Birkir: Terry hefur verið frábær innan sem utan vallar 31. ágúst 2017 13:00 Birkir á æfingunni í morgun. Vísir/ÓskarÓ Birkir Bjarnason er vongóður um að íslenska liðið leggi það finnska að velli í undankeppni HM 2018 en liðin mætast í Helsinki á laugardag. Íslenska liðið æfði í morgun og leikmenn ræddu við fjölmiðla um leikinn mikilvæga. Ísland er í frábærri stöðu í undankeppninni en strákarnir eru jafnir Króatíu á toppi riðilsins eftir sigur á Króötum í byrjun júní. Fyrir ári síðan vann Ísland svo ævintýralegan 3-2 sigur á Finnlandi á heimavelli eftir að hafa verið 2-1 undir þegar lítið var eftir af leiknum. „Leikurinn gegn Króatíu var frábær og vonandi höldum við áfram á þessari braut,“ sagði Birkir í samtali við Vísi í morgun. Hann hefur ekki áhyggjur af því að það verði erfitt að komast aftur niður á jörðiuna eftir þann góða sigur. „Við höfum áður spilað á móti góðum liðum og unnið þau. Þá þurftum við að koma okkur snöggt niður á jörðina aftur og ég held að það verði ekkert öðruvísi núna.“ Hann segir að Finnland sé með hörkulið og að engir leikir séu léttir í þessum sterka riðli Íslands. „Við verðum að vera einbeittir hverja einustu mínútu í öllum leikjum. Við sáum að við vorum í basli með Finna síðast og þó svo að það hafi verið mjög sætt að vinna þá í lokin vil ég frekar vinna leiki fyrr,“ sagði Birkir.Terry í leik með Aston Villa.Vísir/GettyFerill Terry talar sínu máli Birkir kom til Aston Villa í upphafi ársins og missti af síðustu vikum síðasta tímabis vegna meiðsla. Hann hefur einu sinni verið byrjuanrliðsmaður með Aston Villa á nýju tímabili og vonast til að fá fleiri tækifæri. „Mér líður vel hjá Aston Villa. Þetta hefur ekki farið nógu vel af stað, hvorki hjá liðinu eða mér persónulega en þetta hefur gengið betur hjá mér persónulega í síðustu leikjum og ég vona að ég fái tækifæri að sýna hvað ég get,“ sagði Birkir. John Terry kom til félagsins frá Chelsea í sumar og Birkir ber honum söguna vel. „Hann er frábær. Mjög fínn. Góður leiðtogi og góður á æfingum sem og í klefanum. Hann er líka búinn að vera frábær inni á vellinum líka,“ segir Birkir. „Það vita allir hvað hann getur enda talar ferillinn hans sínu máli. Hann er enn frábær leikmaður.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Arnar Björnsson tók við Birki fyrir Stöð 2 í morgun. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Sjá meira
Birkir Bjarnason er vongóður um að íslenska liðið leggi það finnska að velli í undankeppni HM 2018 en liðin mætast í Helsinki á laugardag. Íslenska liðið æfði í morgun og leikmenn ræddu við fjölmiðla um leikinn mikilvæga. Ísland er í frábærri stöðu í undankeppninni en strákarnir eru jafnir Króatíu á toppi riðilsins eftir sigur á Króötum í byrjun júní. Fyrir ári síðan vann Ísland svo ævintýralegan 3-2 sigur á Finnlandi á heimavelli eftir að hafa verið 2-1 undir þegar lítið var eftir af leiknum. „Leikurinn gegn Króatíu var frábær og vonandi höldum við áfram á þessari braut,“ sagði Birkir í samtali við Vísi í morgun. Hann hefur ekki áhyggjur af því að það verði erfitt að komast aftur niður á jörðiuna eftir þann góða sigur. „Við höfum áður spilað á móti góðum liðum og unnið þau. Þá þurftum við að koma okkur snöggt niður á jörðina aftur og ég held að það verði ekkert öðruvísi núna.“ Hann segir að Finnland sé með hörkulið og að engir leikir séu léttir í þessum sterka riðli Íslands. „Við verðum að vera einbeittir hverja einustu mínútu í öllum leikjum. Við sáum að við vorum í basli með Finna síðast og þó svo að það hafi verið mjög sætt að vinna þá í lokin vil ég frekar vinna leiki fyrr,“ sagði Birkir.Terry í leik með Aston Villa.Vísir/GettyFerill Terry talar sínu máli Birkir kom til Aston Villa í upphafi ársins og missti af síðustu vikum síðasta tímabis vegna meiðsla. Hann hefur einu sinni verið byrjuanrliðsmaður með Aston Villa á nýju tímabili og vonast til að fá fleiri tækifæri. „Mér líður vel hjá Aston Villa. Þetta hefur ekki farið nógu vel af stað, hvorki hjá liðinu eða mér persónulega en þetta hefur gengið betur hjá mér persónulega í síðustu leikjum og ég vona að ég fái tækifæri að sýna hvað ég get,“ sagði Birkir. John Terry kom til félagsins frá Chelsea í sumar og Birkir ber honum söguna vel. „Hann er frábær. Mjög fínn. Góður leiðtogi og góður á æfingum sem og í klefanum. Hann er líka búinn að vera frábær inni á vellinum líka,“ segir Birkir. „Það vita allir hvað hann getur enda talar ferillinn hans sínu máli. Hann er enn frábær leikmaður.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Arnar Björnsson tók við Birki fyrir Stöð 2 í morgun.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Sjá meira