Pawel vill að KKÍ hætti að mismuna leikmönnum eftir þjóðerni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2017 20:35 Úr leik í Domino's deild karla í vetur. vísir/anton Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, vill að KKÍ hætti að mismuna leikmönnum eftir þjóðerni þeirra og segir að stjórnvöld eigi að beita sér í málinu. Fyrr í sumar bárust fréttir af því að KKÍ bryti reglur EES með því að leyfa aðeins einn erlendan leikmann inni á vellinum í hvoru liði í einu. Í pistli á heimasíðu sinni furðar Pawel sig á þessari svokölluðu 4+1 reglu sem hefur verið í gildi undanfarin ár.Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar.„Körfuknattleikssamband Íslands er með hámark á fjölda erlendra leikmanna á vellinum. Hámarkið er einn,“ skrifar Pawel. „Þetta er augljóst brot á EES samningnum. Króati sem vill fá vinnu hjá íslensku körfuboltaliði verður að keppa um eina lausa sætið við Bandaríkjamenn og alla aðra. Íslendingur hefur miklu meiri séns á að komast í liðið. Það er augljóst brot á EES-samningnum.“ Sú undantekning er á 4+1 reglunni að erlendir leikmenn sem hafa haft búsetu hér á landi í þrjú ár teljast sem Íslendingar. Pawel segir þetta litlu skárra. „Í fyrsta lagi er enginn að fara að koma til Íslandi til að spila ef hann þarf fyrst að bíða í 3 ár eftir að fá að gera það. Í öðru lagi er þessi búsetukrafa ekki gerð þegar Íslendingar eiga í hlut svo þetta er augljóst brot á EES-samningnum. KKÍ má þetta vera ljóst og sambandið hlýtur að vita það. Enda er Eftirlitsstofnu EFTA búin að lýsa því yfir að þetta sé brot,“ skrifar Pawel. Hann segir að stjórnvöld eigi að biðja KKÍ um að breyta þessum reglum sínum. Pawel segir jafnframt að ef það gangi ekki eigi að setja lög sem leggi bann við að sett séu hámörk á fjölda EES-borgara í keppnisleikjum.Pistil Pawels má lesa með því að smella hér. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Sjá meira
Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, vill að KKÍ hætti að mismuna leikmönnum eftir þjóðerni þeirra og segir að stjórnvöld eigi að beita sér í málinu. Fyrr í sumar bárust fréttir af því að KKÍ bryti reglur EES með því að leyfa aðeins einn erlendan leikmann inni á vellinum í hvoru liði í einu. Í pistli á heimasíðu sinni furðar Pawel sig á þessari svokölluðu 4+1 reglu sem hefur verið í gildi undanfarin ár.Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar.„Körfuknattleikssamband Íslands er með hámark á fjölda erlendra leikmanna á vellinum. Hámarkið er einn,“ skrifar Pawel. „Þetta er augljóst brot á EES samningnum. Króati sem vill fá vinnu hjá íslensku körfuboltaliði verður að keppa um eina lausa sætið við Bandaríkjamenn og alla aðra. Íslendingur hefur miklu meiri séns á að komast í liðið. Það er augljóst brot á EES-samningnum.“ Sú undantekning er á 4+1 reglunni að erlendir leikmenn sem hafa haft búsetu hér á landi í þrjú ár teljast sem Íslendingar. Pawel segir þetta litlu skárra. „Í fyrsta lagi er enginn að fara að koma til Íslandi til að spila ef hann þarf fyrst að bíða í 3 ár eftir að fá að gera það. Í öðru lagi er þessi búsetukrafa ekki gerð þegar Íslendingar eiga í hlut svo þetta er augljóst brot á EES-samningnum. KKÍ má þetta vera ljóst og sambandið hlýtur að vita það. Enda er Eftirlitsstofnu EFTA búin að lýsa því yfir að þetta sé brot,“ skrifar Pawel. Hann segir að stjórnvöld eigi að biðja KKÍ um að breyta þessum reglum sínum. Pawel segir jafnframt að ef það gangi ekki eigi að setja lög sem leggi bann við að sett séu hámörk á fjölda EES-borgara í keppnisleikjum.Pistil Pawels má lesa með því að smella hér.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Sjá meira