Kuldakast ekki yfirvofandi á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2017 22:56 Ísland hefur ekki farið varhluta af þeirri hnattrænu hlýnun sem á sér nú stað á jörðinni af völdum manna. Vísir/Vilhelm Ekkert bendir til þess að Ísland sé að sigla inn í mikið kuldakast þessa stundina þrátt fyrir vísbendingar um að veiking hafstrauma valdi kuldapolli nærri landinu. Loftslagsfræðingur segir pollinn ekki ná til Íslands. Loftslagsvísindamenn hafa klórað sér í kollinum yfir áberandi kuldapolli sem hefur sést í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi bæði í hitastigsmælingum og loftslagslíkönum til lengri tíma. Vísir greindi frá nýrri rannsókn í gær sem virðist renna stoðum undir kenningar um að þetta kuldafrávik á annars hlýnandi jörðu starfi mögulega að bráðnun íss á norðurskautinu.Minni kólnun og á smærra svæði en á hafísárunumÍ viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, að kuldapollurinn sem um ræðir nái ekki að ströndum Íslands. „Það er kannski dálítið langt sagt að þetta sé við Ísland. Þetta er í raun og veru aðallega suðvestur eða suður af Grænlandi,“ sagði Halldór.Sjá einnig:Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Pollurinn hafi verið greinilegur í gögnum um hnattrænan hita fyrir tveimur árum en stafaði þá af óvenjusvölum vetrarvindum frá Kanada sem kældu Atlantshafið á þessum slóðum. Hann er enn til staðar þar. Halldór rifjar upp kuldatímabil á Íslandi á 6. og 7. áratug síðustu aldar en það hafi verið nefnt hafísárin. Þá hafi verið frekar kalt á þessu hafsvæði. Kólnunin sem sjáist nú sunnan af Grænlandi séu mun minni og svæðið sömuleiðis.Kaldur blettur er greinilegur á grafi NASA og NOAA yfir miðgildishita á jörðinni metárið 2015.NASA/NOAAPollurinn hluti af stærri sögu um breytingar á hafstraumumRannsóknin sem Vísir fjallaði um segir Halldór tengjast vangaveltum um að kuldapollurinn sé hluti af stærri sögu um að kólnun muni mögulega eiga sér stað á norðanverðu Atlantshafi þegar hægir á hringrás í hafinu. Halldór segir að töluvert hafi verið skrifað um þessa hugmynd síðustu árin. Hún sé þó ekki enn viðtekin skýring á kuldafrávikinu í Norður-Atlantshafi. Ástæðan er meðal annars sú að kuldann þar síðustu ár megi skýra með tímabundinni sveiflunni í vetrarkulda frá Kanada. Loftslagslíkön bendi hins vegar til að mikil innspýting ferskvatns í hafið líkt og gerist með bráðnun íss á norðurskautinu um þessar mundir valdi kólnunarpolli af því tagi sem fjallað er um í rannsókninni.Halldór Björnsson er hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands.VísirGæti snúið við hlýnun hér tímabundiðHalldór hafnar því hins vegar að Ísland sé að sigla inn í kuldaskeið. Mun meiri ummerki séu um hlýnun á landinu þó að sveiflur séu á milli ára. Þannig sveiflur, eins og hafíssárin og skemmri hlýindaskeið, geti magnað upp og dregið úr hlýnuninni sem á sér nú stað á heimsvísu. Jafnvel geti komið tímabil þar sem tímabundin kólnun snúi hnattrænni hlýnun við hér á landi. Engin merki séu þó um það síðarnefnda nú. „Það er ekkert sem bendir til að akkúrat núna séum við að fara inn í mikið kuldakast,“ segir Halldór.Hér fyrir neðan má hlusta á viðtal Reykjavíkur síðdegis við Halldór Björnsson, loftslagsvísindamann Veðurstofu Íslands. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ekkert bendir til þess að Ísland sé að sigla inn í mikið kuldakast þessa stundina þrátt fyrir vísbendingar um að veiking hafstrauma valdi kuldapolli nærri landinu. Loftslagsfræðingur segir pollinn ekki ná til Íslands. Loftslagsvísindamenn hafa klórað sér í kollinum yfir áberandi kuldapolli sem hefur sést í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi bæði í hitastigsmælingum og loftslagslíkönum til lengri tíma. Vísir greindi frá nýrri rannsókn í gær sem virðist renna stoðum undir kenningar um að þetta kuldafrávik á annars hlýnandi jörðu starfi mögulega að bráðnun íss á norðurskautinu.Minni kólnun og á smærra svæði en á hafísárunumÍ viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, að kuldapollurinn sem um ræðir nái ekki að ströndum Íslands. „Það er kannski dálítið langt sagt að þetta sé við Ísland. Þetta er í raun og veru aðallega suðvestur eða suður af Grænlandi,“ sagði Halldór.Sjá einnig:Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Pollurinn hafi verið greinilegur í gögnum um hnattrænan hita fyrir tveimur árum en stafaði þá af óvenjusvölum vetrarvindum frá Kanada sem kældu Atlantshafið á þessum slóðum. Hann er enn til staðar þar. Halldór rifjar upp kuldatímabil á Íslandi á 6. og 7. áratug síðustu aldar en það hafi verið nefnt hafísárin. Þá hafi verið frekar kalt á þessu hafsvæði. Kólnunin sem sjáist nú sunnan af Grænlandi séu mun minni og svæðið sömuleiðis.Kaldur blettur er greinilegur á grafi NASA og NOAA yfir miðgildishita á jörðinni metárið 2015.NASA/NOAAPollurinn hluti af stærri sögu um breytingar á hafstraumumRannsóknin sem Vísir fjallaði um segir Halldór tengjast vangaveltum um að kuldapollurinn sé hluti af stærri sögu um að kólnun muni mögulega eiga sér stað á norðanverðu Atlantshafi þegar hægir á hringrás í hafinu. Halldór segir að töluvert hafi verið skrifað um þessa hugmynd síðustu árin. Hún sé þó ekki enn viðtekin skýring á kuldafrávikinu í Norður-Atlantshafi. Ástæðan er meðal annars sú að kuldann þar síðustu ár megi skýra með tímabundinni sveiflunni í vetrarkulda frá Kanada. Loftslagslíkön bendi hins vegar til að mikil innspýting ferskvatns í hafið líkt og gerist með bráðnun íss á norðurskautinu um þessar mundir valdi kólnunarpolli af því tagi sem fjallað er um í rannsókninni.Halldór Björnsson er hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands.VísirGæti snúið við hlýnun hér tímabundiðHalldór hafnar því hins vegar að Ísland sé að sigla inn í kuldaskeið. Mun meiri ummerki séu um hlýnun á landinu þó að sveiflur séu á milli ára. Þannig sveiflur, eins og hafíssárin og skemmri hlýindaskeið, geti magnað upp og dregið úr hlýnuninni sem á sér nú stað á heimsvísu. Jafnvel geti komið tímabil þar sem tímabundin kólnun snúi hnattrænni hlýnun við hér á landi. Engin merki séu þó um það síðarnefnda nú. „Það er ekkert sem bendir til að akkúrat núna séum við að fara inn í mikið kuldakast,“ segir Halldór.Hér fyrir neðan má hlusta á viðtal Reykjavíkur síðdegis við Halldór Björnsson, loftslagsvísindamann Veðurstofu Íslands.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira