Þurftu ítrekað að henda unglingum úr yfirgefnu húsi í miðborginni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. ágúst 2017 12:04 Heljarinnar hip hop tónlistarhátíð fór fram á Ingólfstorgi í gær. Vísir/andri marinó Á annað hundrað þúsund manns var í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt þegar mest var í gærkvöldi en dagskráin náði hámarki uppúr klukkan ellefu með glæsilegri flugeldasýningu. Þó nokkur erill var hjá lögreglu og slökkviliði og segir yfirlögregluþjónn að eitthvað hafi verið um unglingadrykkju. Mikil stemmning og gleði einkenndi Menningarnótt í gær og lék veðrið við hátíðargesti sem sóttu tónlistarviðburði meðal annars í Hljómskálagarðinum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var að aðsókn í miðbæinn jöfn og þétt frá hádegi og fram á kvöld. Lögreglan segir að töluverður erill hafi verið í gærkvöldi og í nótt og segir Ásgeir Þór Ásgeisson, yfirlögregluþjónn, að flest útköllin hafi tengst ölvun. „Þetta gekk bara nokkuð vel. Það var mikið að gera hjá lögreglu á milli klukkan 19 í gærkvöldi og fram að flugeldasýningu,“ segir Ásgeir og bætir við að flest útköllin hafi tengst tónlistarhátið sem fram fór á Ingólfstorgi. Um er að ræða „Hip Hop Hátíð Menningarnætur“. Eitthvað hafi verið um smá pústra en málin að öðru leyti ekki talin alvarleg.Fjölmargir klifruðu upp á hús Seðlabankans til að tryggja sér gott útsýni fyrir flugeldasýninguna.Vísir/Andri marinóKomu sér fyrir í yfirgefinni bygginguMikill fjöldi unglinga sóttu tónleikana á Ingólfstorgi og þurfti lögreglan nokkrum sinnum að rýma yfirgefna byggingu sem stendur við Ingólfstorg þar sem unglingar höfðu komið sér fyrir. Ásgeir segir að eitthvað hafi verið um unglingadrykkju. „Við vorum með í áætlunum okkar að reyna að hefta þetta með því að fara snemma af stað og hella niður. Það gekk svo sem ágætlega,“ segir Ásgeir. Nokkrir foreldrar hafi þurft að koma og sækja börnin sín. Þegar dagskrá Menningarnætur lauk eftir flugeldasýningu var mikil umferð úr miðborginni og segir Ásgeir hana hafa gengið áfallalaust. „Miðað við þennan geysilega fjölda í miðbænum þá gekk þetta, vægt til orða tekið, mjög vel. Mesti kúfurinn var á svona rúmlega klukkustund og eftir einn og hálfan tíma var þetta komið í eðlilegt skipulag.“Lögregla hafði í nógu að snúast en gaf sér líka tíma til að sinna aðdáendum.Vísir/Andri MarinóFangageymslur fullar Ásgeir segir að flest mál sem komu upp í nótt hafi tengst ölvun eða ástand fólks. Þá séu allar fangageymslur lögreglunnar á Hverifsgötu fullar og þurfti að færa suma í fangaklefa í Hafnarfirði. „En samkvæmt mínum heimildum er ekki um að ræða nein stórmál, fólk er þarna sökum ástands,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá þurfti slökkvilið að sinna 60 sjúkraflutningum í nótt. Varðstjóri segir það heldur meira en á venjulegu laugardagskvöldi. Menningarnótt Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Á annað hundrað þúsund manns var í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt þegar mest var í gærkvöldi en dagskráin náði hámarki uppúr klukkan ellefu með glæsilegri flugeldasýningu. Þó nokkur erill var hjá lögreglu og slökkviliði og segir yfirlögregluþjónn að eitthvað hafi verið um unglingadrykkju. Mikil stemmning og gleði einkenndi Menningarnótt í gær og lék veðrið við hátíðargesti sem sóttu tónlistarviðburði meðal annars í Hljómskálagarðinum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var að aðsókn í miðbæinn jöfn og þétt frá hádegi og fram á kvöld. Lögreglan segir að töluverður erill hafi verið í gærkvöldi og í nótt og segir Ásgeir Þór Ásgeisson, yfirlögregluþjónn, að flest útköllin hafi tengst ölvun. „Þetta gekk bara nokkuð vel. Það var mikið að gera hjá lögreglu á milli klukkan 19 í gærkvöldi og fram að flugeldasýningu,“ segir Ásgeir og bætir við að flest útköllin hafi tengst tónlistarhátið sem fram fór á Ingólfstorgi. Um er að ræða „Hip Hop Hátíð Menningarnætur“. Eitthvað hafi verið um smá pústra en málin að öðru leyti ekki talin alvarleg.Fjölmargir klifruðu upp á hús Seðlabankans til að tryggja sér gott útsýni fyrir flugeldasýninguna.Vísir/Andri marinóKomu sér fyrir í yfirgefinni bygginguMikill fjöldi unglinga sóttu tónleikana á Ingólfstorgi og þurfti lögreglan nokkrum sinnum að rýma yfirgefna byggingu sem stendur við Ingólfstorg þar sem unglingar höfðu komið sér fyrir. Ásgeir segir að eitthvað hafi verið um unglingadrykkju. „Við vorum með í áætlunum okkar að reyna að hefta þetta með því að fara snemma af stað og hella niður. Það gekk svo sem ágætlega,“ segir Ásgeir. Nokkrir foreldrar hafi þurft að koma og sækja börnin sín. Þegar dagskrá Menningarnætur lauk eftir flugeldasýningu var mikil umferð úr miðborginni og segir Ásgeir hana hafa gengið áfallalaust. „Miðað við þennan geysilega fjölda í miðbænum þá gekk þetta, vægt til orða tekið, mjög vel. Mesti kúfurinn var á svona rúmlega klukkustund og eftir einn og hálfan tíma var þetta komið í eðlilegt skipulag.“Lögregla hafði í nógu að snúast en gaf sér líka tíma til að sinna aðdáendum.Vísir/Andri MarinóFangageymslur fullar Ásgeir segir að flest mál sem komu upp í nótt hafi tengst ölvun eða ástand fólks. Þá séu allar fangageymslur lögreglunnar á Hverifsgötu fullar og þurfti að færa suma í fangaklefa í Hafnarfirði. „En samkvæmt mínum heimildum er ekki um að ræða nein stórmál, fólk er þarna sökum ástands,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá þurfti slökkvilið að sinna 60 sjúkraflutningum í nótt. Varðstjóri segir það heldur meira en á venjulegu laugardagskvöldi.
Menningarnótt Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira