Opnaði Fjallkonuna kasólétt og ógift 1905 Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. ágúst 2017 10:00 Mér finnst mikilvægt að segja sögu kvenna sem voru svona miklar fyrirmyndir,” segir Hera um langalangömmu sína. Visir/Eyþór Árnason „Ég hef verið að skrifa þetta leikrit í tvö ár, nú er ég loksins orðin ánægð með það,“ segir leikkonan og leikstjórinn Hera Fjord sem frumflytur verkið Fjallkonuna í upphafi Act alone einleikjahátíðarinnar á Suðureyri á fimmtudaginn, 10. ágúst. „Þetta er einleikur og fjallar um langalangömmu mína, Kristínu Dahlstedt, ég leik bæði hana og sjálfa mig. Sýningin er samtal okkar á milli, ég er að kynnast henni og hennar lífi og um leið að reyna að finna út hvað ég hafi fengið frá henni og hvort áskoranir sem hún var að glíma við séu eitthvað í ætt við mínar. Þannig brúa ég kynslóðabilið svo fólk á öllum aldri finni samhljóm.“Kristín Dahlstedt fæddist árið 1876 að Botni í Dýrafirði og fór 18 ára til Danmerkur þar sem hún lærði matseld og veitingarekstur. „Langalangamma var frumkvöðull,“ segir Hera. „Þegar hún kom frá Danmörku 1905 ákvað hún að opna sitt eigið veitinga- og gistiheimili við Laugaveginn, Fjallkonuna, þó hún væri kasólétt og ógift. Var búin að kynnast veitingahúsamenningunni úti í Kaupmannahöfn og bara kýldi á þetta.“ Barnsfaðirinn vildi giftast Kristínu og fá hana með sér vestur til Flateyrar þar sem hún yrði húsmóðir en það var ekki í takt við það sem hún sá fyrir sér, að sögn Heru. „Þó hún væri Vestfirðingur fannst henni tækifærin vera í Reykjavík, vildi vera sjálfstæð og standa á eigin fótum. Langafi var eitt af þremur börnum hennar, þau eignaðist hún öll í lausaleik, giftist svo manni seinna sem gaf henni Dahlstedt nafnið og þau tóku eina dóttur í fóstur.“ Hera telur langalangömmu sína hafa breytt veitingahúsamenningunni í borginni í átt til þess sem við þekkjum í dag. „Hún bryddaði upp á nýjungum eins og tónlist á kvöldin, bauð upp á buff og egg að dönskum hætti í kaffihúsinu, notaði fyrstu gasvélina, flutti inn fyrsta grammófóninn og sjálfspilandi píanó. En það gekk á ýmsu, stundum þurfti að vísa gestum frá vegna aðsóknar en hún fór líka í gjaldþrot og lenti meira að segja í fangaklefa. Fólk var ekki sátt við að kona væri ein í rekstri á þessum tíma, embættismenn góndu á hana: Ætlar þú að taka lán? Ætlar þú að opna reikning hér? Hvar er maðurinn þinn? En hún stóð með sjálfri sér. Var í raun mjög mikil nútímakona og ekki að spyrja neinn hvað hún mætti. Virðist ekki einu sinni hafa hugleitt það. Mér finnst mikilvægt að segja sögur kvenna sem eru svona miklar fyrirmyndir og halda minningu þeirra á lofti,“ segir Hera og mælir með að allir verði mættir vestur á Suðureyri á fimmtudaginn svo þeir missi ekki af neinu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst. Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég hef verið að skrifa þetta leikrit í tvö ár, nú er ég loksins orðin ánægð með það,“ segir leikkonan og leikstjórinn Hera Fjord sem frumflytur verkið Fjallkonuna í upphafi Act alone einleikjahátíðarinnar á Suðureyri á fimmtudaginn, 10. ágúst. „Þetta er einleikur og fjallar um langalangömmu mína, Kristínu Dahlstedt, ég leik bæði hana og sjálfa mig. Sýningin er samtal okkar á milli, ég er að kynnast henni og hennar lífi og um leið að reyna að finna út hvað ég hafi fengið frá henni og hvort áskoranir sem hún var að glíma við séu eitthvað í ætt við mínar. Þannig brúa ég kynslóðabilið svo fólk á öllum aldri finni samhljóm.“Kristín Dahlstedt fæddist árið 1876 að Botni í Dýrafirði og fór 18 ára til Danmerkur þar sem hún lærði matseld og veitingarekstur. „Langalangamma var frumkvöðull,“ segir Hera. „Þegar hún kom frá Danmörku 1905 ákvað hún að opna sitt eigið veitinga- og gistiheimili við Laugaveginn, Fjallkonuna, þó hún væri kasólétt og ógift. Var búin að kynnast veitingahúsamenningunni úti í Kaupmannahöfn og bara kýldi á þetta.“ Barnsfaðirinn vildi giftast Kristínu og fá hana með sér vestur til Flateyrar þar sem hún yrði húsmóðir en það var ekki í takt við það sem hún sá fyrir sér, að sögn Heru. „Þó hún væri Vestfirðingur fannst henni tækifærin vera í Reykjavík, vildi vera sjálfstæð og standa á eigin fótum. Langafi var eitt af þremur börnum hennar, þau eignaðist hún öll í lausaleik, giftist svo manni seinna sem gaf henni Dahlstedt nafnið og þau tóku eina dóttur í fóstur.“ Hera telur langalangömmu sína hafa breytt veitingahúsamenningunni í borginni í átt til þess sem við þekkjum í dag. „Hún bryddaði upp á nýjungum eins og tónlist á kvöldin, bauð upp á buff og egg að dönskum hætti í kaffihúsinu, notaði fyrstu gasvélina, flutti inn fyrsta grammófóninn og sjálfspilandi píanó. En það gekk á ýmsu, stundum þurfti að vísa gestum frá vegna aðsóknar en hún fór líka í gjaldþrot og lenti meira að segja í fangaklefa. Fólk var ekki sátt við að kona væri ein í rekstri á þessum tíma, embættismenn góndu á hana: Ætlar þú að taka lán? Ætlar þú að opna reikning hér? Hvar er maðurinn þinn? En hún stóð með sjálfri sér. Var í raun mjög mikil nútímakona og ekki að spyrja neinn hvað hún mætti. Virðist ekki einu sinni hafa hugleitt það. Mér finnst mikilvægt að segja sögur kvenna sem eru svona miklar fyrirmyndir og halda minningu þeirra á lofti,“ segir Hera og mælir með að allir verði mættir vestur á Suðureyri á fimmtudaginn svo þeir missi ekki af neinu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst.
Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira