Að efla lestur er allra mál – sjónarhorn bóksala Valdís Elísdóttir skrifar 7. september 2017 07:00 Fréttir segja að bókin sé í stórhættu. Við kaupum sífellt minna af bókum og lestur er í samkeppni við annars konar afþreyingu. Samkvæmt Félagi íslenskra bókaútgefenda hefur keyptum, prentuðum bókum fækkað um næstum helming síðan 2010. Þær eru komnar í samkeppni við sjálfar sig í rafrænu formi sem og aðra afþreyingu. Hækkun virðisaukaskatts á bækur hjálpaði bókunum síðan ekki. Að sama skapi hefur sala prentaðra bóka í t.d. Bretlandi og á Írlandi farið vaxandi. Nýjar fréttir af starfshópi menntamálaráðherra um bókaútgáfu og aðstæður hennar eru því fagnaðarerindi. Það er okkur öllum í hag að vinna saman að því að styrkja tilveru bókarinnar á allan hátt.Bóksalar ekki undanskildir Bókabúð skipar mikilvægt hlutverk í hverju samfélagi og kannski meira en við gerum okkur grein fyrir. Hún er staður visku og fróðleiks, full af notalegu andrúmslofti. Fátt er þægilegra en að setjast niður og lesa yfir góðum kaffibolla, gleyma stund og stað, fá nýjar hugmyndir og láta koma sér á óvart. Þá þarf einnig vart að fjölyrða um aðra kosti þess að lesa bækur. Að hvetja til lesturs er því sameiginlegt átak okkar allra, frá foreldrum til stjórnvalda. Bóksalar eru þarna ekki undanskildir, sem mikilvægur miðill bóka til almennings. Tæknin hefur breytt bókaumhverfinu gríðarlega og önnur afþreying en bókalestur er komin til að vera. Við erum aðdáendur allra bókaforma; prentaðra, rafrænna og sjaldgæfra bóka. Það er því meðal annars undir okkur sem rekum bókabúðir komið hvernig við þróumst í þessu breytta landslagi. Er bókin aðgengileg? Er hún á góðu verði? Það eru mýmörg tækifæri með tækninni; betri vefsíðum og vefverslun til að mynda. Við getum átt betri samskipti við núverandi og nýja viðskiptavini á þeim vettvangi sem þeir eru oftast – í snjalltækjunum – og veitt þeim innsýn í það sem gerist í bókabúðinni, alls konar viðburði og sögur sem þar eiga heima. Orðið þannig áhugaverðari staður til að heimsækja.Bókabúð er samfélag og upplifun Við erum ekki bara að selja bækur, heldur einnig upplifun og notalega stemningu. Þeir sem koma í bókabúð vilja annaðhvort geta gengið beint að því sem þeir eru að leita að eða eru að koma til að uppgötva eitthvað nýtt – en stundum bara til að komast í rólegt andrúmsloft. Þetta er táknmynd notalegu bókabúðarinnar sem við viljum halda á lofti, þó við getum líka veitt viðskiptavinum það sem þeir vilja í gegnum netið. Okkar markmið hlýtur því að vera að flétta saman það sem var og því sem verður í verslun bóka af ýmsum toga. Góð bók í notalegu umhverfi er þægilegur og ævintýralegur staður til að vera á í þeim hraða heimi sem við búum í. Við bóksalar eigum stórt hlutverk í að kynna þann heim. Við verðum að leggja okkur fram um að vernda bókina, með því að hlusta eftir breytingum og þróun, en ekki síst að búa til stað og umhverfi þar sem er notalegt að koma og kynnast bókinni. Bókabúð er nefnilega ekki bara bókabúð. Hún er upplifun, staður sem allir ættu að hafa gaman af að heimsækja. Greinarhöfundur er verslunarstjóri Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Fréttir segja að bókin sé í stórhættu. Við kaupum sífellt minna af bókum og lestur er í samkeppni við annars konar afþreyingu. Samkvæmt Félagi íslenskra bókaútgefenda hefur keyptum, prentuðum bókum fækkað um næstum helming síðan 2010. Þær eru komnar í samkeppni við sjálfar sig í rafrænu formi sem og aðra afþreyingu. Hækkun virðisaukaskatts á bækur hjálpaði bókunum síðan ekki. Að sama skapi hefur sala prentaðra bóka í t.d. Bretlandi og á Írlandi farið vaxandi. Nýjar fréttir af starfshópi menntamálaráðherra um bókaútgáfu og aðstæður hennar eru því fagnaðarerindi. Það er okkur öllum í hag að vinna saman að því að styrkja tilveru bókarinnar á allan hátt.Bóksalar ekki undanskildir Bókabúð skipar mikilvægt hlutverk í hverju samfélagi og kannski meira en við gerum okkur grein fyrir. Hún er staður visku og fróðleiks, full af notalegu andrúmslofti. Fátt er þægilegra en að setjast niður og lesa yfir góðum kaffibolla, gleyma stund og stað, fá nýjar hugmyndir og láta koma sér á óvart. Þá þarf einnig vart að fjölyrða um aðra kosti þess að lesa bækur. Að hvetja til lesturs er því sameiginlegt átak okkar allra, frá foreldrum til stjórnvalda. Bóksalar eru þarna ekki undanskildir, sem mikilvægur miðill bóka til almennings. Tæknin hefur breytt bókaumhverfinu gríðarlega og önnur afþreying en bókalestur er komin til að vera. Við erum aðdáendur allra bókaforma; prentaðra, rafrænna og sjaldgæfra bóka. Það er því meðal annars undir okkur sem rekum bókabúðir komið hvernig við þróumst í þessu breytta landslagi. Er bókin aðgengileg? Er hún á góðu verði? Það eru mýmörg tækifæri með tækninni; betri vefsíðum og vefverslun til að mynda. Við getum átt betri samskipti við núverandi og nýja viðskiptavini á þeim vettvangi sem þeir eru oftast – í snjalltækjunum – og veitt þeim innsýn í það sem gerist í bókabúðinni, alls konar viðburði og sögur sem þar eiga heima. Orðið þannig áhugaverðari staður til að heimsækja.Bókabúð er samfélag og upplifun Við erum ekki bara að selja bækur, heldur einnig upplifun og notalega stemningu. Þeir sem koma í bókabúð vilja annaðhvort geta gengið beint að því sem þeir eru að leita að eða eru að koma til að uppgötva eitthvað nýtt – en stundum bara til að komast í rólegt andrúmsloft. Þetta er táknmynd notalegu bókabúðarinnar sem við viljum halda á lofti, þó við getum líka veitt viðskiptavinum það sem þeir vilja í gegnum netið. Okkar markmið hlýtur því að vera að flétta saman það sem var og því sem verður í verslun bóka af ýmsum toga. Góð bók í notalegu umhverfi er þægilegur og ævintýralegur staður til að vera á í þeim hraða heimi sem við búum í. Við bóksalar eigum stórt hlutverk í að kynna þann heim. Við verðum að leggja okkur fram um að vernda bókina, með því að hlusta eftir breytingum og þróun, en ekki síst að búa til stað og umhverfi þar sem er notalegt að koma og kynnast bókinni. Bókabúð er nefnilega ekki bara bókabúð. Hún er upplifun, staður sem allir ættu að hafa gaman af að heimsækja. Greinarhöfundur er verslunarstjóri Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun