Ennþá lausir veiðidagar í Elliðaárnar Karl Lúðvíksson skrifar 17. ágúst 2017 12:00 Það er ennþá hægt að komast í haustveiði í Elliðaánum Veiðin í Elliðaánum hefur verið ágæt í sumar en heildarveiðiner komin í 741 lax sem er nokkuð meira en lokatalan eftir sumarið í fyrra. Heildarveiðin í Elliðaánum í fyrrasumar var 675 laxar en hefði líklega getað farið hærra ef veður hefði ekki, oft sem fyrr, gert veiðimönnum erfitt fyrir. Það er alltaf mikill umsóknarþungi um veiðileyfin í Elliðaárnar hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og þar komast færri að en vilja. Það er þess vegna skrítið að sjá jafn skemmtilega daga lausa eins og í september í ánni en haustveiðin þarna getur oft verið mjög lífleg. Leyfin eru ódýr en veiðinvonin jafnframt góð. Verðið á stöng er 12.900 fyrir hálfan dag og það er laust jafnt fyrir hádegi sem eftir hádegi einhverja dagana. Veiðin er mest á efri svæðunum og frá Hundasteinum og upp að Elliðavatnsstíflu má aðeins veiða á flugu en á þessu svæði eru líka skemmtilegir veiðistaðir eins og Hraun, Grófarkvörn, Kista, Símastrengur og Höfuðhylur en hann gefur oft bestu veiðina seint á kvöldin á þessum árstíma. Fyrir ykkur sem eruð ekki búin að svala veiðiþörfinni í sumar þá er víða hægt að komast í fína veiði í haust. Þú getur kíkt á einhverja af þessum síðum til að sjá hvað er í boði og það er nokkuð víst að það er hægt að finna veiðileyfi þarna fyrir alla. Skoðaðu síður eins og www.svfr.is, www.lax-a.is og www.veida.is. Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði
Veiðin í Elliðaánum hefur verið ágæt í sumar en heildarveiðiner komin í 741 lax sem er nokkuð meira en lokatalan eftir sumarið í fyrra. Heildarveiðin í Elliðaánum í fyrrasumar var 675 laxar en hefði líklega getað farið hærra ef veður hefði ekki, oft sem fyrr, gert veiðimönnum erfitt fyrir. Það er alltaf mikill umsóknarþungi um veiðileyfin í Elliðaárnar hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og þar komast færri að en vilja. Það er þess vegna skrítið að sjá jafn skemmtilega daga lausa eins og í september í ánni en haustveiðin þarna getur oft verið mjög lífleg. Leyfin eru ódýr en veiðinvonin jafnframt góð. Verðið á stöng er 12.900 fyrir hálfan dag og það er laust jafnt fyrir hádegi sem eftir hádegi einhverja dagana. Veiðin er mest á efri svæðunum og frá Hundasteinum og upp að Elliðavatnsstíflu má aðeins veiða á flugu en á þessu svæði eru líka skemmtilegir veiðistaðir eins og Hraun, Grófarkvörn, Kista, Símastrengur og Höfuðhylur en hann gefur oft bestu veiðina seint á kvöldin á þessum árstíma. Fyrir ykkur sem eruð ekki búin að svala veiðiþörfinni í sumar þá er víða hægt að komast í fína veiði í haust. Þú getur kíkt á einhverja af þessum síðum til að sjá hvað er í boði og það er nokkuð víst að það er hægt að finna veiðileyfi þarna fyrir alla. Skoðaðu síður eins og www.svfr.is, www.lax-a.is og www.veida.is.
Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði