Þrír hafa verið handteknir vegna árásarinnar.
Sex borgarar og einn lögregluþjónn særðust í Cambril þegar mennirnir óku á þá, áður en bíll þeirra valt og þeir voru skotnir til bana af lögreglu. Mennirnir voru með sprengjubelti, sem í fyrstu voru talin vera ekta. Sprengjusérfræðingar hafa nú staðfest að engar sprengjur voru í þeim.

Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Ekki liggur þó fyrir hvort að árásin hafi verið framvkæmd af meðlimum samtakanna eða mönnum sem aðhyllast þeim.
Þar að auki sprakk sprengja í húsi í bænum Alcanar á miðvikudagskvöldið, sem yfirvöld segja að tengist ennig árásinni, samkvæmt frétt BBC.
Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Katalóníu og haldin verður mínútuþögn á Plaça Catalunya í hádeginu í dag.
Barcelona has now seen "jihadist terrorism," Spain's PM says after 13 people are killed https://t.co/Z7w7Ir75W2 pic.twitter.com/zOMop215yH
— Bloomberg (@business) August 18, 2017
#SPAIN#IslamicState Supporters Celebrate #BarcelonaTerrorAttack, Calls For More Attacks. #TerrorMonitor pic.twitter.com/KOaFePBTfi
— Terrormonitor.org (@Terror_Monitor) August 18, 2017
#NEWSGRAPHIC Fatal vehicle-ramming attacks in Europe since July 2016 @AFP pic.twitter.com/DF9BQMqE3J
— AFP news agency (@AFP) August 18, 2017