Hlynur: Ég verð stoltur af þessu sama hvað gerist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 09:00 „Mér finnst svona hótellíf vera ágætt. Að vera með strákunum að gera eitthvað en auðvitað er kominn spenningur“, segir fyrirliðinn Hlynur Bæringsson í samtali við Arnar Björnsson er framundan er fyrsti leikur íslenska körfuboltalandsliðsins á EM í Helsinki. En er ekki hundleiðinlegt að þurfa að bíða eftir því að mótið hefjist? „Sá hluti er kannski ekki skemmtilegur en við reynum að gera okkur til dundurs inná milli þannig að okkur leiðist ekkert,“ sagði Hlynur. Hvað er hægt að gera gegn þessu geysisterka gríska liði? „Vonandi eitthvað, þeir eru gríðarlega sterkir. Þetta er risaverkefni, það er ekki hægt að neita því. En þetta eru manneskjur eins og ég og þú sem gera sín mistök og við erum búnir að skoða þá svolítið. Þeir gera feila eins og við hinir en vonandi getum við nýtt okkur en við vitum að við þurfum að eiga rosa góðan leik,“ sagði Hlynur. Hversu góðan? „Ef við ætlum að vinna Grikki þurfum við að eiga besta landsleik sem Ísland hefur spilað að minnsta kosti á mínum tíma,“ sagði Hlynur. Hlynur var með í Berlín fyrir tveimur árum og hefur því samanburðinn. „Allt í kringum þetta er svolítið svipað en aðeins stærra í Berlín. Við mætum til leiks sem litla liðið,“ sagði Hlynur. „Þetta er mjög sterkur riðill með mörgum sterkum leikmönnum. Munurinn hjá okkur er sá að við erum aðeins rólegri og ekki eins yfirspenntir. Ég man eftir fyrsta leiknum í Berlín þá var maður kannski svolítið yfirspenntur og maður réð ekki alveg við sig. Flestir okkar eru ekki að spila í þessu umhverfi. Jón Arnór hafði kynnst þessari umgjörð. Ég vona að við séum aðeins rólegri en mótið sjálft virðist nokkuð svipað. Vel að öllu staðið,“ sagði Hlynur. Þetta er reynsla sem gleymist líklega seint? „Sama hvernig fer ég verð stoltur af þessu alveg sama hvað gerist. Þrátt fyrir að hafa tapað öllum leikjunum í Berlín þá er það samt einn af hápunktum á mínum ferli eins furðulega og það hljómar. Að fara með fimm tapleiki út úr þeirri keppni þá leið mér betur en eftir marga sigurleiki,“ sagði Hlynur að lokum. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Sjá meira
„Mér finnst svona hótellíf vera ágætt. Að vera með strákunum að gera eitthvað en auðvitað er kominn spenningur“, segir fyrirliðinn Hlynur Bæringsson í samtali við Arnar Björnsson er framundan er fyrsti leikur íslenska körfuboltalandsliðsins á EM í Helsinki. En er ekki hundleiðinlegt að þurfa að bíða eftir því að mótið hefjist? „Sá hluti er kannski ekki skemmtilegur en við reynum að gera okkur til dundurs inná milli þannig að okkur leiðist ekkert,“ sagði Hlynur. Hvað er hægt að gera gegn þessu geysisterka gríska liði? „Vonandi eitthvað, þeir eru gríðarlega sterkir. Þetta er risaverkefni, það er ekki hægt að neita því. En þetta eru manneskjur eins og ég og þú sem gera sín mistök og við erum búnir að skoða þá svolítið. Þeir gera feila eins og við hinir en vonandi getum við nýtt okkur en við vitum að við þurfum að eiga rosa góðan leik,“ sagði Hlynur. Hversu góðan? „Ef við ætlum að vinna Grikki þurfum við að eiga besta landsleik sem Ísland hefur spilað að minnsta kosti á mínum tíma,“ sagði Hlynur. Hlynur var með í Berlín fyrir tveimur árum og hefur því samanburðinn. „Allt í kringum þetta er svolítið svipað en aðeins stærra í Berlín. Við mætum til leiks sem litla liðið,“ sagði Hlynur. „Þetta er mjög sterkur riðill með mörgum sterkum leikmönnum. Munurinn hjá okkur er sá að við erum aðeins rólegri og ekki eins yfirspenntir. Ég man eftir fyrsta leiknum í Berlín þá var maður kannski svolítið yfirspenntur og maður réð ekki alveg við sig. Flestir okkar eru ekki að spila í þessu umhverfi. Jón Arnór hafði kynnst þessari umgjörð. Ég vona að við séum aðeins rólegri en mótið sjálft virðist nokkuð svipað. Vel að öllu staðið,“ sagði Hlynur. Þetta er reynsla sem gleymist líklega seint? „Sama hvernig fer ég verð stoltur af þessu alveg sama hvað gerist. Þrátt fyrir að hafa tapað öllum leikjunum í Berlín þá er það samt einn af hápunktum á mínum ferli eins furðulega og það hljómar. Að fara með fimm tapleiki út úr þeirri keppni þá leið mér betur en eftir marga sigurleiki,“ sagði Hlynur að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Sjá meira