Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnun Kristín Ólafsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. ágúst 2017 11:45 H&M sendi íslenskum áhrifavöldum boðskortin í gær en opnunarhófið verður haldið fimmtudaginn 24. ágúst. Manuela Ósk Harðardóttir er ein þeirra sem fékk boðskort. Vísir Tískurisinn H&M hefur sent út boðskort í opnunarhóf aðalverslunar sinnar á Íslandi. Verslunin verður opnuð í Smáralind í lok þessa mánaðar en helstu tískuáhrifavöldum landsins hefur verið boðið í fyrirpartí sem haldið verður fimmtudaginn 24. ágúst, tveimur dögum fyrir eiginlega opnun. Í opnunarhófinu býðst viðtakendum boðskortsins að versla flíkur tískumerkisins á 20 prósent afslætti.Fá afslátt og mega taka með sér vinÍ boðskortinu, sem sent var út í gær, er komu H&M hingað til lands fagnað. Handhöfum boðskortsins er boðið í samkvæmi fimmtudaginn 24. ágúst klukkan 19 en ljóst er að margir helstu áhrifavaldar og lífsstílsbloggarar innan íslenska tískuheimsins hafa fengið boðskortið sent. Verslunin verður svo opnuð fyrir almenning laugardaginn 26. ágúst.Boðskortið þykir mjög veglegt en athygli vekur að það er á ensku.Vísir/Sylvía RutSamkvæmið verður haldið í svokallaðri „flagship store“, eða aðalverslun, H&M á Íslandi í Smáralind. Íslenskum tískulaukum, eða „trendsetters“ svokölluðum, er enn fremur boðið að versla H&M-flíkur í opnunarhófinu á veglegum afslætti og sleppa þar með við röðina á laugardeginum, hinum eiginlega opnunardegi. „Njóttu þess að versla með 20 prósent afslætti af öllu í versluninni,“ er skrifað í boðskortinu. Þá er handhöfum boðskortsins boðið að taka með sér einn gest á viðburðinn þann 24. ágúst „Taktu með þér vin með tískuvit og vertu með okkur eftirminnilega kvöldstund,“ stendur enn fremur í boðskortinu en athygli vekur að allur texti er á ensku.Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland, er ein þeirra sem fékk boðskort á viðburð H&M.Manuela Ósk HarðardóttirÍslendingar nú þegar einsleitir í klæðaburðiManuela Ósk Harðardóttir er ein þeirra sem fékk boðskort á viðburðinn. Í samtali við Vísi segist hún ætla að mæta ef hún verður á landinu en hún stundar nám í Los Angeles. Hún er ánægð með komu H&M til Íslands og segir að þetta muni auka úrvalið á Íslandi sem sé mjög fínt. „Þetta er bara jákvætt. Ég hef aldrei verið þessi sjúka H&M týpa en auðvitað er þetta spennandi.“ Manuela heldur að þetta muni samt ekki hafa mikil áhrif á fatastíl Íslendinga. „Mér finnst íslendingar yfirhöfuð svolítið einsleitir í klæðaburði og það kemur alltaf einhver tískubylgja í hvert sinn, sem flestir fylgja.“ Auk Manuelu hafa þær Arna Ýr Jónsdóttir, fegurðardrottning, lífsstílsbloggararnir Guðrún Helga Sortveit og Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir, Erna Hreinsdóttir, fyrrum ritstjóri Nýs Lífs, Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, fjölmiðlakona, fengið boðskort í opnunarhóf H&M þann 24. ágúst næstkomandi.Fyrsti gesturinn fær 25 þúsund króna gjafabréfVerslun H&M í Smáralind mun vera á tveimur hæðum og ná yfir rými sem er 3.000 fermetrar. Þá verða tvær H&M-verslanir opnaðar til viðbótar í Kringlunni og í miðbæ Reykjavíkur.Þeir sem fengu boðskort í opnunarhóf H&M munu líklega sleppa við raðir á hinum eiginlega opnunardegi.Vísir/Sylvía RutBúist er við miklum mannfjölda í Smáralind á sjálfan opnunardaginn 26. ágúst en fyrstu þúsund gestirnir munu fá gjafakort í verslunina. Fyrsti einstaklingurinn í röðinni fær gjafabréf að andvirði 25 þúsund krónum, gestur númer tvö fær 20 þúsund króna gjafabréf og 15.000 kr. gjafabréf hlýtur þriðji gesturinn. Næstu þúsund gestir fá að gjöf 1.500 króna gjafakort í verslunina. Tengdar fréttir H&M opnar í Smáralind þann 26. ágúst Verslunin verður á tveimur hæðum og 3.000 fermetrar. 