Ólafur telur sárindi frá formannskjöri hafa áhrif Heimir Már Pétursson skrifar 11. júlí 2017 13:09 Ólafur Arnarson sem sagði af sér formennsku í Neytendasamtökunum í gær ber ugg í brjósti varðandi framtíð samtakanna í höndum þeirra sem eftir sitja í stjórn þeirra og unnu gegn honum. Erjurnar megi að hluta til rekja til sárinda sem urðu þegar hann bauð sig fram á síðustu stundu og náði kjöri í embætti formanns á síðasta ári. Ólafur Arnarson hafði gengt embætti formanns í Neytendasamtökunum í níu mánuði þegar hann sagði af sér í gær eftir harðvítugar deilur við aðra í stjórn samtakanna. Kjörtímabil Ólafs og stjórnarfólks er tvö ár en Stefán Hrafn Jónsson varaformaður sagði í fréttum okkar um helgina að boðað verði til félagsfundar í samtökunum í næsta mánuði til að fara yfir stöðuna. Ólafur hefur mótmælt þeirri fullyrðingu annarra stjórnarmanna að hann beri ábyrgð á útgjaldaaukningu umfram tekjur án umboðs og vitneskju stjórnarinnar. Vandi Neytendasamtakanna sé að tekjur þeirra hafi dregist saman meðal annars vegna stöðugt minni framlaga frá ríkinu. En þrír þjónustusamningar hafi verið á milli ríkisins og Neytendasamtakanna. Stærstur hafi verið samningur um annars vegar kvörtunarþjónustu og hins vegar leiðbeiningarþjónustu. „Árið 2001 var fjárhæð þessa samnings 7,2 milljónir á verðlagi þess árs. Það jafngildir um 1,5 milljónum á verðlagi ársins í ár. Í ár er verðmæti þessa samnings 3,7 milljónir. Eða eða rétt ríflega tuttugu prósent af því sem var fyrir sextán árum,“ segir Ólafur. Engar efnislegar forsendur séu fyrir þessari ótrúlegu rýrnun því ásókn almennings í þessa þjónustu hafi aukist í gegnum árin og launakostnaður hækkað.Framlög ríkisins hafa rýrnað mikið „Þannig að það er alveg ljóst að þessi samningur stendur engan veginn undir þeirri þjónustu sem ríkið er að kaupa. Þetta er auðvitað eitt af þeim vandamálum sem Neytendasamtökin sem Neytendasamtökin hafa staðið frammi fyrir. Þetta er meðal annars það sem ég er að tala um sem tekjuvanda. Þetta er ekki útgjaldavandi heldur tekjuvandi,“ segir Ólafur. Það þurfi að sækja fast á ríkið til að fá fram hækkanir á framlögum og það sé hans mat að hluti skýringarinnar sé að Neytendasamtökin hafi verið veik og ekki sótt þetta nógu hart. Ólafur bauð sig fram til formennsku í Neytendasamtökunum á síðustu stundu fyrir þing samtakanna í október í fyrra en þá höfðu nokkrir þegar tilkynnt um framboð sitt meðal annarra Teitur Atlason fyrrverandi varaformaður og Guðjón Sigurbjartsson og stuðningsmenn þeirra hafi endað í stjórn samtakanna. Ólafur er sannfærður um að átökin innan stjórnarinnar megi að hluta rekja til þess að hart var tekist á í formannskjörinu. „Ég bauð mig fram á síðustu stundu. Ég var ekki að leggja upp stuðningsmenn mína eða menn handgengna mér í stjórnina. En ég hafði ekki leitt hugann að því að þetta kynni að skipta einhverju máli,“ segir Ólafur. Enda eigi fólk sem beri hag neytenda fyrir brjósti að geta unnið saman burt séð frá úrslitum kosninga í stjórn. Í viðtali í Fréttablaðinu í dag segir Ólafur að hann væri ekki endilega hættur afskiptum að neytendamálum og útilokar ekki aðkomu að Neytendasamtökunum síðar. „Aldrei þó í einhverju samstarfi við þá stjórn þessa stjórn sem nú situr. Ég get ekki átt í samstarfi við fólk sem kemur fram af slíkum óheilindum. En mér þykir vænt um Neytendasamtökin og ég ber ugg í brjósti um framtíð Neytendasamtakanna. Sérstaklega í höndum þeirra sem nú stjórna þeim,“ segir Ólafur Arnarson. Neytendur Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Sjá meira
Ólafur Arnarson sem sagði af sér formennsku í Neytendasamtökunum í gær ber ugg í brjósti varðandi framtíð samtakanna í höndum þeirra sem eftir sitja í stjórn þeirra og unnu gegn honum. Erjurnar megi að hluta til rekja til sárinda sem urðu þegar hann bauð sig fram á síðustu stundu og náði kjöri í embætti formanns á síðasta ári. Ólafur Arnarson hafði gengt embætti formanns í Neytendasamtökunum í níu mánuði þegar hann sagði af sér í gær eftir harðvítugar deilur við aðra í stjórn samtakanna. Kjörtímabil Ólafs og stjórnarfólks er tvö ár en Stefán Hrafn Jónsson varaformaður sagði í fréttum okkar um helgina að boðað verði til félagsfundar í samtökunum í næsta mánuði til að fara yfir stöðuna. Ólafur hefur mótmælt þeirri fullyrðingu annarra stjórnarmanna að hann beri ábyrgð á útgjaldaaukningu umfram tekjur án umboðs og vitneskju stjórnarinnar. Vandi Neytendasamtakanna sé að tekjur þeirra hafi dregist saman meðal annars vegna stöðugt minni framlaga frá ríkinu. En þrír þjónustusamningar hafi verið á milli ríkisins og Neytendasamtakanna. Stærstur hafi verið samningur um annars vegar kvörtunarþjónustu og hins vegar leiðbeiningarþjónustu. „Árið 2001 var fjárhæð þessa samnings 7,2 milljónir á verðlagi þess árs. Það jafngildir um 1,5 milljónum á verðlagi ársins í ár. Í ár er verðmæti þessa samnings 3,7 milljónir. Eða eða rétt ríflega tuttugu prósent af því sem var fyrir sextán árum,“ segir Ólafur. Engar efnislegar forsendur séu fyrir þessari ótrúlegu rýrnun því ásókn almennings í þessa þjónustu hafi aukist í gegnum árin og launakostnaður hækkað.Framlög ríkisins hafa rýrnað mikið „Þannig að það er alveg ljóst að þessi samningur stendur engan veginn undir þeirri þjónustu sem ríkið er að kaupa. Þetta er auðvitað eitt af þeim vandamálum sem Neytendasamtökin sem Neytendasamtökin hafa staðið frammi fyrir. Þetta er meðal annars það sem ég er að tala um sem tekjuvanda. Þetta er ekki útgjaldavandi heldur tekjuvandi,“ segir Ólafur. Það þurfi að sækja fast á ríkið til að fá fram hækkanir á framlögum og það sé hans mat að hluti skýringarinnar sé að Neytendasamtökin hafi verið veik og ekki sótt þetta nógu hart. Ólafur bauð sig fram til formennsku í Neytendasamtökunum á síðustu stundu fyrir þing samtakanna í október í fyrra en þá höfðu nokkrir þegar tilkynnt um framboð sitt meðal annarra Teitur Atlason fyrrverandi varaformaður og Guðjón Sigurbjartsson og stuðningsmenn þeirra hafi endað í stjórn samtakanna. Ólafur er sannfærður um að átökin innan stjórnarinnar megi að hluta rekja til þess að hart var tekist á í formannskjörinu. „Ég bauð mig fram á síðustu stundu. Ég var ekki að leggja upp stuðningsmenn mína eða menn handgengna mér í stjórnina. En ég hafði ekki leitt hugann að því að þetta kynni að skipta einhverju máli,“ segir Ólafur. Enda eigi fólk sem beri hag neytenda fyrir brjósti að geta unnið saman burt séð frá úrslitum kosninga í stjórn. Í viðtali í Fréttablaðinu í dag segir Ólafur að hann væri ekki endilega hættur afskiptum að neytendamálum og útilokar ekki aðkomu að Neytendasamtökunum síðar. „Aldrei þó í einhverju samstarfi við þá stjórn þessa stjórn sem nú situr. Ég get ekki átt í samstarfi við fólk sem kemur fram af slíkum óheilindum. En mér þykir vænt um Neytendasamtökin og ég ber ugg í brjósti um framtíð Neytendasamtakanna. Sérstaklega í höndum þeirra sem nú stjórna þeim,“ segir Ólafur Arnarson.
Neytendur Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Sjá meira