Besti leikstjórinn á Cannes 2016 mætir á RIFF Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2017 11:45 Síðustu þrjár kvikmyndir Assayas, Aprés maí (2012), Sils Maria (2014) og Personal Shopper (2016), hafa allar hlotið margvíslegar viðurkenningar. Franski leikstjórinn Olivier Assayas verður einn af heiðursgestum RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, sem fram fer 28. september til 8. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Assayas hefur um árabil verði einn allra fremsti kvikmyndagerðarmaður Frakklands en eftir hann liggja tugir verka sem hlotið hafa fjölda viðurkenninga. Assayas sló í gegn á 10. áratug síðustu aldar með kvikmyndinni Irma Vep sem er marglaga listaverk ogóður leikstjórans til kvikmyndaborgarinnar Hong Kong. Eftir aldamót hefur Assayas notið fádæma velgengni en myndir á borð við Les Destinées sentimentales (2000), Demonlover (2002) og Clean (2004) voru allar tilnefndar til Gullpálmans í Cannes. Hann var einn þeirra 22 leiksjtóra sem fengu þann heiður að taka þátt í Paris, je t’aime (2006) og leikstýrði einnig sjónvarpsþáttaröðinni Carlos, sem fjallaði um ævistarf hryðjuverkamannsins Carlos „sjakala“ en þáttaröðin naut mikillar hylli meðal gagnrýnenda sem áhorfenda. Síðustu þrjár kvikmyndir Assayas, Aprés maí (2012), Sils Maria (2014) og Personal Shopper (2016), hafa allar hlotið margvíslegar viðurkenningar. Fyrir þá síðastnefndu var Assayas verðlaunaður sem besti leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes, sem er einn æðsti heiður sem leikstjóra getur hlotnast. Á RIFF verður yfirlitssýning á verkum Assayas auk þess sem hann verður aðdáendum og ungu kvikmyndagerðarfólki innan handar á sérstökum masterclass-fyrirlestri. Tengdar fréttir Áhorfendur bauluðu eftir sýningu á nýjustu mynd Kristen Stewart í Cannes „Til að hafa það á hreinu, þá bauluðu ekki allir,“ sagði Kristen Stewart á blaðamannafundi eftir sýningu myndarinnar. 17. maí 2016 16:50 Pharrell er andlit nýjustu handtösku Chanel Söngvarinn slæst í hóp með Kristen Stewart, Cara Delevingne og Caroline de Maigret. Taskan ber nafnið Gabrielle. 27. apríl 2017 09:00 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Franski leikstjórinn Olivier Assayas verður einn af heiðursgestum RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, sem fram fer 28. september til 8. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Assayas hefur um árabil verði einn allra fremsti kvikmyndagerðarmaður Frakklands en eftir hann liggja tugir verka sem hlotið hafa fjölda viðurkenninga. Assayas sló í gegn á 10. áratug síðustu aldar með kvikmyndinni Irma Vep sem er marglaga listaverk ogóður leikstjórans til kvikmyndaborgarinnar Hong Kong. Eftir aldamót hefur Assayas notið fádæma velgengni en myndir á borð við Les Destinées sentimentales (2000), Demonlover (2002) og Clean (2004) voru allar tilnefndar til Gullpálmans í Cannes. Hann var einn þeirra 22 leiksjtóra sem fengu þann heiður að taka þátt í Paris, je t’aime (2006) og leikstýrði einnig sjónvarpsþáttaröðinni Carlos, sem fjallaði um ævistarf hryðjuverkamannsins Carlos „sjakala“ en þáttaröðin naut mikillar hylli meðal gagnrýnenda sem áhorfenda. Síðustu þrjár kvikmyndir Assayas, Aprés maí (2012), Sils Maria (2014) og Personal Shopper (2016), hafa allar hlotið margvíslegar viðurkenningar. Fyrir þá síðastnefndu var Assayas verðlaunaður sem besti leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes, sem er einn æðsti heiður sem leikstjóra getur hlotnast. Á RIFF verður yfirlitssýning á verkum Assayas auk þess sem hann verður aðdáendum og ungu kvikmyndagerðarfólki innan handar á sérstökum masterclass-fyrirlestri.
Tengdar fréttir Áhorfendur bauluðu eftir sýningu á nýjustu mynd Kristen Stewart í Cannes „Til að hafa það á hreinu, þá bauluðu ekki allir,“ sagði Kristen Stewart á blaðamannafundi eftir sýningu myndarinnar. 17. maí 2016 16:50 Pharrell er andlit nýjustu handtösku Chanel Söngvarinn slæst í hóp með Kristen Stewart, Cara Delevingne og Caroline de Maigret. Taskan ber nafnið Gabrielle. 27. apríl 2017 09:00 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Áhorfendur bauluðu eftir sýningu á nýjustu mynd Kristen Stewart í Cannes „Til að hafa það á hreinu, þá bauluðu ekki allir,“ sagði Kristen Stewart á blaðamannafundi eftir sýningu myndarinnar. 17. maí 2016 16:50
Pharrell er andlit nýjustu handtösku Chanel Söngvarinn slæst í hóp með Kristen Stewart, Cara Delevingne og Caroline de Maigret. Taskan ber nafnið Gabrielle. 27. apríl 2017 09:00