Stofna styrktarsjóð fyrir fréttakonur í minningu Kim Wall Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. september 2017 18:43 Líkið sem fannst í sjónum við Amager var af blaðakonunni Kim Wall. Vísir/EPA Aðstandendur sænsku fréttakonunnar Kim Wall hyggjast koma á fót styrktarsjóði í minningu hennar. Sjóðurinn mun styrkja störf fréttakvenna sem halda hugsjónum Wall á lofti. Wall hvarf eftir að hafa farið um borð í kafbát danska uppfinningamannsins Peter Madsen, í þeim tilgangi að skrifa um hann frétt. Sundurlimað lík hennar fannst nokkrum dögum síðar við strendur Amager í Kaupmannahöfn en Madsen er grunaður um að vera valdur að dauða Wall. Hann neitar enn sök. „Styrkurinn mun fjármagna störf fréttakonu sem beitir sér fyrir fréttaflutningi af minnihlutahópum og því sem Kim kallaði iðulega „undiröldur uppreisnarinnar“,“ segir í umfjöllun um styrkinn á minningarsíðu um Kim Wall. Þá segir einnig að styrktarsjóðurinn sé stofnaður til að heiðra arfleið Wall. „Kim vildi sjá fleiri konur úti í veröldinni, að ögra lífinu, og við viljum hjálpa til við að aðlaga heiminn að sýn hennar.“Sjá einnig: Einstakar myndir vinanna af Kim Wall Wall varð einingus þrítug en hún var fædd í Trelleborg á Skáni, syðst í Svíþjóð, og hafði meðal annars skrifað um borgarastyrjöldina á Sri Lanka, og frá hamfarasvæðum jarðskjálftans á Haítí árið 2010. Greinar hennar höfðu meðal annars birst í breska blaðinu Guardian, New York Times og Vice. Hún var með starfsstöðvar bæði í New York og Peking. Að styrktarsjóðnum standa, að því er segir á minningarsíðunni, fjölskylda og vinir Wall. Þar á meðal eru foreldrar hennar, Ingrid og Joachim, bróðir hennar Tom og vinkonur hennar Mansi Choksi og May Jeong. Þá er áhugasömum um styrki til sjóðsins bent á netfangið [email protected] en er að neðan má sjá Facebook-færslu vinkonunnar Mansi Choksi um sjóðinn og minningarsíðuna. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Sundurlimaða líkið af Kim Wall Kvenmannslíkið sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 23. ágúst 2017 06:02 Madsen greindi lögreglu frá dauða Kim Wall mun fyrr en fram hefur komið Lögregla upplýsti um það mánudaginn 21. ágúst að Peter Madsen hafi viðurkennt að hafa varpað líki Wall fyrir borð. 30. ágúst 2017 12:51 Madsen neitar enn að hafa myrt Kim Wall Þetta kom fram í yfirlýsingu dönsku lögreglunnar sem hún sendi frá sér fyrr í dag. 25. ágúst 2017 15:00 Engin leynihólf fundust um borð í kafbát Madsen Sérstakur skanni, sem vanalega er notaður til að kanna farm vörubíla, var notaður við leitina um borð í bátnum. 30. ágúst 2017 09:56 Leita að mögulegum leynihólfum í kafbátnum Lögreglu grunar að sænsku blaðakonunni Kim Wall hafi verið ráðinn bani um borð í bátnum. 29. ágúst 2017 13:26 Einstakar myndir vinanna af Kim Wall Sænska ríkissjónvarpið hefur tekið saman áður óbirt myndskeið þar sem sjá má sænsku blaðakonuna í vinnuferð sinni til Marshalleyja í Kyrrahafi. 1. september 2017 15:50 Ánægð með að líkið hafi fundist Danska lögreglan hefur staðfest að jarðneskar leifar sem fundust við Amager séu af líki blaðakonunnar Kim Wall. Grunaður ódæðismaður, Peter Madsen, segir konuna hafa lent í slysi og að niðurstöður DNA breyti engu um framburðinn. 24. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Aðstandendur sænsku fréttakonunnar Kim Wall hyggjast koma á fót styrktarsjóði í minningu hennar. Sjóðurinn mun styrkja störf fréttakvenna sem halda hugsjónum Wall á lofti. Wall hvarf eftir að hafa farið um borð í kafbát danska uppfinningamannsins Peter Madsen, í þeim tilgangi að skrifa um hann frétt. Sundurlimað lík hennar fannst nokkrum dögum síðar við strendur Amager í Kaupmannahöfn en Madsen er grunaður um að vera valdur að dauða Wall. Hann neitar enn sök. „Styrkurinn mun fjármagna störf fréttakonu sem beitir sér fyrir fréttaflutningi af minnihlutahópum og því sem Kim kallaði iðulega „undiröldur uppreisnarinnar“,“ segir í umfjöllun um styrkinn á minningarsíðu um Kim Wall. Þá segir einnig að styrktarsjóðurinn sé stofnaður til að heiðra arfleið Wall. „Kim vildi sjá fleiri konur úti í veröldinni, að ögra lífinu, og við viljum hjálpa til við að aðlaga heiminn að sýn hennar.