Pavel: Verður geggjað að labba inná völlinn og sjá allt fólkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2017 09:30 Pavel Ermolinskij á æfingu íslenska liðsins út í Helsinki. Vísir/ÓskarÓ Pavel Ermolinskij og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að byrja að spila fyrir framan „bláa hafið“ í höllinni í Helsinki. „Nú er loksins komið að þessu. Þetta er búið að vera langt sumar, margar æfingar og löng ferðalög. Núna er maður kominn í alvöruna og finnur fyrir spennunni sem maður fann fyrir síðast. Þetta er bara geggjað. Tilhlökkunin er mikil og maður bíður eftir fyrsta leiknum. Við tókum góða æfingu í dag og núna hefst niðurtalningin,“ sagði Pavel Ermolinskij í samtali við Arnar Björnsson eftir æfingu íslenska liðsins í gær. Pavel var með á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Arnar fékk hann til að rifja upp ævintýrið frá í Berlín fyrir tveimur árum og spurði hann hvort stemningin núna væri svipuð? „Jú vissulega en við erum komnir með meiri reynslu. Menn eru farnir að haga sér eins og þeir eigi heima í keppninni. Það er gott hugarfar sem vantaði kannski síðast. Þá vorum við kannski fullpeppaðir og adrenalínið full mikið. Núna erum við kannski rólegri því við vitum út í hvað við erum að fara. Á sama tíma erum við meðvitaðir um að þessi geðveiki þarf að vera til staðar. Ef við náum að samtvinna þessa hluti þá erum við til alls líklegir,“ sagði Pavel. Íslenskir stuðningsmenn fjölmenna nú til Helsinki til að styðja á bak við íslenska liðinu. Liðið fær því örugglega mikinn stuðning frá íslenskum áhorfendum og það hlýtur að gefa ykkur mikinn kraft? „Ég held að það verði geggjað að labba inná völlinn og sjá allt fólkið. Eins og þetta var síðast þá þekkti maður hvert andlit í stúkunni. Það var mjög heimilslegt. Hinar þjóðirnar hafa þetta ekki. Vinir, fjölskyldur og allir sem maður þekkir eru á staðnum. Þetta verða því mjög persónulegir leikir fyrir okkur. Það á eftir að drífa okkur áfram að gefast aldrei upp hvernig sem staðan er“, sagði Pavel Ermolinskij. Hann líkt og aðrir leikmenn liðsins bíða því spenntir eftir fyrsta leiknum gegn Grikkjum á morgun. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Pavel Ermolinskij og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að byrja að spila fyrir framan „bláa hafið“ í höllinni í Helsinki. „Nú er loksins komið að þessu. Þetta er búið að vera langt sumar, margar æfingar og löng ferðalög. Núna er maður kominn í alvöruna og finnur fyrir spennunni sem maður fann fyrir síðast. Þetta er bara geggjað. Tilhlökkunin er mikil og maður bíður eftir fyrsta leiknum. Við tókum góða æfingu í dag og núna hefst niðurtalningin,“ sagði Pavel Ermolinskij í samtali við Arnar Björnsson eftir æfingu íslenska liðsins í gær. Pavel var með á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Arnar fékk hann til að rifja upp ævintýrið frá í Berlín fyrir tveimur árum og spurði hann hvort stemningin núna væri svipuð? „Jú vissulega en við erum komnir með meiri reynslu. Menn eru farnir að haga sér eins og þeir eigi heima í keppninni. Það er gott hugarfar sem vantaði kannski síðast. Þá vorum við kannski fullpeppaðir og adrenalínið full mikið. Núna erum við kannski rólegri því við vitum út í hvað við erum að fara. Á sama tíma erum við meðvitaðir um að þessi geðveiki þarf að vera til staðar. Ef við náum að samtvinna þessa hluti þá erum við til alls líklegir,“ sagði Pavel. Íslenskir stuðningsmenn fjölmenna nú til Helsinki til að styðja á bak við íslenska liðinu. Liðið fær því örugglega mikinn stuðning frá íslenskum áhorfendum og það hlýtur að gefa ykkur mikinn kraft? „Ég held að það verði geggjað að labba inná völlinn og sjá allt fólkið. Eins og þetta var síðast þá þekkti maður hvert andlit í stúkunni. Það var mjög heimilslegt. Hinar þjóðirnar hafa þetta ekki. Vinir, fjölskyldur og allir sem maður þekkir eru á staðnum. Þetta verða því mjög persónulegir leikir fyrir okkur. Það á eftir að drífa okkur áfram að gefast aldrei upp hvernig sem staðan er“, sagði Pavel Ermolinskij. Hann líkt og aðrir leikmenn liðsins bíða því spenntir eftir fyrsta leiknum gegn Grikkjum á morgun.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira