Lögráða danskur prins fær engin laun frá ríkinu Atli Ísleifsson skrifar 28. ágúst 2017 14:27 Nikolai prins, hér lengst til vinstri, ásamt Margréti Þórhildi, og öðrum barnabörnum drottningar. Vísir/AFP Nikolai Danaprins, elsta barnabarn Margrétar Þórhildar Danadrottningar, er átján ára í dag og þar með orðinn lögráða. Nikolai mun þó ekki fá greidd laun frá ríkinu, ekki frekar en önnur sex af átta barnabörnum drottningar. Danska konungshöllin greindi frá því á síðasta ári að Kristján, sonur Friðriks krónprins, verði eina barnabarn drottningar sem mun fá greidd laun frá ríkinu. Sagnfræðingurinn Lars Hovbakke Sørensen segir í samtali við Berlingske að ætlast sé til þess að sjö barnabörn drottningar standi á eigin fótum fjárhagslega. Ákvörðun þessa efnis hafi verið tekin í kjölfar umræðu um hvernig það mætti teljast réttlætanlegt að öll barnabörnin yrðu á launum hjá danska ríkinu. Ekki er búist við að hinum átján ára prins verði nú gert að sinna sérstökum verkefnum sem fulltrúi fjölskyldu drottningar þó að ætlast sé til að hann muni áfram sækja einhverjar veislur og athafnir á vegum hallarinnar. Nikolai prins hefur stundað nám í Herlufsholm kostskole á Sjálandi frá 2014. Haldið verður upp á afmæli prinsins um borð í skipinu Dannebrog í kvöld. Nikolai er sonur Jóakim prins og fyrstu eiginkonu hans, Alexöndru. Hann er sjöundi í röðinni til að erfa dönsku krúnuna. Kóngafólk Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Hinrik prins segir eiginkonu sína hafa haft sig að fífli Hinrik prins er harður á því að vilja ekki láta grafa sig við hlið eiginkonu sinnar, Margrétar Þórhildar Danadrottningar, í Hróarskeldu. 8. ágúst 2017 15:15 Hinrik prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur Til þessa hefur verið gert ráð fyrir að þau hjónin myndu hvíla saman í steinkistu í dómkirkjunni í Hróarskeldu þegar sá tími kemur. 3. ágúst 2017 14:09 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Nikolai Danaprins, elsta barnabarn Margrétar Þórhildar Danadrottningar, er átján ára í dag og þar með orðinn lögráða. Nikolai mun þó ekki fá greidd laun frá ríkinu, ekki frekar en önnur sex af átta barnabörnum drottningar. Danska konungshöllin greindi frá því á síðasta ári að Kristján, sonur Friðriks krónprins, verði eina barnabarn drottningar sem mun fá greidd laun frá ríkinu. Sagnfræðingurinn Lars Hovbakke Sørensen segir í samtali við Berlingske að ætlast sé til þess að sjö barnabörn drottningar standi á eigin fótum fjárhagslega. Ákvörðun þessa efnis hafi verið tekin í kjölfar umræðu um hvernig það mætti teljast réttlætanlegt að öll barnabörnin yrðu á launum hjá danska ríkinu. Ekki er búist við að hinum átján ára prins verði nú gert að sinna sérstökum verkefnum sem fulltrúi fjölskyldu drottningar þó að ætlast sé til að hann muni áfram sækja einhverjar veislur og athafnir á vegum hallarinnar. Nikolai prins hefur stundað nám í Herlufsholm kostskole á Sjálandi frá 2014. Haldið verður upp á afmæli prinsins um borð í skipinu Dannebrog í kvöld. Nikolai er sonur Jóakim prins og fyrstu eiginkonu hans, Alexöndru. Hann er sjöundi í röðinni til að erfa dönsku krúnuna.
Kóngafólk Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Hinrik prins segir eiginkonu sína hafa haft sig að fífli Hinrik prins er harður á því að vilja ekki láta grafa sig við hlið eiginkonu sinnar, Margrétar Þórhildar Danadrottningar, í Hróarskeldu. 8. ágúst 2017 15:15 Hinrik prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur Til þessa hefur verið gert ráð fyrir að þau hjónin myndu hvíla saman í steinkistu í dómkirkjunni í Hróarskeldu þegar sá tími kemur. 3. ágúst 2017 14:09 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Hinrik prins segir eiginkonu sína hafa haft sig að fífli Hinrik prins er harður á því að vilja ekki láta grafa sig við hlið eiginkonu sinnar, Margrétar Þórhildar Danadrottningar, í Hróarskeldu. 8. ágúst 2017 15:15
Hinrik prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur Til þessa hefur verið gert ráð fyrir að þau hjónin myndu hvíla saman í steinkistu í dómkirkjunni í Hróarskeldu þegar sá tími kemur. 3. ágúst 2017 14:09