Umræða um Hvalárvirkjun á villigötum Tómas Guðbjartsson skrifar 8. september 2017 07:00 Undanfarið hefur fyrirhuguð Hvalárvirkjun á Ströndum verið mikið til umræðu, ekki síst eftir að við Ólafur Már Björnsson augnlæknir ákváðum að birta myndir á Facebook af fossum sem verða undir verði virkjunin að veruleika. Átakið köllum við #fossadagatal á Ströndum undir formerkjum #LifiNatturan, en við ráðgerum að birta myndir af einum fossi á dag í 30 daga. Með þessu viljum við kynna fyrir almenningi, ráðamönnum og þeim sem koma að þessari umdeildu framkvæmd hvað er í húfi. Og það gerum við á forsendum náttúrunnar. Ástæðan er sú að okkur hefur fundist skorta mjög á upplýsingagjöf um framkvæmdina og við teljum að náttúran á þessu stórkostlega svæði hafi ekki fengið að njóta vafans. Við erum ekki aðeins að beina spjótum okkar að framkvæmdaaðilum virkjunarinnar, HS Orku og Vesturverki, heldur ekki síður þeim sem veitt hafa virkjuninni brautargengi í Rammaáætlun og sveitarstjórn Árneshrepps. Einnig truflar okkur að eigandi Eyvindarfjarðarár sé ítalskur huldu-barónn sem selt hefur vatnsréttindi sín til kanadísks milljarðamærings, Ross Beaty, sem er eigandi 68% hlutar í HS Orku - fyrirtækis sem síðan á 70% í Vesturverki, framkvæmdaaðila virkjunarinnar. Því er vandséð að íslenskir eða vestfirskir hagsmunir séu í forgangi.Ófrægingarherferð hagsmunaaðila Það er ekkert launungarmál að við vildum ná athygli með fossadagatalinu - átaki sem við kostum að öllu leyti sjálfir. Það gleður okkur hversu margir hafa sýnt því áhuga. En því miður fylgir oft böggull skammrifi – því að umræðan um fossadagatalið, og þá sérstaklega á Vestfjörðum, hefur algjörlega snúist á hvolf og fókusinn frekar snúist um mig, starf mitt og persónu heldur en málefnið. Þannig er fullyrt að á samfélagsmiðlum að ég sé „lattelepjandi íbúi í 101 Reykjavík“ og „óvinur Vestfjarða“ sem ekki ætti að „skipta mér af framtíð landshluta sem mér komi ekki við“. Í þessu samhengi vil ég minna á að faðir minn er fæddur á Vestfjörðum, þar búa mörg ættmenni mín og þarna hef ég starfað sem læknir, bæði sumur og vetur. Öllu langsóttara er þó að færni mín sem skurðlæknis eða skortur á henni sé tengd þessari umræðu eða sett spurningarmerki við kynhneigð mína eins og hún komi þessu máli við. Fyrrverandi alþingismenn og ritstjórar segja okkur Ólaf með „upplásið egó“ og formaður bæjarráðs Ísafjarðar hryndur af stað herferð þar sem ég er sakaður um að vera „mikilvægari en aðrir“, „tali niður Vestfirði og Vestfirðinga“, og segi þá „umhverfissóða“. Ekki kannast ég við þessi ummæli en stend við það sem ég hef sagt oftsinnis áður að ég telji að sumir Vestfirðingar hafi látið glepjast af fagurgala HS-Orku um ávinning og arðbærni Hvalárvirkjunar. Ég er sem Íslendingur í fullum rétti til að halda fram þeirri skoðun. Ofangreind ummæli dæma sig sjálf. Engu að síður er undarlegt að einstaklingar í ráðandi stöðum skuli taka umræðuna á jafn lágt plan. Sama á við um suma starfsmenn HS Orku og Flokk mannsins.Umræða á lágu plani Það skal tekið skýrt fram að ég er ekki að kveinka mér undan umræðunni, enda oftsinnis tekist á um erfið málefni í fjölmiðlum, t.d. um Landspítala og fjármögnun íslenska heilbrigðiskerfisins. En ég er ekki tilbúinn til að kyngja því að umræðan á Íslandi sé komin á þetta lágt plan – enda verður það til þess að landsmenn veigra sér við að tjá sig um mikilvæg álitaefni. Ég tel mig í fullum rétti að hafa skoðun á því hvernig farið er með landið okkar, sérstaklega þegar ósnortin náttúra á í hlut. Sem skurðlæknir á suðvesturhorninu sinni ég vandamálum Vestfirðinga, líkt og annarra landsmanna, og vil minna á að ég hef oftsinnis áður staðið í mótmælum gegn náttúrurspjöllum í öðrum landshlutum en Vestfjörðum, t.d. í Landmannalagum og á miðhálendinu.Komandi kynslóðir eiga líka rétt á ósnortinni náttúru Að úthrópa mig „óvin Vestfjarða“ er taktík hagsmunaaðila til að dreifa umræðunni og forðast aðalatriði. Við Ólafur værum varla að eyða sumarleyfum okkar í fossadagatalið ef ekki væri fyrir umhyggju okkar fyrir víðernum Vestfjarða. Þar höfum höfum við ferðast um firði, fjöll og firnindi og sennilega er ekker annað svæði á Íslandi sem stendur mér nær hjarta. Við höfum heldur engra hagsmuna að gæta annarra en íslenskrar náttúru og ófæddra Íslendinga. Greinarhöfundur er skurðlæknir, prófessor og náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Guðbjartsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur fyrirhuguð Hvalárvirkjun á Ströndum verið mikið til umræðu, ekki síst eftir að við Ólafur Már Björnsson augnlæknir ákváðum að birta myndir á Facebook af fossum sem verða undir verði virkjunin að veruleika. Átakið köllum við #fossadagatal á Ströndum undir formerkjum #LifiNatturan, en við ráðgerum að birta myndir af einum fossi á dag í 30 daga. Með þessu viljum við kynna fyrir almenningi, ráðamönnum og þeim sem koma að þessari umdeildu framkvæmd hvað er í húfi. Og það gerum við á forsendum náttúrunnar. Ástæðan er sú að okkur hefur fundist skorta mjög á upplýsingagjöf um framkvæmdina og við teljum að náttúran á þessu stórkostlega svæði hafi ekki fengið að njóta vafans. Við erum ekki aðeins að beina spjótum okkar að framkvæmdaaðilum virkjunarinnar, HS Orku og Vesturverki, heldur ekki síður þeim sem veitt hafa virkjuninni brautargengi í Rammaáætlun og sveitarstjórn Árneshrepps. Einnig truflar okkur að eigandi Eyvindarfjarðarár sé ítalskur huldu-barónn sem selt hefur vatnsréttindi sín til kanadísks milljarðamærings, Ross Beaty, sem er eigandi 68% hlutar í HS Orku - fyrirtækis sem síðan á 70% í Vesturverki, framkvæmdaaðila virkjunarinnar. Því er vandséð að íslenskir eða vestfirskir hagsmunir séu í forgangi.Ófrægingarherferð hagsmunaaðila Það er ekkert launungarmál að við vildum ná athygli með fossadagatalinu - átaki sem við kostum að öllu leyti sjálfir. Það gleður okkur hversu margir hafa sýnt því áhuga. En því miður fylgir oft böggull skammrifi – því að umræðan um fossadagatalið, og þá sérstaklega á Vestfjörðum, hefur algjörlega snúist á hvolf og fókusinn frekar snúist um mig, starf mitt og persónu heldur en málefnið. Þannig er fullyrt að á samfélagsmiðlum að ég sé „lattelepjandi íbúi í 101 Reykjavík“ og „óvinur Vestfjarða“ sem ekki ætti að „skipta mér af framtíð landshluta sem mér komi ekki við“. Í þessu samhengi vil ég minna á að faðir minn er fæddur á Vestfjörðum, þar búa mörg ættmenni mín og þarna hef ég starfað sem læknir, bæði sumur og vetur. Öllu langsóttara er þó að færni mín sem skurðlæknis eða skortur á henni sé tengd þessari umræðu eða sett spurningarmerki við kynhneigð mína eins og hún komi þessu máli við. Fyrrverandi alþingismenn og ritstjórar segja okkur Ólaf með „upplásið egó“ og formaður bæjarráðs Ísafjarðar hryndur af stað herferð þar sem ég er sakaður um að vera „mikilvægari en aðrir“, „tali niður Vestfirði og Vestfirðinga“, og segi þá „umhverfissóða“. Ekki kannast ég við þessi ummæli en stend við það sem ég hef sagt oftsinnis áður að ég telji að sumir Vestfirðingar hafi látið glepjast af fagurgala HS-Orku um ávinning og arðbærni Hvalárvirkjunar. Ég er sem Íslendingur í fullum rétti til að halda fram þeirri skoðun. Ofangreind ummæli dæma sig sjálf. Engu að síður er undarlegt að einstaklingar í ráðandi stöðum skuli taka umræðuna á jafn lágt plan. Sama á við um suma starfsmenn HS Orku og Flokk mannsins.Umræða á lágu plani Það skal tekið skýrt fram að ég er ekki að kveinka mér undan umræðunni, enda oftsinnis tekist á um erfið málefni í fjölmiðlum, t.d. um Landspítala og fjármögnun íslenska heilbrigðiskerfisins. En ég er ekki tilbúinn til að kyngja því að umræðan á Íslandi sé komin á þetta lágt plan – enda verður það til þess að landsmenn veigra sér við að tjá sig um mikilvæg álitaefni. Ég tel mig í fullum rétti að hafa skoðun á því hvernig farið er með landið okkar, sérstaklega þegar ósnortin náttúra á í hlut. Sem skurðlæknir á suðvesturhorninu sinni ég vandamálum Vestfirðinga, líkt og annarra landsmanna, og vil minna á að ég hef oftsinnis áður staðið í mótmælum gegn náttúrurspjöllum í öðrum landshlutum en Vestfjörðum, t.d. í Landmannalagum og á miðhálendinu.Komandi kynslóðir eiga líka rétt á ósnortinni náttúru Að úthrópa mig „óvin Vestfjarða“ er taktík hagsmunaaðila til að dreifa umræðunni og forðast aðalatriði. Við Ólafur værum varla að eyða sumarleyfum okkar í fossadagatalið ef ekki væri fyrir umhyggju okkar fyrir víðernum Vestfjarða. Þar höfum höfum við ferðast um firði, fjöll og firnindi og sennilega er ekker annað svæði á Íslandi sem stendur mér nær hjarta. Við höfum heldur engra hagsmuna að gæta annarra en íslenskrar náttúru og ófæddra Íslendinga. Greinarhöfundur er skurðlæknir, prófessor og náttúruverndarsinni.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun