Logi: Gaman að fylgjast með strákum sem ég man eftir sem litlum guttum 6. september 2017 20:38 Logi í baráttunni á EM. vísir/ernir Logi Gunnarsson, einn reynsluboltinn í liði íslenska körfuboltalandsliðsins, segist ganga stoltur frá EM í Finnlandi. Íslenska liðið tapaði í hörkuleik gegn gestgjöfunum í kvöld, en liðið tapaði öllum leikjum sínum á mótinu. „Mér fannst við vera nógu góðir til að vinna í dag. Mér fannst við óheppnir. Ákveðnir dómarar duttu ekki með okkur á mikilvægum augnablikum,” sagði Logi Gunarsson í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann 365 miðla, í leiklsok. „Það var erfitt að eiga þá og við máttum ekki eiga neitt við þá, en mér fannst það aðeins gerast í fyrri hálfleik að það var brotið á Hlyn dálítið illa. Þeir fóru svo yfir og fengu villu og körfu góða, tæknivillu og hittu svo úr þrist.” „Sex stig í einni sókn, en það byrjaði þegar það var hakkað Hlyn. Svona gerist þó. Við þurftum að allt svona myndi detta með okkur svo við hefðum getað unnið hér í dag.”Sjá meira:Umfjöllun: Ísland - Finnland 79-83 | Frábær frammistaða og strákarnir svo nálægt fyrsta sigrinum Ísland rétt eins og á EM í Berlín 2015 tapaði öllum leikjum sínum á mótinu. Einhverjar gagnrýnisraddir voru á íslenska landsliðið framan af móti, en Logi segir að menn hafi alltaf gefið allt sitt. „Þetta var bara eins og síðast. Við mættum og gáfum allt sem við gátum og göngum frá borðinu sáttir við allt sem við reyndum. Við erum þó keppnismenn og viljum vinna alla leiki og förum í þá til að vinna, en yfirheildina og með þessari frábæru frammistöðu hér í kvöld þá geng ég sáttur frá borði með liðsfélögum mínum,” en er Logi hættur? „Það eru ákveðnir leikir núna í vetur sem er undankeppni fyrir HM sem ég hef alltaf haft auga með, en eldri leikmenn eru að reyna taka þá líka. Ef ég get hjálpað liðinu þá verð ég með í því.” „Maður veit að því að það er á næstunni og ég útiloka ekkert ennþá,” en Logi segist auðvitað vilja hafa spilað meira á mótinu. Það er eins og gengur og gerist og hann sé nú í nýju hlutverki. „Eins og núna er ég í öðru hlutverki. Það eru frábærar strákar að koma inn og þá er maður gíraður inn í það hlutverk. Hvort sem ég þarf að koma inn í eina mínútu, átta eða tíu mínútur, að hjálpa varnarlega og hitta skotum sem ég fæ. Ég er stoltur af því að að vera enn í gangi á þessu plani ennþá, þetta gamall,” sagði Logi og hélt áfram: „Ég er mjög ánægður í þessu liði og það er rosalega gaman að fylgjast með strákum sem ég man eftir litlum guttum, eins og Elvar og Martin. Að þeir séu að taka við keflinu ásamt Kristófer og Tryggva. Þetta er rosalega gaman að taka þátt í þessu með þeim þegar þeir eru að taka við,” sagði Logi stoltur. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira
Logi Gunnarsson, einn reynsluboltinn í liði íslenska körfuboltalandsliðsins, segist ganga stoltur frá EM í Finnlandi. Íslenska liðið tapaði í hörkuleik gegn gestgjöfunum í kvöld, en liðið tapaði öllum leikjum sínum á mótinu. „Mér fannst við vera nógu góðir til að vinna í dag. Mér fannst við óheppnir. Ákveðnir dómarar duttu ekki með okkur á mikilvægum augnablikum,” sagði Logi Gunarsson í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann 365 miðla, í leiklsok. „Það var erfitt að eiga þá og við máttum ekki eiga neitt við þá, en mér fannst það aðeins gerast í fyrri hálfleik að það var brotið á Hlyn dálítið illa. Þeir fóru svo yfir og fengu villu og körfu góða, tæknivillu og hittu svo úr þrist.” „Sex stig í einni sókn, en það byrjaði þegar það var hakkað Hlyn. Svona gerist þó. Við þurftum að allt svona myndi detta með okkur svo við hefðum getað unnið hér í dag.”Sjá meira:Umfjöllun: Ísland - Finnland 79-83 | Frábær frammistaða og strákarnir svo nálægt fyrsta sigrinum Ísland rétt eins og á EM í Berlín 2015 tapaði öllum leikjum sínum á mótinu. Einhverjar gagnrýnisraddir voru á íslenska landsliðið framan af móti, en Logi segir að menn hafi alltaf gefið allt sitt. „Þetta var bara eins og síðast. Við mættum og gáfum allt sem við gátum og göngum frá borðinu sáttir við allt sem við reyndum. Við erum þó keppnismenn og viljum vinna alla leiki og förum í þá til að vinna, en yfirheildina og með þessari frábæru frammistöðu hér í kvöld þá geng ég sáttur frá borði með liðsfélögum mínum,” en er Logi hættur? „Það eru ákveðnir leikir núna í vetur sem er undankeppni fyrir HM sem ég hef alltaf haft auga með, en eldri leikmenn eru að reyna taka þá líka. Ef ég get hjálpað liðinu þá verð ég með í því.” „Maður veit að því að það er á næstunni og ég útiloka ekkert ennþá,” en Logi segist auðvitað vilja hafa spilað meira á mótinu. Það er eins og gengur og gerist og hann sé nú í nýju hlutverki. „Eins og núna er ég í öðru hlutverki. Það eru frábærar strákar að koma inn og þá er maður gíraður inn í það hlutverk. Hvort sem ég þarf að koma inn í eina mínútu, átta eða tíu mínútur, að hjálpa varnarlega og hitta skotum sem ég fæ. Ég er stoltur af því að að vera enn í gangi á þessu plani ennþá, þetta gamall,” sagði Logi og hélt áfram: „Ég er mjög ánægður í þessu liði og það er rosalega gaman að fylgjast með strákum sem ég man eftir litlum guttum, eins og Elvar og Martin. Að þeir séu að taka við keflinu ásamt Kristófer og Tryggva. Þetta er rosalega gaman að taka þátt í þessu með þeim þegar þeir eru að taka við,” sagði Logi stoltur.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira