Flytja H&M skiltið af Lækjartorgi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2017 14:43 Frá flutningnunum á Lækjartorgi um tvöleytið í dag. Vísir/Vilhelm Risavaxið auglýsingaskilti í formi innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunar H&M um helgina var fjarlægt af Lækjartorgi eftir hádegið. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir að með þessu sé verið að bregðast við þeirri gagnrýni sem auglýsingin hafi fengið. Skiltið verður flutt í Smáralind.Eiríkur Rögnvaldsson, prófesssor í íslenskri málfræði.Vísir/ValliÓhætt er að segja að skiltið hafi vaktið mikla athygli en því var komið fyrir á Lækjartorgi á mánudagsmorgun. Tilskilin leyfi höfðu fengist hjá borginni fyrir uppsetningunni og átti skiltið að fá að standa á torginu út mánuðinn. „Það kom mikil gagnrýni á þessa uppstillingu og við brugðumst því við með þessum hætti,“ segir Hjalti í samtali við Vísi. Gagnrýnin hefur komið fram á samfélagsmiðlum og vakti gagnrýni Eiríks Rögnvaldsson íslenskufræðings nokkra athygli. Borgin ekki stikkfrí „Enskan flæðir alls staðar yfir án þess að nokkur geri nokkuð í því og það veikir varnir íslenskunnar,“ sagði Eiríkur í færslu á Facebook í morgun. Þar færði hann rök fyrir því að Reykjavíkurborg bryti lög með því að leyfa pokanum að standa. Í ákvæði laga nr. 57/2005 segir að auglýsingar sem höfða eigi til íslenskra neytenda skuli vera á íslenskri tungu og segir Eiríkur augljóst að pokinn sé ætlaður íslenskum viðskiptavinum verslunarinnar. Borgin geti ekki þóst vera stikkfrí.Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg.Reykjavíkurborg„Borgin telur það greinilega ekki hlutverk sitt að sjá til þess að lög séu virt að þessu leyti,“ sagði Eiríkur og bætti því við að Neytendastofa hefði ekki svarað fyrirspurn han um hvað stofnunin geri til framfylgja lagaskyldu sinni í þessu efni. Skiltið fer í Smáralind Skiltið verður flutt í Smáralind þar sem H&M verður opnuð á laugardaginn. „Það sem við erum að gera núna er heildarendurskoðun á verkferlum varðandi veitingu leyfa,“ segir Hjalti um stöðu mála hjá borginni. Aðspurður hvað fulltrúum H&M hafi fundist um þessa ákvörðun borgarinnar að flytja skiltið af Lækjartorgi segir Hjalti að fulltrúarnir verði að svara því.Uppfært klukkan 16:02 Reykjavíkurborg hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Auglýsingin á Lækjartorgi hefði þurft frekari umfjöllun Mistök voru gerð milli skrifstofa hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar þegar veitt var leyfi fyrir H&M auglýsingu á Lækjargötu. Málið hefði þurft frekari umfjöllun þar sem um álitaefni er að ræða. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Hvorki er við birtingaraðila né H&M að sakast í þessu máli. Skiltið verður fjarlægt af Lækjartorgi í dag. Reykjavíkurborg hefur átt mjög gott samstarf við H&M eftir að mistökin voru ljós og vinnur H&M nú að því að finna nýja staðsetningu fyrir auglýsinguna. Unnið er að endurskoðun á ferlum og bættu verklagi í samræmi við reglur um afnot af borgarlandi vegna skilta og útstillinga, m.a. með innleiðingu á öflugu leyfiskerfi. H&M Tengdar fréttir Umdeildur innkaupapoki áfram á Lækjartorgi næstu daga Risavöxnum innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunarinnar H&M um næstu helgi var komið fyrir á Lækjartorgi í Reykjavík í morgun. Auglýsingin er umdeild en fær að standa fram yfir mánaðamótin. 21. ágúst 2017 22:13 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Risavaxið auglýsingaskilti í formi innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunar H&M um helgina var fjarlægt af Lækjartorgi eftir hádegið. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir að með þessu sé verið að bregðast við þeirri gagnrýni sem auglýsingin hafi fengið. Skiltið verður flutt í Smáralind.Eiríkur Rögnvaldsson, prófesssor í íslenskri málfræði.Vísir/ValliÓhætt er að segja að skiltið hafi vaktið mikla athygli en því var komið fyrir á Lækjartorgi á mánudagsmorgun. Tilskilin leyfi höfðu fengist hjá borginni fyrir uppsetningunni og átti skiltið að fá að standa á torginu út mánuðinn. „Það kom mikil gagnrýni á þessa uppstillingu og við brugðumst því við með þessum hætti,“ segir Hjalti í samtali við Vísi. Gagnrýnin hefur komið fram á samfélagsmiðlum og vakti gagnrýni Eiríks Rögnvaldsson íslenskufræðings nokkra athygli. Borgin ekki stikkfrí „Enskan flæðir alls staðar yfir án þess að nokkur geri nokkuð í því og það veikir varnir íslenskunnar,“ sagði Eiríkur í færslu á Facebook í morgun. Þar færði hann rök fyrir því að Reykjavíkurborg bryti lög með því að leyfa pokanum að standa. Í ákvæði laga nr. 57/2005 segir að auglýsingar sem höfða eigi til íslenskra neytenda skuli vera á íslenskri tungu og segir Eiríkur augljóst að pokinn sé ætlaður íslenskum viðskiptavinum verslunarinnar. Borgin geti ekki þóst vera stikkfrí.Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg.Reykjavíkurborg„Borgin telur það greinilega ekki hlutverk sitt að sjá til þess að lög séu virt að þessu leyti,“ sagði Eiríkur og bætti því við að Neytendastofa hefði ekki svarað fyrirspurn han um hvað stofnunin geri til framfylgja lagaskyldu sinni í þessu efni. Skiltið fer í Smáralind Skiltið verður flutt í Smáralind þar sem H&M verður opnuð á laugardaginn. „Það sem við erum að gera núna er heildarendurskoðun á verkferlum varðandi veitingu leyfa,“ segir Hjalti um stöðu mála hjá borginni. Aðspurður hvað fulltrúum H&M hafi fundist um þessa ákvörðun borgarinnar að flytja skiltið af Lækjartorgi segir Hjalti að fulltrúarnir verði að svara því.Uppfært klukkan 16:02 Reykjavíkurborg hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Auglýsingin á Lækjartorgi hefði þurft frekari umfjöllun Mistök voru gerð milli skrifstofa hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar þegar veitt var leyfi fyrir H&M auglýsingu á Lækjargötu. Málið hefði þurft frekari umfjöllun þar sem um álitaefni er að ræða. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Hvorki er við birtingaraðila né H&M að sakast í þessu máli. Skiltið verður fjarlægt af Lækjartorgi í dag. Reykjavíkurborg hefur átt mjög gott samstarf við H&M eftir að mistökin voru ljós og vinnur H&M nú að því að finna nýja staðsetningu fyrir auglýsinguna. Unnið er að endurskoðun á ferlum og bættu verklagi í samræmi við reglur um afnot af borgarlandi vegna skilta og útstillinga, m.a. með innleiðingu á öflugu leyfiskerfi.
H&M Tengdar fréttir Umdeildur innkaupapoki áfram á Lækjartorgi næstu daga Risavöxnum innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunarinnar H&M um næstu helgi var komið fyrir á Lækjartorgi í Reykjavík í morgun. Auglýsingin er umdeild en fær að standa fram yfir mánaðamótin. 21. ágúst 2017 22:13 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Umdeildur innkaupapoki áfram á Lækjartorgi næstu daga Risavöxnum innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunarinnar H&M um næstu helgi var komið fyrir á Lækjartorgi í Reykjavík í morgun. Auglýsingin er umdeild en fær að standa fram yfir mánaðamótin. 21. ágúst 2017 22:13