Strákarnir í Búrinu á Stöð 2 Sport fóru vel yfir bardagann og rifjuðu upp umdeilt atvik fyrir síðasta bardaga Cormier.
Kappinn, sem var að fara að berjast við Anthony Johnson, átti í vandræðum með að ná þyngd en beitti ótrúlegum brögðum til að svindla á vigtinni.
„Hann var fyrst 206,2 pund á vigtinni en kom svo til baka 150 sekúndum síðar og var allt í einu 205 pund,“ sagði Pétur Marinó Jónsson, UFC-sérfræðingur 365.
Cormier létti sig með því að styðjast við handklæði eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Búrið er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 20.00 í kvöld.