Lögregla vill komast í samband við fyrri farþega kafbátsins Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2017 15:36 Peter Madsen neitar því enn að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. Vísir/AFP Lögregla í Danmörku telur að sænska blaðakonan Kim Wall kunni vera á sænsku hafsvæði. Það er niðurstaða lögreglu eftir greiningu á hafstraumum síðustu sólarhringa. Þá vill lögregla einnig komast í samband við aðra sem hafi áður ferðast um borð í kafbát auðjöfursins Peter Madsen.Aftonbladet segir frá því að lögregla í Svíþjóð leiti nú meðfram strönd syðsta hluta vesturstrandar Svíþjóðar. Þetta sé gert í kjölfar greiningar á hafstraumum í Eyrarsundi og Køgeflóa frá þeim tíma sem Wall hvarf. Madsen neitar því enn að hafa banað Wall sem fór með honum í ferð í heimasmíðuðum kafbát, UC3 Nautilus. Ekkert hefur spurst til hennar síðan á fimmtudag, en hún ferðaðist með bátnum í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Greint var frá því í morgun að Madsen hafi ákveðið að áfrýja ekki 24 daga gæsluvarðhaldsúrskurði dansks dómstóls, en hann er grunaður um að hafa verið valdur að dauða Wall. Lík Wall fannst ekki um borð í kafbátnum þar sem leitað var í gær og hefur leitinni í og í við Eyrarsund verið haldið áfram í dag. Leitarsvæðið er þó stórt og nær yfir lögsögu bæði Svíþjóðar og Danmerkur. Kærasti Wall tilkynnti hvarf hennar þegar hún skilaði sér ekki heim úr ferðinni. Þegar samband náðist við Madsen í gegnum talstöð sagðist hann vera á leið aftur til hafnar. Hins vegar sökk báturinn í Køgeflóa á föstudaginn. Madsen var bjargað en Wall hefur ekki fundist.Samkvæmt SVT sagði Madsen að hann hefði hleypt Wall í land í Kaupmannahöfn á fimmtudagskvöldinu. Seinna mun hann þó hafa breytt sögu sinni og gefið lögreglu aðra útskýringu. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að bátnum hafi verið sökkt af ásettu ráði. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Neitar enn að hafa orðið blaðakonunni að bana Peter Madsen, danskur auðkýfingur og kafbátasmiður, ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurði. 14. ágúst 2017 11:40 Enn er leitað að sænskri blaðakonu Peter Madsen, danskur auðkýfingur og kafbátasmiður, er í haldi lögreglu grunaður um manndráp af gáleysi. 14. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Lögregla í Danmörku telur að sænska blaðakonan Kim Wall kunni vera á sænsku hafsvæði. Það er niðurstaða lögreglu eftir greiningu á hafstraumum síðustu sólarhringa. Þá vill lögregla einnig komast í samband við aðra sem hafi áður ferðast um borð í kafbát auðjöfursins Peter Madsen.Aftonbladet segir frá því að lögregla í Svíþjóð leiti nú meðfram strönd syðsta hluta vesturstrandar Svíþjóðar. Þetta sé gert í kjölfar greiningar á hafstraumum í Eyrarsundi og Køgeflóa frá þeim tíma sem Wall hvarf. Madsen neitar því enn að hafa banað Wall sem fór með honum í ferð í heimasmíðuðum kafbát, UC3 Nautilus. Ekkert hefur spurst til hennar síðan á fimmtudag, en hún ferðaðist með bátnum í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Greint var frá því í morgun að Madsen hafi ákveðið að áfrýja ekki 24 daga gæsluvarðhaldsúrskurði dansks dómstóls, en hann er grunaður um að hafa verið valdur að dauða Wall. Lík Wall fannst ekki um borð í kafbátnum þar sem leitað var í gær og hefur leitinni í og í við Eyrarsund verið haldið áfram í dag. Leitarsvæðið er þó stórt og nær yfir lögsögu bæði Svíþjóðar og Danmerkur. Kærasti Wall tilkynnti hvarf hennar þegar hún skilaði sér ekki heim úr ferðinni. Þegar samband náðist við Madsen í gegnum talstöð sagðist hann vera á leið aftur til hafnar. Hins vegar sökk báturinn í Køgeflóa á föstudaginn. Madsen var bjargað en Wall hefur ekki fundist.Samkvæmt SVT sagði Madsen að hann hefði hleypt Wall í land í Kaupmannahöfn á fimmtudagskvöldinu. Seinna mun hann þó hafa breytt sögu sinni og gefið lögreglu aðra útskýringu. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að bátnum hafi verið sökkt af ásettu ráði.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Neitar enn að hafa orðið blaðakonunni að bana Peter Madsen, danskur auðkýfingur og kafbátasmiður, ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurði. 14. ágúst 2017 11:40 Enn er leitað að sænskri blaðakonu Peter Madsen, danskur auðkýfingur og kafbátasmiður, er í haldi lögreglu grunaður um manndráp af gáleysi. 14. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Neitar enn að hafa orðið blaðakonunni að bana Peter Madsen, danskur auðkýfingur og kafbátasmiður, ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurði. 14. ágúst 2017 11:40
Enn er leitað að sænskri blaðakonu Peter Madsen, danskur auðkýfingur og kafbátasmiður, er í haldi lögreglu grunaður um manndráp af gáleysi. 14. ágúst 2017 06:00