Wonder Woman var frumsýnd í byrjun júní síðastliðnum og hefur halað inn 368 milljónum Bandaríkjadala síðan á frumsýningardag. Deadpool, sem kom út í fyrra, hefur þénað 363 milljónir en Wonder Woman hefur því borið sigur úr býtum í miðasölu. Um helgina náði Wonder Woman jafnframt 34. sæti á lista yfir tekjuhæstu kvikmyndir frá upphafi í Bandaríkjunum.
WONDER WOMAN ($368M) passed DEADPOOL ($363M) this weekend, and is now the #34 highest grossing film ever domestically.
— Exhibitor Relations (@ERCboxoffice) July 9, 2017
Wonder Woman í túlkun Gadot má næst sjá síðar á þessu ári í væntanlegri kvikmynd um ofurhetjugengið Justice League. Þá er gert ráð fyrir að framhald Deadpool, Deadpool 2, líti dagsins ljós á næsta ári.
Færslu Reynolds má sjá hér að neðan en greinilegt er að mikill hlýhugur ríkir á milli máttarstólpa ofurhetjuheimsins.