“Sjá einnig: Einstakar myndir vinanna af Kim Wall Wall varð einingus þrítug en hún var fædd í Trelleborg á Skáni, syðst í Svíþjóð, og hafði meðal annars skrifað um borgarastyrjöldina á Sri Lanka, og frá hamfarasvæðum jarðskjálftans á Haítí árið 2010. Greinar hennar höfðu meðal annars birst í breska blaðinu Guardian, New York Times og Vice. Hún var með starfsstöðvar bæði í New York og Peking. Að styrktarsjóðnum standa, að því er segir á minningarsíðunni, fjölskylda og vinir Wall. Þar á meðal eru foreldrar hennar, Ingrid og Joachim, bróðir hennar Tom og vinkonur hennar Mansi Choksi og May Jeong. Þá er áhugasömum um styrki til sjóðsins bent á netfangið [email protected] en er að neðan má sjá Facebook-færslu vinkonunnar Mansi Choksi um sjóðinn og minningarsíðuna.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Sundurlimaða líkið af Kim Wall Kvenmannslíkið sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 23. ágúst 2017 06:02 Madsen greindi lögreglu frá dauða Kim Wall mun fyrr en fram hefur komið Lögregla upplýsti um það mánudaginn 21. ágúst að Peter Madsen hafi viðurkennt að hafa varpað líki Wall fyrir borð. 30. ágúst 2017 12:51 Madsen neitar enn að hafa myrt Kim Wall Þetta kom fram í yfirlýsingu dönsku lögreglunnar sem hún sendi frá sér fyrr í dag. 25. ágúst 2017 15:00 Engin leynihólf fundust um borð í kafbát Madsen Sérstakur skanni, sem vanalega er notaður til að kanna farm vörubíla, var notaður við leitina um borð í bátnum. 30. ágúst 2017 09:56 Leita að mögulegum leynihólfum í kafbátnum Lögreglu grunar að sænsku blaðakonunni Kim Wall hafi verið ráðinn bani um borð í bátnum. 29. ágúst 2017 13:26 Einstakar myndir vinanna af Kim Wall Sænska ríkissjónvarpið hefur tekið saman áður óbirt myndskeið þar sem sjá má sænsku blaðakonuna í vinnuferð sinni til Marshalleyja í Kyrrahafi. 1. september 2017 15:50 Ánægð með að líkið hafi fundist Danska lögreglan hefur staðfest að jarðneskar leifar sem fundust við Amager séu af líki blaðakonunnar Kim Wall. Grunaður ódæðismaður, Peter Madsen, segir konuna hafa lent í slysi og að niðurstöður DNA breyti engu um framburðinn. 24. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Sundurlimaða líkið af Kim Wall Kvenmannslíkið sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 23. ágúst 2017 06:02
Madsen greindi lögreglu frá dauða Kim Wall mun fyrr en fram hefur komið Lögregla upplýsti um það mánudaginn 21. ágúst að Peter Madsen hafi viðurkennt að hafa varpað líki Wall fyrir borð. 30. ágúst 2017 12:51
Madsen neitar enn að hafa myrt Kim Wall Þetta kom fram í yfirlýsingu dönsku lögreglunnar sem hún sendi frá sér fyrr í dag. 25. ágúst 2017 15:00
Engin leynihólf fundust um borð í kafbát Madsen Sérstakur skanni, sem vanalega er notaður til að kanna farm vörubíla, var notaður við leitina um borð í bátnum. 30. ágúst 2017 09:56
Leita að mögulegum leynihólfum í kafbátnum Lögreglu grunar að sænsku blaðakonunni Kim Wall hafi verið ráðinn bani um borð í bátnum. 29. ágúst 2017 13:26
Einstakar myndir vinanna af Kim Wall Sænska ríkissjónvarpið hefur tekið saman áður óbirt myndskeið þar sem sjá má sænsku blaðakonuna í vinnuferð sinni til Marshalleyja í Kyrrahafi. 1. september 2017 15:50
Ánægð með að líkið hafi fundist Danska lögreglan hefur staðfest að jarðneskar leifar sem fundust við Amager séu af líki blaðakonunnar Kim Wall. Grunaður ódæðismaður, Peter Madsen, segir konuna hafa lent í slysi og að niðurstöður DNA breyti engu um framburðinn. 24. ágúst 2017 06:00