Sjáðu kraftinn þegar Floridana-flaska er opnuð: „Þetta hefði dældað bíl“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. september 2017 22:50 Hrafn Garðarsson sést hér munda Floridana-flöskuna. Hrafn Garðarsson. „Þetta hefði dældað bíl, krafturinn var slíkur,“ segir Hrafn Garðarsson í samtali við Vísi en hann birti í dag myndband á Facebook þar sem hann sést opna flösku sem inniheldur Floridana-ávaxtasafa frá Ölgerðinni. „Þannig að ég get rétt ímyndað mér hvernig er að fá þetta í andlitið,“ segir Hrafn.Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem brýnt var fyrir neytendum að farga Floridana-flöskum vegna slysahættu.Eins og kom fram á Vísi á fimmtudag eru tveir með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana-flösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur áréttaði í tilkynningu sinni að upp hafa komið alvarleg tilvik þar sem umbúðir springa annað hvort í heild sinni eða tappi skýst af og sé því um öryggismál að ræða fyrir neytendur. Hrafn segir flöskuna sem um ræðir hafa verið í bílnum hans í um tvær vikur. Sex ára sonur hans hafði fengið hana frá ömmu sinni og hafði hún verið geymd í sætisbaki fyrir framan bílstól sem drengurinn situr í. „Eftir að hafa lesið fréttir af þessu máli fór maður að rifja upp hvar flaskan væri. Ég ákvað því að prufa að opna hana og maður vissi hverju maður ætti von á. Tappinn skaust upp í loft og stoppaði lengst fyrir aftan. Mér hreinlega brá þegar ég upplifði kraftinn frá þessu,“ segir Hrafn. Einn sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við vegna málsins í síðustu viku þurfti að fara í aðgerð eftir að hafa fengið skurð á augað vegna tappa af Floridanda-flösku. Hann lagði fram kæru gegn Ölgerðinni vegna málsins og íhugaði önnur ,sem hlaut áverka vegna tappa sem skaust í andlit hennar, einnig að leita réttar síns. Tengdar fréttir Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin En móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk. 31. ágúst 2017 20:00 Heilbrigðiseftirlitið ítrekar að fólk fargi Floridana flöskum vegna slysahættu Ölgerðin hefur innkallað allar gerðir af Floridana ávaxtasafa í flöskum en hætta er á yfirþrýstingi sem getur leitt til þess að umbúðirnar springi með alvarlegum afleiðingum. 4. september 2017 14:37 Neytendur hvattir til að farga Floridana í plastflöskum Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefur tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Floridana ávaxtasafasafa í plastflöskum þar sem dæmi eru um að yfirþrýstingur hafi myndast í flöskunum. 1. september 2017 16:47 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
„Þetta hefði dældað bíl, krafturinn var slíkur,“ segir Hrafn Garðarsson í samtali við Vísi en hann birti í dag myndband á Facebook þar sem hann sést opna flösku sem inniheldur Floridana-ávaxtasafa frá Ölgerðinni. „Þannig að ég get rétt ímyndað mér hvernig er að fá þetta í andlitið,“ segir Hrafn.Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem brýnt var fyrir neytendum að farga Floridana-flöskum vegna slysahættu.Eins og kom fram á Vísi á fimmtudag eru tveir með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana-flösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur áréttaði í tilkynningu sinni að upp hafa komið alvarleg tilvik þar sem umbúðir springa annað hvort í heild sinni eða tappi skýst af og sé því um öryggismál að ræða fyrir neytendur. Hrafn segir flöskuna sem um ræðir hafa verið í bílnum hans í um tvær vikur. Sex ára sonur hans hafði fengið hana frá ömmu sinni og hafði hún verið geymd í sætisbaki fyrir framan bílstól sem drengurinn situr í. „Eftir að hafa lesið fréttir af þessu máli fór maður að rifja upp hvar flaskan væri. Ég ákvað því að prufa að opna hana og maður vissi hverju maður ætti von á. Tappinn skaust upp í loft og stoppaði lengst fyrir aftan. Mér hreinlega brá þegar ég upplifði kraftinn frá þessu,“ segir Hrafn. Einn sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við vegna málsins í síðustu viku þurfti að fara í aðgerð eftir að hafa fengið skurð á augað vegna tappa af Floridanda-flösku. Hann lagði fram kæru gegn Ölgerðinni vegna málsins og íhugaði önnur ,sem hlaut áverka vegna tappa sem skaust í andlit hennar, einnig að leita réttar síns.
Tengdar fréttir Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin En móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk. 31. ágúst 2017 20:00 Heilbrigðiseftirlitið ítrekar að fólk fargi Floridana flöskum vegna slysahættu Ölgerðin hefur innkallað allar gerðir af Floridana ávaxtasafa í flöskum en hætta er á yfirþrýstingi sem getur leitt til þess að umbúðirnar springi með alvarlegum afleiðingum. 4. september 2017 14:37 Neytendur hvattir til að farga Floridana í plastflöskum Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefur tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Floridana ávaxtasafasafa í plastflöskum þar sem dæmi eru um að yfirþrýstingur hafi myndast í flöskunum. 1. september 2017 16:47 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin En móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk. 31. ágúst 2017 20:00
Heilbrigðiseftirlitið ítrekar að fólk fargi Floridana flöskum vegna slysahættu Ölgerðin hefur innkallað allar gerðir af Floridana ávaxtasafa í flöskum en hætta er á yfirþrýstingi sem getur leitt til þess að umbúðirnar springi með alvarlegum afleiðingum. 4. september 2017 14:37
Neytendur hvattir til að farga Floridana í plastflöskum Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefur tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Floridana ávaxtasafasafa í plastflöskum þar sem dæmi eru um að yfirþrýstingur hafi myndast í flöskunum. 1. september 2017 16:47