25. júlí 2017 09:32 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Tískurisinn H&M hefur sent út boðskort í opnunarhóf aðalverslunar sinnar á Íslandi. Verslunin verður opnuð í Smáralind í lok þessa mánaðar en helstu tískuáhrifavöldum landsins hefur verið boðið í fyrirpartí sem haldið verður fimmtudaginn 24. ágúst, tveimur dögum fyrir eiginlega opnun. Í opnunarhófinu býðst viðtakendum boðskortsins að versla flíkur tískumerkisins á 20 prósent afslætti.Fá afslátt og mega taka með sér vinÍ boðskortinu, sem sent var út í gær, er komu H&M hingað til lands fagnað. Handhöfum boðskortsins er boðið í samkvæmi fimmtudaginn 24. ágúst klukkan 19 en ljóst er að margir helstu áhrifavaldar og lífsstílsbloggarar innan íslenska tískuheimsins hafa fengið boðskortið sent. Verslunin verður svo opnuð fyrir almenning laugardaginn 26. ágúst.Boðskortið þykir mjög veglegt en athygli vekur að það er á ensku.Vísir/Sylvía RutSamkvæmið verður haldið í svokallaðri „flagship store“, eða aðalverslun, H&M á Íslandi í Smáralind. Íslenskum tískulaukum, eða „trendsetters“ svokölluðum, er enn fremur boðið að versla H&M-flíkur í opnunarhófinu á veglegum afslætti og sleppa þar með við röðina á laugardeginum, hinum eiginlega opnunardegi. „Njóttu þess að versla með 20 prósent afslætti af öllu í versluninni,“ er skrifað í boðskortinu. Þá er handhöfum boðskortsins boðið að taka með sér einn gest á viðburðinn þann 24. ágúst „Taktu með þér vin með tískuvit og vertu með okkur eftirminnilega kvöldstund,“ stendur enn fremur í boðskortinu en athygli vekur að allur texti er á ensku.Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland, er ein þeirra sem fékk boðskort á viðburð H&M.Manuela Ósk HarðardóttirÍslendingar nú þegar einsleitir í klæðaburðiManuela Ósk Harðardóttir er ein þeirra sem fékk boðskort á viðburðinn. Í samtali við Vísi segist hún ætla að mæta ef hún verður á landinu en hún stundar nám í Los Angeles. Hún er ánægð með komu H&M til Íslands og segir að þetta muni auka úrvalið á Íslandi sem sé mjög fínt. „Þetta er bara jákvætt. Ég hef aldrei verið þessi sjúka H&M týpa en auðvitað er þetta spennandi.“ Manuela heldur að þetta muni samt ekki hafa mikil áhrif á fatastíl Íslendinga. „Mér finnst íslendingar yfirhöfuð svolítið einsleitir í klæðaburði og það kemur alltaf einhver tískubylgja í hvert sinn, sem flestir fylgja.“ Auk Manuelu hafa þær Arna Ýr Jónsdóttir, fegurðardrottning, lífsstílsbloggararnir Guðrún Helga Sortveit og Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir, Erna Hreinsdóttir, fyrrum ritstjóri Nýs Lífs, Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, fjölmiðlakona, fengið boðskort í opnunarhóf H&M þann 24. ágúst næstkomandi.Fyrsti gesturinn fær 25 þúsund króna gjafabréfVerslun H&M í Smáralind mun vera á tveimur hæðum og ná yfir rými sem er 3.000 fermetrar. Þá verða tvær H&M-verslanir opnaðar til viðbótar í Kringlunni og í miðbæ Reykjavíkur.Þeir sem fengu boðskort í opnunarhóf H&M munu líklega sleppa við raðir á hinum eiginlega opnunardegi.Vísir/Sylvía RutBúist er við miklum mannfjölda í Smáralind á sjálfan opnunardaginn 26. ágúst en fyrstu þúsund gestirnir munu fá gjafakort í verslunina. Fyrsti einstaklingurinn í röðinni fær gjafabréf að andvirði 25 þúsund krónum, gestur númer tvö fær 20 þúsund króna gjafabréf og 15.000 kr. gjafabréf hlýtur þriðji gesturinn. Næstu þúsund gestir fá að gjöf 1.500 króna gjafakort í verslunina.
Tengdar fréttir H&M opnar í Smáralind þann 26. ágúst Verslunin verður á tveimur hæðum og 3.000 fermetrar. 25. júlí 2017 09:32 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
H&M opnar í Smáralind þann 26. ágúst Verslunin verður á tveimur hæðum og 3.000 fermetrar. 25. júlí 2017 09:32