Launaþróun opinberra starfsmanna í þátíð og framtíð Guðríður Arnardóttir skrifar 23. ágúst 2017 10:15 Fyrir nær tveimur árum var gert samkomulag meðal aðila vinnumarkaðarins um svokallaðan SALEK-ramma. Samkomulagið fól í sér að launaþróun skyldi fylgja ákveðnum leikreglum og ekki fara upp fyrir það sem samfélagið getur borið án þess að launahækkanir brenni upp í verðbólgu. Þannig skyldi útflutningsgeirinn semja fyrst með hliðsjón af samkeppnisstöðu og því rými sem samfélagið hefur til launahækkana á hverjum tíma. Svo illa vildi til fyrir suma að upphafsreitur þessa samkomulags var valinn haustið 2013. Á þessum tímapunkti var launasetning framhaldsskólakennara einna verst í sögu starfsstéttarinnar. Í kjölfarið gerðu framhaldsskólakennarar kjarasamning sem færði þeim leiðréttingar á launum og nær öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum ríkisins. Sé launaþróun framhaldsskólakennara skoðuð í þessu samhengi sést að við höfum lítið gert meira en halda sjó gagnvart öðrum hópum háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Og nú þegar líður að samningahausti þar sem margar stéttir opinberra starfsmanna eru með lausa samninga eru raddirnar farnar að hljóma sem telja ekkert rými til frekari launahækkana og þá sérstaklega opinberra starfsmanna. Á tíu ára tímabili hefur hér verið góðæri, hrun, kreppa og allt þar á milli og aldrei rétti tíminn til að hækka laun opinberra starfsmanna. Enn á ný fáum við fréttir af atgervisflótta úr röðum opinberra starfsmanna, af fólki sem hverfur til annarra og betur launaðra starfa því hið opinbera er ekki samkeppnishæft um starfsfólk. Þetta er gömul saga og ný. En það er eitt sem hefur breyst og það er sú staðreynd að nýlega breytti Alþingi lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Nú hafa lífeyrisréttindi verið jöfnuð á milli markaða með talsverðum réttindabótum á almennum markaði en skerðingu réttinda á opinbera markaðnum. Og þegar Alþingi breytti lögunum, þvert gegn vilja þeirra sem aðild eiga að sjóðnum, var því lofað að laun skyldi að sama skapi jafna á milli markaða. Án þess að nefna tiltekna prósentu er ljóst að opinberir starfsmenn eru eftirbátar félaga sinna á almennum markaði í launum að teknu tilliti til menntunar og ábyrgðar. Því er það deginum ljósara að opinberir starfsmenn þurfa að hækka meira en launþegar á almennum markaði í komandi kjarasamningum. Stjórnvöld verða að leggja fram raunhæfa aðgerðaáætlun um hvernig skuli jafna laun á milli markaða. Það þarf að sjá merki þess í komandi kjarasamningum. Almenni markaðurinn verður að sýna því skilning að launajöfnun feli það í sér tímabundið að opinberir starfsmenn hækki meira en aðrir aðilar vinnumarkaðarins. Enda hljóta þeir og aðrir að sjá að það er nákvæmlega ekkert réttlæti í núverandi launamismunun milli markaða, nú þegar ekki er lengur hægt að bera því við að opinberir starfsmenn búi við meiri lífeyrisréttindi. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Fyrir nær tveimur árum var gert samkomulag meðal aðila vinnumarkaðarins um svokallaðan SALEK-ramma. Samkomulagið fól í sér að launaþróun skyldi fylgja ákveðnum leikreglum og ekki fara upp fyrir það sem samfélagið getur borið án þess að launahækkanir brenni upp í verðbólgu. Þannig skyldi útflutningsgeirinn semja fyrst með hliðsjón af samkeppnisstöðu og því rými sem samfélagið hefur til launahækkana á hverjum tíma. Svo illa vildi til fyrir suma að upphafsreitur þessa samkomulags var valinn haustið 2013. Á þessum tímapunkti var launasetning framhaldsskólakennara einna verst í sögu starfsstéttarinnar. Í kjölfarið gerðu framhaldsskólakennarar kjarasamning sem færði þeim leiðréttingar á launum og nær öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum ríkisins. Sé launaþróun framhaldsskólakennara skoðuð í þessu samhengi sést að við höfum lítið gert meira en halda sjó gagnvart öðrum hópum háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Og nú þegar líður að samningahausti þar sem margar stéttir opinberra starfsmanna eru með lausa samninga eru raddirnar farnar að hljóma sem telja ekkert rými til frekari launahækkana og þá sérstaklega opinberra starfsmanna. Á tíu ára tímabili hefur hér verið góðæri, hrun, kreppa og allt þar á milli og aldrei rétti tíminn til að hækka laun opinberra starfsmanna. Enn á ný fáum við fréttir af atgervisflótta úr röðum opinberra starfsmanna, af fólki sem hverfur til annarra og betur launaðra starfa því hið opinbera er ekki samkeppnishæft um starfsfólk. Þetta er gömul saga og ný. En það er eitt sem hefur breyst og það er sú staðreynd að nýlega breytti Alþingi lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Nú hafa lífeyrisréttindi verið jöfnuð á milli markaða með talsverðum réttindabótum á almennum markaði en skerðingu réttinda á opinbera markaðnum. Og þegar Alþingi breytti lögunum, þvert gegn vilja þeirra sem aðild eiga að sjóðnum, var því lofað að laun skyldi að sama skapi jafna á milli markaða. Án þess að nefna tiltekna prósentu er ljóst að opinberir starfsmenn eru eftirbátar félaga sinna á almennum markaði í launum að teknu tilliti til menntunar og ábyrgðar. Því er það deginum ljósara að opinberir starfsmenn þurfa að hækka meira en launþegar á almennum markaði í komandi kjarasamningum. Stjórnvöld verða að leggja fram raunhæfa aðgerðaáætlun um hvernig skuli jafna laun á milli markaða. Það þarf að sjá merki þess í komandi kjarasamningum. Almenni markaðurinn verður að sýna því skilning að launajöfnun feli það í sér tímabundið að opinberir starfsmenn hækki meira en aðrir aðilar vinnumarkaðarins. Enda hljóta þeir og aðrir að sjá að það er nákvæmlega ekkert réttlæti í núverandi launamismunun milli markaða, nú þegar ekki er lengur hægt að bera því við að opinberir starfsmenn búi við meiri lífeyrisréttindi. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun