Miðfjarðará með 749 laxa en hún var með 4338 laxa í fyrra. Ytri Rangá með 570 laxa og Langá með 532 laxa. Ef við skoðum tvær árnar úr þessum fimm sem voru með þeim aflahæstu í fyrra þá vantar aðeins upp á veiðina. Ekki skilja það sem svo að sé einhver mikil niðursveifla, það er ekkert sem bendir til þess, en á sama tíma 2016 voru komnir 1077 laxar úr Miðfjarðará og 1720 laxar úr Ytri Rangá en það verður að skoða þá tölu með því til hliðsjónar að árið í fyrra var eitt það besta í Ytri Rangá. Sumarið 2015 sem var gott ár í ánni þegar 4909 laxar veiddust var veiðin ekki komin i nema 502 laxa svo það sést að stærstu göngurnar í Rangárnar eru bara ekki mættar og mæta yfirleitt um og eftir miðjan júlí. Listann yfir aflahæstu árnar má finna á www.angling.is Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði
Það styttist í að laxveiðitímabilið verði hálfnað í þeim ám sem opnuðu fyrstar og við fyrstu sýn sýnist þetta sumar verða um meðallag. Aðeins ein á er komin yfir 1000 laxa múrinn og það er Þverá og Kjarrá með 1001 lax á sínar 14 stangir. 13. júlí í fyrra voru komnir 1003 laxar en það sumar endaði hún í 1469 löxum en talan þá hefði getað verið hærri eins og í fleiri ám á vesturlandi en lítið vatn og stanslausir sólardagar gerðu veiðimönnum erfitt fyrir. Langtímaspáin núna spáir engri hitabylgju en aftur á móti frekar miklum breytingum í veðri og góðum slurk af rigningu sem er nákvæmlega það sem heldur veiðinni yfirleitt jafnri á tímabilinu. Fréttir af vesturlandinu eru góðar í einhverjum ánum en veiðimenn og leiðsögumenn við Þverá/Kjarrá og Langá segja mikið af laxi í þeim báðum og í kringum stórstrauminn 10.júlí hafi komið stórar göngur sem fari hratt upp árnar. Laxveiðiárnar sem koma næstar á eftir Þver(Kjarrá er Norðurá með 794 laxa, Miðfjarðará með 749 laxa en hún var með 4338 laxa í fyrra. Ytri Rangá með 570 laxa og Langá með 532 laxa. Ef við skoðum tvær árnar úr þessum fimm sem voru með þeim aflahæstu í fyrra þá vantar aðeins upp á veiðina. Ekki skilja það sem svo að sé einhver mikil niðursveifla, það er ekkert sem bendir til þess, en á sama tíma 2016 voru komnir 1077 laxar úr Miðfjarðará og 1720 laxar úr Ytri Rangá en það verður að skoða þá tölu með því til hliðsjónar að árið í fyrra var eitt það besta í Ytri Rangá. Sumarið 2015 sem var gott ár í ánni þegar 4909 laxar veiddust var veiðin ekki komin i nema 502 laxa svo það sést að stærstu göngurnar í Rangárnar eru bara ekki mættar og mæta yfirleitt um og eftir miðjan júlí. Listann yfir aflahæstu árnar má finna á www.angling.is
Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði