Litlar kaldhæðnar melódíur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. júlí 2017 09:45 Það er ágætt að leiðsegja en skemmtilegra að semja, segir tónskáldið Atli. Vísir/Pjetur „Það sem verður spilað eftir mig í kvöld eru lag og eftirmáli úr leikriti sem verður frumsýnt hér á landi í október í haust undir heitinu Annarleikur,“ segir Atli Ingólfsson tónskáld um framlag sitt til tónleika Caput tríós í Iðnó í kvöld sem hefjast klukkan 20.30. Hann segir lögin litlar kaldhæðnar melódíur og mjög leikhúslegar. „Ég vona að fólk hafi gaman af að heyra þær, sjálfur verð ég ekki viðstaddur því ég er fyrir norðan.“ Í ljós kemur að hann er leiðsögumaður ítalsks ferðahóps og staddur við Mývatn þegar hann svarar símanum. „Ég tek tvo hringi um landið á sumri. Það er ágætt, samt er skemmtilegra að semja,“ viðurkennir hann. Segir þó tímann til tónsmíða hafa minnkað eftir að hann gerðist prófessor við Listaháskólann. Lögin tvö sem Atli nefndi í upphafi eru úr leiksýningu sem frumflutt var úti í Svíþjóð 2012. Hann kveðst hafa samið þrjú tónleikhúsverk sem sett hafi verið upp þar í landi, Annarleikur verði það fyrsta hér á Íslandi. „En ég er nýbúinn að útsetja lögin fyrir þá hljóðfæraskipan sem félagarnir eru með,“ segir hann og á þar við Daníel Þorsteinsson píanóleikara, Sigurð Halldórsson sellóleikara og Guðna Franzson klarínettuleikara sem koma fram í Iðnó í kvöld og lofa að leika áheyrilega og sumarlega efnisskrá. Þessi sama þrenning hélt tónleika í Katuaq, listamiðstöðinni í Nuuk á Grænlandi, í nóvember síðastliðnum. Aðgangseyrir er 2.500 krónur. Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Það sem verður spilað eftir mig í kvöld eru lag og eftirmáli úr leikriti sem verður frumsýnt hér á landi í október í haust undir heitinu Annarleikur,“ segir Atli Ingólfsson tónskáld um framlag sitt til tónleika Caput tríós í Iðnó í kvöld sem hefjast klukkan 20.30. Hann segir lögin litlar kaldhæðnar melódíur og mjög leikhúslegar. „Ég vona að fólk hafi gaman af að heyra þær, sjálfur verð ég ekki viðstaddur því ég er fyrir norðan.“ Í ljós kemur að hann er leiðsögumaður ítalsks ferðahóps og staddur við Mývatn þegar hann svarar símanum. „Ég tek tvo hringi um landið á sumri. Það er ágætt, samt er skemmtilegra að semja,“ viðurkennir hann. Segir þó tímann til tónsmíða hafa minnkað eftir að hann gerðist prófessor við Listaháskólann. Lögin tvö sem Atli nefndi í upphafi eru úr leiksýningu sem frumflutt var úti í Svíþjóð 2012. Hann kveðst hafa samið þrjú tónleikhúsverk sem sett hafi verið upp þar í landi, Annarleikur verði það fyrsta hér á Íslandi. „En ég er nýbúinn að útsetja lögin fyrir þá hljóðfæraskipan sem félagarnir eru með,“ segir hann og á þar við Daníel Þorsteinsson píanóleikara, Sigurð Halldórsson sellóleikara og Guðna Franzson klarínettuleikara sem koma fram í Iðnó í kvöld og lofa að leika áheyrilega og sumarlega efnisskrá. Þessi sama þrenning hélt tónleika í Katuaq, listamiðstöðinni í Nuuk á Grænlandi, í nóvember síðastliðnum. Aðgangseyrir er 2.500 krónur.
Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira