Bóndinn á Kúludalsá fær gögn ekki fjarlægð af vefsíðu MAST Benedikt Bóas skrifar 11. ágúst 2017 06:00 Upphafið má rekja til ágústmánaðar 2006 þegar mikill flúor á að hafa farið út í andrúmsloftið. vísir/gva Áralangri baráttu bóndans á Kúludalsá lauk nýverið þegar stjórnsýslukæru hans, vegna synjunar Matvælastofnunar um að fjarlægja skýrslu um hross bóndans og illa meðferð ásamt tengdum gögnum og fréttum af heimasíðu sinni, var vísað frá af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Hrossin á Kúludalsá hafa verið veik síðan 2007. Taldi bóndinn að það væri vegna mengunarslyss sem hafi átt sér stað í álveri Norðuráls á Grundartanga þar sem mikið magn flúors barst út í andrúmsloftið. Vildi hann að MAST rannsakaði hrossin. Árið 2011 afhenti bóndinn þrjú hross til slátrunar og voru líffæri skoðuð, hófar og leggir röntgenskoðaðir, flúor í beinvef og þungmálmarnir blý, kadmín og kvikasilfur í lifur mældir. Komust sérgreinadýralæknir og dýralæknir á tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum að þeirri niðurstöðu að hrossin hefðu veikst fyrst og fremst af offitu og hreyfingarleysi. Við þetta var bóndinn ósáttur og lét gera aðra rannsókn. Sú rannsókn, sem gerð var árið 2013, skilaði allt annarri niðurstöðu og tók hún þrjú ár. Höfundar þeirrar skýrslu töldu nær útilokað að veikindi hrossanna mætti rekja til offóðrunar, hreyfingarleysis eða vankunnáttu í meðferð. Niðurstöður rannsókna á beinum úr hrossum á bænum sýndu fram á mikla flúormengun, en styrkur flúoríðs væri um fjórfaldur á við það sem fyndist í hrossum á ómenguðum svæðum. Brást MAST við með því að setja skýrsluna á vefinn ásamt athugasemdum stofnunarinnar við áliti skýrsluhöfunda. Bóndinn kærði MAST sem svaraði erindi hans og synjaði beiðninni um að fjarlægja öll gögn um málið af vef stofnunarinnar. Umboðsmaður Alþingis greip þá inn í og lokaði málinu með bréfi í febrúar í ár. Bóndinn benti meðal annars á í lagarökum sínum að MAST hafi engar rannsóknir á hrossum, innlendum eða erlendum, til að styðjast við en láti tilgátur byggðar á mælingum í norskum dádýrum duga. MAST bendir hins vegar á að ekkert hafi enn komið fram sem bendi til að flúormengun hafi valdið veikindum eða skaða í búfé á svæðinu, hvorki við skoðun eða rannsóknir á hestum á Kúludalsá né í öðru búfé í nágrenninu. Fréttin hefur verið uppfærð. Birtist í Fréttablaðinu Hestar Tengdar fréttir Bóndi á Kúludalsá hafði betur í fyrstu byltunni við Norðurál í héraðsdómi Vill skaðabætur vegna menguar frá álverinu á Grundartanga. 3. apríl 2017 13:46 Segja veikindi hrossa í Hvalfirði mega rekja til flúormengunar „Er því tæpast hafið yfir nokkurn vafa að flúormengunin kemur frá álverinu á Grundartanga.“ 9. júní 2016 11:54 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Áralangri baráttu bóndans á Kúludalsá lauk nýverið þegar stjórnsýslukæru hans, vegna synjunar Matvælastofnunar um að fjarlægja skýrslu um hross bóndans og illa meðferð ásamt tengdum gögnum og fréttum af heimasíðu sinni, var vísað frá af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Hrossin á Kúludalsá hafa verið veik síðan 2007. Taldi bóndinn að það væri vegna mengunarslyss sem hafi átt sér stað í álveri Norðuráls á Grundartanga þar sem mikið magn flúors barst út í andrúmsloftið. Vildi hann að MAST rannsakaði hrossin. Árið 2011 afhenti bóndinn þrjú hross til slátrunar og voru líffæri skoðuð, hófar og leggir röntgenskoðaðir, flúor í beinvef og þungmálmarnir blý, kadmín og kvikasilfur í lifur mældir. Komust sérgreinadýralæknir og dýralæknir á tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum að þeirri niðurstöðu að hrossin hefðu veikst fyrst og fremst af offitu og hreyfingarleysi. Við þetta var bóndinn ósáttur og lét gera aðra rannsókn. Sú rannsókn, sem gerð var árið 2013, skilaði allt annarri niðurstöðu og tók hún þrjú ár. Höfundar þeirrar skýrslu töldu nær útilokað að veikindi hrossanna mætti rekja til offóðrunar, hreyfingarleysis eða vankunnáttu í meðferð. Niðurstöður rannsókna á beinum úr hrossum á bænum sýndu fram á mikla flúormengun, en styrkur flúoríðs væri um fjórfaldur á við það sem fyndist í hrossum á ómenguðum svæðum. Brást MAST við með því að setja skýrsluna á vefinn ásamt athugasemdum stofnunarinnar við áliti skýrsluhöfunda. Bóndinn kærði MAST sem svaraði erindi hans og synjaði beiðninni um að fjarlægja öll gögn um málið af vef stofnunarinnar. Umboðsmaður Alþingis greip þá inn í og lokaði málinu með bréfi í febrúar í ár. Bóndinn benti meðal annars á í lagarökum sínum að MAST hafi engar rannsóknir á hrossum, innlendum eða erlendum, til að styðjast við en láti tilgátur byggðar á mælingum í norskum dádýrum duga. MAST bendir hins vegar á að ekkert hafi enn komið fram sem bendi til að flúormengun hafi valdið veikindum eða skaða í búfé á svæðinu, hvorki við skoðun eða rannsóknir á hestum á Kúludalsá né í öðru búfé í nágrenninu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Birtist í Fréttablaðinu Hestar Tengdar fréttir Bóndi á Kúludalsá hafði betur í fyrstu byltunni við Norðurál í héraðsdómi Vill skaðabætur vegna menguar frá álverinu á Grundartanga. 3. apríl 2017 13:46 Segja veikindi hrossa í Hvalfirði mega rekja til flúormengunar „Er því tæpast hafið yfir nokkurn vafa að flúormengunin kemur frá álverinu á Grundartanga.“ 9. júní 2016 11:54 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Bóndi á Kúludalsá hafði betur í fyrstu byltunni við Norðurál í héraðsdómi Vill skaðabætur vegna menguar frá álverinu á Grundartanga. 3. apríl 2017 13:46
Segja veikindi hrossa í Hvalfirði mega rekja til flúormengunar „Er því tæpast hafið yfir nokkurn vafa að flúormengunin kemur frá álverinu á Grundartanga.“ 9. júní 2016 11:54