Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2017 09:00 Donald Trump og Jeff Sessions. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sér eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í sæti dómsmálaráðherra vegna þess að Sessions sagði sig frá rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Það gerði Sessions eftir að hann hafði sagt ósatt frá fundum sínum og Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands. Trump sagði að hefði hann vitað að Sessions myndi gera það hefði hann ekki skipað hann í embættið. Þá sagði hann að ákvörðun Sessions hefði verið mjög ósanngjörn gagnvart sér.„Jeff Sessions tekur við starfinu, byrjar í starfinu og segir sig frá starfinu, sem ég tel vera ósanngjarnt gagnvart forsetanum. Hvernig getur þú tekið við starfi og sagt þig svo frá því? Ef hann hefði sagt sig frá rannsókninni áður en hann tók við starfinu hefði ég sagt: „Takk Jeff, en ég ætla ekki að taka við þér,“ Þetta er einkar ósanngjarnt, og það er vægt til orða tekið, gagnvart forsetanum,“ sagði Trump, forseti. Sessions var einn af fyrstu og dyggustu stuðningsmönnum Trump og var fyrsti öldungadeildarþingmaðurinn til að lýsa yfir stuðningi við framboð Trump. Forsetinn er þó reiður við hann og segir ákvörðun hans hafa leitt til þess að Robert Mueller var skipaður sérstakur saksóknari til að rannsaka afskiptin og mögulegt samstarf framboðs Trump með yfirvöldum í Rússlandi. Sessions hefur ekki tjáð sig um gagnrýni forsetans. Í viðtali við New York Times gagnrýndi forsetinn einnig starfandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem tók við starfinu eftir að Trump rak James Comey vegna Rússarannsóknarinnar, og aðstoðardómsmálaráðherrann sem skipaði Mueller í embætti sérstaks saksóknara. Þá kvartaði Trump yfir rannsókn Mueller, sem hann hefur gert áður, og sagði mikið um hagsmunaárekstra, þegar kæmi að starfsfólki Mueller. Hann útilokaði ekki að reka hann úr starfi og sagðist ekki vilja að Mueller og starfsfólk hans skoðaði fjármál fjölskyldu Trump.Trump sakaði James Comey um að hafa reynt að kúga sig um tveimur vikum fyrir innsetningarathöfn hans. Comey of forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna funduð með Trump til þess að kynna honum niðurstöður þeirra varðandi tölvuárásir Rússa í Bandaríkjunum í aðdraganda kosninganna og eftir fundinn tók Comey Trump til hliðar. Trump segir Comey hafa sagt honum frá umdeildri og óstaðfestri skýrslu sem unnin var af fyrrverandi breskum njósnara, þar sem því var meðal annars haldið fram að stjórnvöld Rússlands ættu myndband af Trump láta vændiskonur pissa á hvora aðra. Njósnarinn hafði verið ráðinn af andstæðingum Trump innan Repúblikanaflokksins til þess að grafa upp upplýsingar um hann. Skýrslan hafði þá verið í dreifingu í Washington og höfðu fjölmiðlar komið höndum yfir hana. Trump segir Comey hafa sagt þetta til að reyna að kúga sig.Verða spurðir út í tengsl sín í RússlandiHelstu ráðgjafar Donalds Trump Bandaríkjaforseta – sonur hans, tengdasonur og fyrrverandi kosningastjóri, munu allir bera vitni fyrir þingnefnd öldungadeildarþingmanna sem rannsakar nú aðkomu Rússa að forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þeir Donald Trump yngri, Jared Kushner og Paul Manafort verða allir spurðir út í tengsl sín við rússneska áhrifamenn og reiknað er með að stóru spurningarnar snúi að fundi sem þeir sátu allir með rússneskum aðilum sem höfðu lofað upplýsingum um Hillary Clinton sem kæmu sér vel í kosningabaráttunni. Trump sagði í viðtalinu við New York Times að umræddur fundur hefði snúið að ættleiðingum og viðskiptaþvingunum gegn aðilum í Rússlandi sem sakaðir hafa verið um mannréttindabrot. Hann hefði ekki haft þörf á skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton þar sem hann hefði búið yfir nægum slíkum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sér eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í sæti dómsmálaráðherra vegna þess að Sessions sagði sig frá rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Það gerði Sessions eftir að hann hafði sagt ósatt frá fundum sínum og Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands. Trump sagði að hefði hann vitað að Sessions myndi gera það hefði hann ekki skipað hann í embættið. Þá sagði hann að ákvörðun Sessions hefði verið mjög ósanngjörn gagnvart sér.„Jeff Sessions tekur við starfinu, byrjar í starfinu og segir sig frá starfinu, sem ég tel vera ósanngjarnt gagnvart forsetanum. Hvernig getur þú tekið við starfi og sagt þig svo frá því? Ef hann hefði sagt sig frá rannsókninni áður en hann tók við starfinu hefði ég sagt: „Takk Jeff, en ég ætla ekki að taka við þér,“ Þetta er einkar ósanngjarnt, og það er vægt til orða tekið, gagnvart forsetanum,“ sagði Trump, forseti. Sessions var einn af fyrstu og dyggustu stuðningsmönnum Trump og var fyrsti öldungadeildarþingmaðurinn til að lýsa yfir stuðningi við framboð Trump. Forsetinn er þó reiður við hann og segir ákvörðun hans hafa leitt til þess að Robert Mueller var skipaður sérstakur saksóknari til að rannsaka afskiptin og mögulegt samstarf framboðs Trump með yfirvöldum í Rússlandi. Sessions hefur ekki tjáð sig um gagnrýni forsetans. Í viðtali við New York Times gagnrýndi forsetinn einnig starfandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem tók við starfinu eftir að Trump rak James Comey vegna Rússarannsóknarinnar, og aðstoðardómsmálaráðherrann sem skipaði Mueller í embætti sérstaks saksóknara. Þá kvartaði Trump yfir rannsókn Mueller, sem hann hefur gert áður, og sagði mikið um hagsmunaárekstra, þegar kæmi að starfsfólki Mueller. Hann útilokaði ekki að reka hann úr starfi og sagðist ekki vilja að Mueller og starfsfólk hans skoðaði fjármál fjölskyldu Trump.Trump sakaði James Comey um að hafa reynt að kúga sig um tveimur vikum fyrir innsetningarathöfn hans. Comey of forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna funduð með Trump til þess að kynna honum niðurstöður þeirra varðandi tölvuárásir Rússa í Bandaríkjunum í aðdraganda kosninganna og eftir fundinn tók Comey Trump til hliðar. Trump segir Comey hafa sagt honum frá umdeildri og óstaðfestri skýrslu sem unnin var af fyrrverandi breskum njósnara, þar sem því var meðal annars haldið fram að stjórnvöld Rússlands ættu myndband af Trump láta vændiskonur pissa á hvora aðra. Njósnarinn hafði verið ráðinn af andstæðingum Trump innan Repúblikanaflokksins til þess að grafa upp upplýsingar um hann. Skýrslan hafði þá verið í dreifingu í Washington og höfðu fjölmiðlar komið höndum yfir hana. Trump segir Comey hafa sagt þetta til að reyna að kúga sig.Verða spurðir út í tengsl sín í RússlandiHelstu ráðgjafar Donalds Trump Bandaríkjaforseta – sonur hans, tengdasonur og fyrrverandi kosningastjóri, munu allir bera vitni fyrir þingnefnd öldungadeildarþingmanna sem rannsakar nú aðkomu Rússa að forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þeir Donald Trump yngri, Jared Kushner og Paul Manafort verða allir spurðir út í tengsl sín við rússneska áhrifamenn og reiknað er með að stóru spurningarnar snúi að fundi sem þeir sátu allir með rússneskum aðilum sem höfðu lofað upplýsingum um Hillary Clinton sem kæmu sér vel í kosningabaráttunni. Trump sagði í viðtalinu við New York Times að umræddur fundur hefði snúið að ættleiðingum og viðskiptaþvingunum gegn aðilum í Rússlandi sem sakaðir hafa verið um mannréttindabrot. Hann hefði ekki haft þörf á skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton þar sem hann hefði búið yfir nægum slíkum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira