Sagðir undirbúa frekari eldflaugaskot Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2017 10:30 Frá æfingum Suður-Kóreu í kjölfar tilraunasprengingarinnar í gær. Vísir/EPA Yfirvöld Suður-Kóreu segja útlit fyrir að nágrannar sínir í noðri ætli sér að skjóta enn einn eldflauginni á loft á næstunni. Mögulega sé um að ræða langdræga eldflaug. Forsvarsmenn leyniþjónustu Suður-Kóreu munu hafa sagt þingmönnum í nótt að líklegt væri að eldflaug yrði skotið á loft þann 10. október, í tilefni af afmæli Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Aðfararnótt sunnudags sprengdu Norður-Kóreumenn kjarnorkusprengju í sjötta sinn, sem þeir segja að hafi verið vetnissprengja. Skömmu áður höfðu yfirvöld ríkisins haldið því fram að þeir hefðu þróað öfluga vetnissprengju sem hægt væri að koma fyrir í langdrægum eldflaugum.Vetnissprengjur nota litla kjarnorkusprengju sem hvellettu til að koma enn stærri sprengingu af stað.Vísir/GraphicnewsFærast nær markmiðum sínum Norður-Kórea hefur ítrekað skotið eldflaugum á loft í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna og nýlega skutu þeir eldflaug yfir norðurhluta Japan. Þá hafa yfirvöld í Pyongyang hótað því að skjóta eldflaugum að Gvam. Yfirlýst markmið þeirra er að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem borið geta þau vopn til meginlands Bandaríkjanna. Neyðarfundur verður haldinn í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag.Vilja auka hernaðargetu Viðræður standa nú yfir á milli Suður-Kóreu og Bandaríkjanna um að flugmóðurskipum Bandaríkjanna verði siglt til Kóreuskagans og að sprengjuflugvélum verði flogið á svæðið. Þá eru Suður-Kóreumenn að vinna í því að auka getu sína til að skjóta eldflaugar nágranna sinna niður. Það er að klára uppsetningu THAAD-kerfisins svokallaða sem meðal annars Kínverjar og Rússar hafa mótmælt. Því er ætlað að skjóta niður eldflaugar. Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, Song Young-moo, sagði í nótt að þjóðaröryggisráð Suður-Kóreu væri byrjað að hallast að því að bæta stöðu ríkisins hernaðarlega í stað frekari viðræðna. Eftir tilraunasprengingu Norður-Kóreu héldu Suður-Kóreumenn heræfingar þar sem þeir gerðu ímyndaðar árásir á eldflaugaskotpalla Norður-Kóreu. Til stendur að fjölga æfingum herafla Suður-Kóreu á næstu vikum. Norður-Kórea Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Yfirvöld Suður-Kóreu segja útlit fyrir að nágrannar sínir í noðri ætli sér að skjóta enn einn eldflauginni á loft á næstunni. Mögulega sé um að ræða langdræga eldflaug. Forsvarsmenn leyniþjónustu Suður-Kóreu munu hafa sagt þingmönnum í nótt að líklegt væri að eldflaug yrði skotið á loft þann 10. október, í tilefni af afmæli Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Aðfararnótt sunnudags sprengdu Norður-Kóreumenn kjarnorkusprengju í sjötta sinn, sem þeir segja að hafi verið vetnissprengja. Skömmu áður höfðu yfirvöld ríkisins haldið því fram að þeir hefðu þróað öfluga vetnissprengju sem hægt væri að koma fyrir í langdrægum eldflaugum.Vetnissprengjur nota litla kjarnorkusprengju sem hvellettu til að koma enn stærri sprengingu af stað.Vísir/GraphicnewsFærast nær markmiðum sínum Norður-Kórea hefur ítrekað skotið eldflaugum á loft í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna og nýlega skutu þeir eldflaug yfir norðurhluta Japan. Þá hafa yfirvöld í Pyongyang hótað því að skjóta eldflaugum að Gvam. Yfirlýst markmið þeirra er að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem borið geta þau vopn til meginlands Bandaríkjanna. Neyðarfundur verður haldinn í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag.Vilja auka hernaðargetu Viðræður standa nú yfir á milli Suður-Kóreu og Bandaríkjanna um að flugmóðurskipum Bandaríkjanna verði siglt til Kóreuskagans og að sprengjuflugvélum verði flogið á svæðið. Þá eru Suður-Kóreumenn að vinna í því að auka getu sína til að skjóta eldflaugar nágranna sinna niður. Það er að klára uppsetningu THAAD-kerfisins svokallaða sem meðal annars Kínverjar og Rússar hafa mótmælt. Því er ætlað að skjóta niður eldflaugar. Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, Song Young-moo, sagði í nótt að þjóðaröryggisráð Suður-Kóreu væri byrjað að hallast að því að bæta stöðu ríkisins hernaðarlega í stað frekari viðræðna. Eftir tilraunasprengingu Norður-Kóreu héldu Suður-Kóreumenn heræfingar þar sem þeir gerðu ímyndaðar árásir á eldflaugaskotpalla Norður-Kóreu. Til stendur að fjölga æfingum herafla Suður-Kóreu á næstu vikum.
Norður-Kórea Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira