Styttum vinnuvikuna í 36 stundir Elín Björg Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2017 07:00 Ný rannsókn Hagstofu Íslands staðfestir það sem fyrri rannsóknir sýna, að karlar vinni lengri vinnuviku en konur og rúmlega tvöfalt fleiri konur en karlar vinna hlutastörf. Þrátt fyrir að þetta hafi verið staðan síðustu áratugi hefur lítið sem ekkert verið gert til að bregðast við þessum mun. Á þeirri tæplega hálfu öld sem liðin er frá því að fjörutíu stunda vinnuvika var lögfest hefur samfélagið tekið miklum breytingum. Ein af þeim breytingum er verulega aukin atvinnuþátttaka kvenna. Við þekkjum vel fjölmörg neikvæð áhrif af löngum vinnudögum. Við vitum að hætt er við streitu, álagi og veikindum þegar fólk sem vinnur langan vinnudag reynir að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Það hefur augljós áhrif að konur séu frekar í hlutastörfum en karlar. Tekjur þeirra eru lægri en tekjur karla og ellilífeyririnn sömuleiðis. En það er ástæða fyrir því að konur leita frekar í hlutastörf. Karlar sem vinna hlutastörf gera það einkum vegna veikinda. Konur sækja í hlutastörf til að hafa sveigjanleika til að sinna heimili og uppeldi barna, en þar axla konur enn þann dag í dag ríkari ábyrgð en karlar. Þá er mikill meirihluti þeirra sem starfa við umönnun og í heilbrigðisgeiranum konur. Þær kjósa almennt að minnka vinnutímann til að draga úr álagi og jafna sig milli vakta. Þannig taka þær á sig ábyrgðina af því að tryggja andlegt og líkamlegt heilbrigði og koma í veg fyrir fjarveru vegna neikvæðra áhrifa vinnutímans. Viðhorf Íslendinga til vinnu er að taka breytingum. Yngsta kynslóðin á vinnumarkaði, karlar jafnt sem konur, leggur ríka áherslu á sveigjanlegan vinnutíma og velur sér störf eftir því. Eftir stendur spurningin um hvernig við sem samfélag ætlum að mæta þessum breyttu áherslum. BSRB hefur barist fyrir því að vinnuvikan verði stytt úr fjörutíu stundum í 36. Bandalagið vinnur nú að tilraunaverkefnum ásamt Reykjavíkurborg og ríkinu til að kanna áhrif slíkra breytinga. Með því að fækka vinnustundunum má taka mikilvægt skref í að breyta vinnumenningunni og auka jafnrétti á vinnumarkaði. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Ný rannsókn Hagstofu Íslands staðfestir það sem fyrri rannsóknir sýna, að karlar vinni lengri vinnuviku en konur og rúmlega tvöfalt fleiri konur en karlar vinna hlutastörf. Þrátt fyrir að þetta hafi verið staðan síðustu áratugi hefur lítið sem ekkert verið gert til að bregðast við þessum mun. Á þeirri tæplega hálfu öld sem liðin er frá því að fjörutíu stunda vinnuvika var lögfest hefur samfélagið tekið miklum breytingum. Ein af þeim breytingum er verulega aukin atvinnuþátttaka kvenna. Við þekkjum vel fjölmörg neikvæð áhrif af löngum vinnudögum. Við vitum að hætt er við streitu, álagi og veikindum þegar fólk sem vinnur langan vinnudag reynir að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Það hefur augljós áhrif að konur séu frekar í hlutastörfum en karlar. Tekjur þeirra eru lægri en tekjur karla og ellilífeyririnn sömuleiðis. En það er ástæða fyrir því að konur leita frekar í hlutastörf. Karlar sem vinna hlutastörf gera það einkum vegna veikinda. Konur sækja í hlutastörf til að hafa sveigjanleika til að sinna heimili og uppeldi barna, en þar axla konur enn þann dag í dag ríkari ábyrgð en karlar. Þá er mikill meirihluti þeirra sem starfa við umönnun og í heilbrigðisgeiranum konur. Þær kjósa almennt að minnka vinnutímann til að draga úr álagi og jafna sig milli vakta. Þannig taka þær á sig ábyrgðina af því að tryggja andlegt og líkamlegt heilbrigði og koma í veg fyrir fjarveru vegna neikvæðra áhrifa vinnutímans. Viðhorf Íslendinga til vinnu er að taka breytingum. Yngsta kynslóðin á vinnumarkaði, karlar jafnt sem konur, leggur ríka áherslu á sveigjanlegan vinnutíma og velur sér störf eftir því. Eftir stendur spurningin um hvernig við sem samfélag ætlum að mæta þessum breyttu áherslum. BSRB hefur barist fyrir því að vinnuvikan verði stytt úr fjörutíu stundum í 36. Bandalagið vinnur nú að tilraunaverkefnum ásamt Reykjavíkurborg og ríkinu til að kanna áhrif slíkra breytinga. Með því að fækka vinnustundunum má taka mikilvægt skref í að breyta vinnumenningunni og auka jafnrétti á vinnumarkaði. Höfundur er formaður BSRB.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar