Án geðheilsu er engin heilsa Bára Friðriksdóttir skrifar 7. september 2017 07:00 Það er gott að geðheilbrigðismál eru loks komin í umræðuna. Því miður var hvatinn að því hörmulegt andlát tveggja ungra manna sem sviptu sig lífi inni á geðdeild nýverið. Votta ég ástvinum þeirra samúð og hlýju. Það sem er svo grátlegt er að stjórnvöld hafa í áratugi sett geðheilbrigðismál skör lægra öðru heilbrigði. Geðsjúkdómar eru ennþá földu börnin hennar Evu, það ríkja miklir fordómar þó að vissulega höfum við færst áfram síðasta áratug eða svo. Staðreyndin er sú að geðheilsa allra sveiflast frá einum tíma til annars. Það geta allir fengið alvarlegar geðraskanir. Þær geta fylgt áföllum, langvarandi streitu án hvíldar, genum eða ávana- og fíkniefnum. Nýlegar vísbendingar gefa til kynna að mikil og stöðug netnotkun kalli á geðraskanir. Sumir ná sér alveg eftir eitt áfall, aðrir hafa geðröskunardrauginn nærri af og til alla ævi. Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, sagði í Fréttblaðinu 14.08.2017: „Kerfið er löngu sprungið innan Landspítalans.“ Hún bendir einnig á að styrkja þurfi frekar þær einingar sem eru að styðja við fólk með geðraskanir eins og Hugarafl og samfélagslega geðþjónustu. Eins þarf að gera sálfræðiþjónustu aðgengilegri með þátttöku ríkisins.Öflugur stuðningur nauðsyn Ungum öryrkjum fjölgar óþægilega hratt, nú þarf að koma inn með öflugan stuðning. Þegar upp er staðið er ég viss um að mikill stuðningur við geðfatlaða sé ódýrari fyrir samfélagið því með því móti er hægt að virkja margfalt fleiri til virkara lífs og atvinnu og minni veikinda. Ef hugurinn virkar ekki þá virkar manneskjan engan veginn. Ef kvíði, þunglyndi eða aðrir geðsjúkdómar lama svo hugann eða brengla skynjunina verulega þá eru lífsgæði afar takmörkuð. Ef manneskjan sér ekki von í neinu í lífi sínu þá er stutt í öngstræti. Lyf og aðhlynning faglærðra sem ófaglærðra getur gert kraftaverk og komið fólki aftur inn í eðlilegt líf. Það er skylda okkar sem samfélags að skapa geðfötluðum möguleika til heilsu alveg eins og við viljum að hægt sé að fá meðhöndlun við sykursýki, hjartasjúkdómum o.s.frv. Þau sem verst verða úti í þjónustu geðsjúkra sýnist mér vera einstaklingar sem bæði hafa geðsjúkdóm og áfengis- og fíkniefnivanda. Þessir einstaklingar verða gjarnan á milli. Áfengismeðferðarpakkinn úthýsir þeim af því þeir hafa of miklar geðraskanir og geðpakkinn vísar á áfengisdeildina. Þessir einstaklingar fá minnst af öllum, þeim er mjög hætt við að ýtast fram af brúninni og deyja. Það er óásættanlegt fyrir jafn þróað samfélag og okkar. Það er þörf á að stjórnvöld sjái sóma sinn í að byggja upp forvarnir og stuðning fyrir geðfatlaða og vímuefnasjúka svo að skaði fjölskyldna og samfélags verði minni, lífsgæði aukist og kostnaður við málaflokkinn minnki. Það er skylda stjórnvalda að koma upp öflugum forvörnum til að fækka dauðsföllum af völdum geðraskana. Greinarhöfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Það er gott að geðheilbrigðismál eru loks komin í umræðuna. Því miður var hvatinn að því hörmulegt andlát tveggja ungra manna sem sviptu sig lífi inni á geðdeild nýverið. Votta ég ástvinum þeirra samúð og hlýju. Það sem er svo grátlegt er að stjórnvöld hafa í áratugi sett geðheilbrigðismál skör lægra öðru heilbrigði. Geðsjúkdómar eru ennþá földu börnin hennar Evu, það ríkja miklir fordómar þó að vissulega höfum við færst áfram síðasta áratug eða svo. Staðreyndin er sú að geðheilsa allra sveiflast frá einum tíma til annars. Það geta allir fengið alvarlegar geðraskanir. Þær geta fylgt áföllum, langvarandi streitu án hvíldar, genum eða ávana- og fíkniefnum. Nýlegar vísbendingar gefa til kynna að mikil og stöðug netnotkun kalli á geðraskanir. Sumir ná sér alveg eftir eitt áfall, aðrir hafa geðröskunardrauginn nærri af og til alla ævi. Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, sagði í Fréttblaðinu 14.08.2017: „Kerfið er löngu sprungið innan Landspítalans.“ Hún bendir einnig á að styrkja þurfi frekar þær einingar sem eru að styðja við fólk með geðraskanir eins og Hugarafl og samfélagslega geðþjónustu. Eins þarf að gera sálfræðiþjónustu aðgengilegri með þátttöku ríkisins.Öflugur stuðningur nauðsyn Ungum öryrkjum fjölgar óþægilega hratt, nú þarf að koma inn með öflugan stuðning. Þegar upp er staðið er ég viss um að mikill stuðningur við geðfatlaða sé ódýrari fyrir samfélagið því með því móti er hægt að virkja margfalt fleiri til virkara lífs og atvinnu og minni veikinda. Ef hugurinn virkar ekki þá virkar manneskjan engan veginn. Ef kvíði, þunglyndi eða aðrir geðsjúkdómar lama svo hugann eða brengla skynjunina verulega þá eru lífsgæði afar takmörkuð. Ef manneskjan sér ekki von í neinu í lífi sínu þá er stutt í öngstræti. Lyf og aðhlynning faglærðra sem ófaglærðra getur gert kraftaverk og komið fólki aftur inn í eðlilegt líf. Það er skylda okkar sem samfélags að skapa geðfötluðum möguleika til heilsu alveg eins og við viljum að hægt sé að fá meðhöndlun við sykursýki, hjartasjúkdómum o.s.frv. Þau sem verst verða úti í þjónustu geðsjúkra sýnist mér vera einstaklingar sem bæði hafa geðsjúkdóm og áfengis- og fíkniefnivanda. Þessir einstaklingar verða gjarnan á milli. Áfengismeðferðarpakkinn úthýsir þeim af því þeir hafa of miklar geðraskanir og geðpakkinn vísar á áfengisdeildina. Þessir einstaklingar fá minnst af öllum, þeim er mjög hætt við að ýtast fram af brúninni og deyja. Það er óásættanlegt fyrir jafn þróað samfélag og okkar. Það er þörf á að stjórnvöld sjái sóma sinn í að byggja upp forvarnir og stuðning fyrir geðfatlaða og vímuefnasjúka svo að skaði fjölskyldna og samfélags verði minni, lífsgæði aukist og kostnaður við málaflokkinn minnki. Það er skylda stjórnvalda að koma upp öflugum forvörnum til að fækka dauðsföllum af völdum geðraskana. Greinarhöfundur er prestur.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar