Ánægð með að líkið hafi fundist Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. ágúst 2017 06:00 Danskar björgunarsveitir aðstoðuðu í gær lögregluna við að leita að líkamshlutum af Kim Wall í Kalvebod Fælled í Kaupmannahöfn. Búkurinn fannst 21. ágúst. F vísir/epa Danska lögreglan hefur staðfest að búkurinn sem fannst við Amager á mánudaginn er hluti af jarðneskum leifum sænsku blaðakonunnar Kim Wall. DNA úr búknum var hið sama og fannst í hárbursta og tannbursta Wall. Jens Møller Jensen, sem stýrir rannsókninni á andláti Wall, segir að málmhlutur hafi verið festur við búkinn til að þyngja hann og síðan hafi búknum verið varpað í sjóinn. Wall sást síðast lifandi hinn 10. ágúst þegar hún fór af stað í kafbátsferð með uppfinningamanninum Peter Madsen. Unnusti hennar tilkynnti daginn eftir að hún hefði ekki skilað sér úr ferðinni. Nokkru seinna var kafbáturinn sokkinn. Madsen, sem hannaði og smíðaði kafbátinn, er nú grunaður um morð. Hann fullyrti upphaflega að hann hefði skilað Wall heilli á húfi nærri Kaupmannahöfn en síðan hefur hann breytt framburði sínum og sagt að hún hafi látist í slysi og hann hafi komið líkinu fyrir í sjónum. Danska lögreglan telur að Madsen hafi viljandi sökkt kafbátnum. Blóðblettir hafa fundist í bátnum og hafa DNA-próf sýnt að blóðið er úr Wall. Jensen vill ekki tjá sig neitt um dánarorsök en segir að réttarmeinafræðingar séu enn að rannsaka jarðnesku leifarnar. Fram hefur komið að útlimir hafi verið höggnir af búknum. Hann segir að lögreglan leiti enn að þeim líkamsleifum. Betina Hald Engmark, verjandi Madsens, segir að niðurstaða DNA-prófsins breyti engu varðandi skýringar Madsens. „Skjólstæðingur minn og ég lítum það bara jákvæðum augum, að búið sé að finna út úr því að það er Kim Wall sem fannst,“ sagði hún í samtali við Danmarks Radio. „Þessi DNA-samsvörun breytir því hins vegar ekki að skjólstæðingur minn segir að það hafi orðið slys,“ segir Engmark við danska blaðið BT. Verjandinn hafði áður gagnrýnt lögregluna fyrir að hafa tengt þessar jarðnesku leifar við Wall og kafbátinn í tilkynningu á Twitter án þess að geta stutt þá yfirlýsingu með rannsóknargögnum. „Ég gaf í skyn að það væri óeðlilegt af lögreglunni að fullyrða svona áður en staðreyndirnar lægju fyrir. En nú höfum við þær,“ sagði Engmark við BT. Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Morðið á Kim Wall Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Danska lögreglan hefur staðfest að búkurinn sem fannst við Amager á mánudaginn er hluti af jarðneskum leifum sænsku blaðakonunnar Kim Wall. DNA úr búknum var hið sama og fannst í hárbursta og tannbursta Wall. Jens Møller Jensen, sem stýrir rannsókninni á andláti Wall, segir að málmhlutur hafi verið festur við búkinn til að þyngja hann og síðan hafi búknum verið varpað í sjóinn. Wall sást síðast lifandi hinn 10. ágúst þegar hún fór af stað í kafbátsferð með uppfinningamanninum Peter Madsen. Unnusti hennar tilkynnti daginn eftir að hún hefði ekki skilað sér úr ferðinni. Nokkru seinna var kafbáturinn sokkinn. Madsen, sem hannaði og smíðaði kafbátinn, er nú grunaður um morð. Hann fullyrti upphaflega að hann hefði skilað Wall heilli á húfi nærri Kaupmannahöfn en síðan hefur hann breytt framburði sínum og sagt að hún hafi látist í slysi og hann hafi komið líkinu fyrir í sjónum. Danska lögreglan telur að Madsen hafi viljandi sökkt kafbátnum. Blóðblettir hafa fundist í bátnum og hafa DNA-próf sýnt að blóðið er úr Wall. Jensen vill ekki tjá sig neitt um dánarorsök en segir að réttarmeinafræðingar séu enn að rannsaka jarðnesku leifarnar. Fram hefur komið að útlimir hafi verið höggnir af búknum. Hann segir að lögreglan leiti enn að þeim líkamsleifum. Betina Hald Engmark, verjandi Madsens, segir að niðurstaða DNA-prófsins breyti engu varðandi skýringar Madsens. „Skjólstæðingur minn og ég lítum það bara jákvæðum augum, að búið sé að finna út úr því að það er Kim Wall sem fannst,“ sagði hún í samtali við Danmarks Radio. „Þessi DNA-samsvörun breytir því hins vegar ekki að skjólstæðingur minn segir að það hafi orðið slys,“ segir Engmark við danska blaðið BT. Verjandinn hafði áður gagnrýnt lögregluna fyrir að hafa tengt þessar jarðnesku leifar við Wall og kafbátinn í tilkynningu á Twitter án þess að geta stutt þá yfirlýsingu með rannsóknargögnum. „Ég gaf í skyn að það væri óeðlilegt af lögreglunni að fullyrða svona áður en staðreyndirnar lægju fyrir. En nú höfum við þær,“ sagði Engmark við BT.
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Morðið á Kim Wall Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira