

Ábyrgð á hinu ósýnilega
Hálfguðir í bleyjum
Á fyrstu æviárum barna gætir svipaðra tilfinninga. Fyrst um sinn er þakklætið í garð foreldranna ómengað og einlægt. Allt virðist gerast af sjálfu sér; máltíðir birtast á matmálstímum, föt raðast hrein í skúffur og öðru hverju tekst til í herberginu. Smám saman er þó hætt við því að börnin fari að sjá sig sömu augum og kettirnir, enda ekki skrýtið í ljósi þess hversu algengt er að farið sé með þau eins og hálfguði. Það er hlaupið á eftir öllum þeirra dyntum og hugdettum, krúttlegheitin og gáfumerkin eru skilmerkilega auglýst og þau kölluð snillingar þegar þau tileinka sér lágmarksfærni, svo sem eins og að drekka vatn úr glasi eða pissa í kopp.
Eitt af því sem þau byrja þó að velta fyrir sér snemma er hvað gerist þegar sturtað er niður. Hingað til hafa þreyttir foreldrar í höfuðborginni líklega talið sig geta giskað á að allt heila klabbið fari út í sjó; en geta núna sagt með glotti að það sé sent út í fjöru svo allt hrausta útivistarfólkið geti baðað sig í því.
Ósýnilegu kerfin
Það getur verið indælt algleymi að njóta afraksturs og öryggis sem aðrir tryggja. Og það er kannski skýrasta dæmið um hversu háþróað samfélag við byggjum að jafnvel fullorðið fólk þarf að hafa áhyggjur af sífellt færri grunnþörfum. Við treystum á maturinn birtist í hentugum neytendaumbúðum í hillum verslana, að pósturinn læðist inn um lúgurnar, að vatnið flæði af krafti úr krönum, að rafmagn streymi úr innstungum, að ruslið sé tæmt úr tunnum og að skólpið skolist út úr klósettum.
En þótt við njótum þeirra forréttinda að geta tekið ýmsum flóknum hlutum sem sjálfsögðum, þá er það reginskyssa að leyfa sér að halda að þeir gerist sjálfkrafa. Á bak við öll þau kerfi sem við treystum á frá degi til dags liggur mikil vinna og þekking; og stundum viðkvæmt jafnvægi.
Reyndar eru það einmitt þessi stóru, flóknu og ósýnilegu kerfi sem hafa líklega verið helsta ástæða þess að fólk í þéttbýli áttaði sig á því að það þyrfti að velja fólk til þess að bera ábyrgð á ákveðnum sameiginlegum viðfangsefnum. Brunavarnir, ásamt kerfum til þess að farga sorpi og skólpi eru nefnilega þess eðlis að það stoðar lítið fyrir einstaka heimili að hafa sitt á hreinu ef nágrannarnir eru í djúpum skít.
Ábyrgðarhlutverk borgarfulltrúa
Það skal ekki dæmt um það hér hversu alvarlegar bilanirnar í skólpstöð Reykjavíkur voru. Það sem atvikið minnir okkur hins vegar á er að ástæða þess að við kjósum fulltrúa til að fara með sameiginleg mál í bæjum og borgum er einmitt að hafa vökult auga með þeim grundvallarkerfum sem allt okkar daglega líf byggist á.
Það er óhjákvæmilegt að bilanir geti orðið en það er hins vegar óforsvaranlegt að þau yfirvöld sem kjörin eru í höfuðborginni telji sig hafa svo mörgum öðrum hnöppum að hneppa að þau hafi ekki tíma til þess að hafa fullkomna vitneskju um ástand allra þeirra grunnkerfa sem þeim er falin ábyrgð á. Í ljósi þess sem gerst hefur hljóta þeir að endurskoða ögn í hvað þeir verja tíma sínum og orku.
Háþróað samfélag gerir flókna verkaskiptingu mögulega. Sá er hins vegar munur á fullorðnu fólki og ungbörnum að við vitum að þótt hlutir líti út fyrir að gerast sjálfkrafa þá gerum við okkur grein fyrir því að hin ósýnilegu kerfi byggjast á mikilli vinnu og viti. Fyrir þetta borgum við skatta og kjósum fólk til ábyrgðar.
Og það er líka stór munur á okkur og gæludýrunum okkar. Viti borið fólk lætur sér ekki detta í hug að líta á borgarfulltrúa sem kraftaverkafólk eða hálfguði—hvað svo sem þeim kann sjálfum að finnast.
Skoðun

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar