Gaman að fá smjörþefinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2017 06:00 Tryggvi með umboðsmanninum Jóni Arnóri. vísir/ernir Miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason hefur vakið heimsathygli fyrir frammistöðu sína með íslensku landsliðunum í sumar. Hann var meðal annars valinn í úrvalslið EM 20 ára liða í júlí og skoraði 19 stig á móti NBA-miðherja Litháens í ágúst. Miðherjinn efnilegi er kominn inn á borð NBA-njósnara og spekúlanta sem sjá hann margir fyrir sér í NBA-deildinni í framtíðinni. Það er gott að eiga góða að þegar þú ert að stíga fyrstu skrefin í atvinnumennsku og Jón Arnór Stefánsson gefur ekki bara stoðsendingar á Tryggva inni á vellinum. Hann átti eina frábæra stoðsendingu á Bárðdælinginn þegar hann kom honum inn á borð hjá spænska stórliðinu Valencia. „Hann var tæknilega séð auglýsingin mín. Hann kom með nafnið mitt þangað inn á borðið, vann í þessu ferli og svo var ég allt í einu kominn þangað,“ segir Tryggvi. Eftir frábært sumar hefur áhugi á stráknum aukist og Valencia-menn gætu ekki verið ánægðari með samninginn við Tryggva. „Þeir eru mjög sáttir við sumarið hjá mér og að sjá hvað ég er búinn að breytast mikið síðustu mánuði. Það er geggjað að fá athyglina. Ég var að tala við þá fyrir tveimur dögum og þá voru þeir að segja til hamingju með allt sumarið og hvað er búið að ganga vel,“ segir Tryggvi.Tryggvi tekur skot á æfingu íslenska liðsins í gær.vísir/ernirUmboðsmaðurinn Jón Arnór Jón Arnór Stefánsson fékk nefnilega aðeins að kynnast mögulegu framtíðarstarfi sínu í sumar þegar hann hafði milligöngu um að efnilegasti körfuboltamaður landsins endaði í spænska úrvalsdeildarliðinu Valencia. „Þeir eru mjög spenntir að fá hann, ég veit það. Þeir fylgjast rosalega vel með honum og ég fæ reglulega símtöl og skilaboð um hann,“ segir Jón Arnór sem ætti að geta gefið Tryggva dýrmæt ráð. „Það eru spennandi tímar fram undan hjá honum en mikil og hörð vinna líka, fyrst og fremst sem hann þarf að tileinka sér til að ná langt í þessu. Þetta er bara byrjunin á þessu öllu saman og hann þarf að vera duglegur,“ segir Jón Arnór. En er hann sjálfur að detta inn í umboðsmannastarfið á næstunni? „Þú þarft að vera mjög óeigingjarn til að taka að þér svoleiðis starf. Ég er ennþá bara að spila en ég hefði alveg áhuga á því að stíga skrefið í átt að einhvers konar umboðsmennsku eftir að ferlinum lýkur,“ segir Jón Arnór en það gæti leynst umboðsmaður í honum. „Það var gaman að fá smjörþefinn af því með Tryggva. Ég hjálpaði honum og kom honum í samband við mína umboðsmenn á stórri umboðsskrifstofu í þessum bransa, sem er mikilvægt að hafa. Þetta er ákvörðunartaka allan tímann og þú tekur annaðhvort réttar eða rangar ákvarðanir og það getur mótað það algjörlega hvert þú ferð og hvernig ferillinn mun líta út,“ segir Jón.Jón Arnór leggur boltann ofan í körfuna gegn Grikkjum.vísir/ernirÉg var lánsamur Jón Arnór á að baki flottan atvinnumannsferil en er nú kominn heim og spilar með KR. Á hans síðasta tímabili úti í Evrópu spilaði hann með Valencia veturinn 2015-16. Síðasta tímabilið var hans fjórtánda í annaðhvort Evrópu eða NBA og alls lék hann í fimm löndum á þessum tíma. „Ég var lánsamur að taka réttar ákvarðanir og það væri æðislegt að geta hjálpað einhverjum öðrum að gera slíkt hið sama,“ segir Jón. Tryggvi hefur trú á því að Jón geti fundið sig vel í þessu umboðsmannastarfi í framtíðinni. „Ég myndi segja að hann væri besti Íslendingurinn í það í dag. Ég þekki umboðsheiminn samt svo lítið að ég þori ekki að gefa neina almennilega skýrslu um það. Hann er með mjög flottan og stígandi feril eins og maður vill hafa. Ferill hans hefur líka verið frekar stöðugur,“ segir Tryggvi. Ísland mætir Póllandi í dag og Frakklandi á morgun á Evrópumótinu í Helsinki. Þetta eru mjög sterkir mótherjar en fyrir fram eygja menn aðeins meiri möguleika á móti Póllandi í dag. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Guðni forseti kíkti á körfuboltastrákana í kvöld Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er kominn út til Finnlands og hann kíkti áðan á körfuboltastrákana á hóteli liðsins í miðbæ Helsinki. 1. september 2017 19:24 Vel tekið á móti Tryggva í gær: Ég labbaði inná og þá var fagnað Tryggvi Snær Hlinason lék sinn fyrsta leik á stórmóti í gær þegar Ísland mætti Grikklandi í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Helsinki. Hann fékk frábærar móttökur hjá íslensku áhorfendunum í Höllinni. 1. september 2017 14:15 Herbergisfélagarnir hlógu saman að því þegar Hlynur var blokkaður Ein tilþrif úr leik Íslands og Grikklands komust í hóp flottustu tilþrifanna á fyrsta degi Eurobasket og voru þau tilþrif á kostnað landsliðsfyrirliðans Hlyns Bæringssonar. 1. september 2017 15:45 Jón Arnór um Hauk: Ég veit ekki alveg hvað menn eru að reykja þarna út í heimi Jón Arnór Stefánsson hrósaði Hauki Helga Pálssyni fyrir frammistöðu sína á móti Grikkjum á Eurobasket í gær en Haukur skoraði 21 stig á eitt sterkasta lið Evrópu. 1. september 2017 14:45 Hlynur brosti bara eftir móttökurnar frá Thanasis sem enduðu meðal bestu tilþrifa dagsins FIBA er búið að velja fimm flottustu tilþrifin frá fyrsta deginum á Eurobasket í ár en keppni hófst í riðlinum í Helsinki í Finnlandi og Tel Aviv í Ísrael í gær. 1. september 2017 08:30 Martin: Ég hef aldrei séð það áður hjá íslensku landsliði Martin Hermannsson er ekkert hrifnari af keppnisboltanum eftir nóttina. Forráðamenn evrópska körfuboltasambandsins voru nefnilega ekki að gera íslensla körfuboltalandsliðinu neinn greiða þegar þeir völdu keppnisboltann fyrir Eurobasket 2017. 1. september 2017 19:30 Tilþrifapakki frá Hauki Helga frá því í gær | Myndband Haukur Helgi Pálsson var langatkvæðamæstur í íslenska körfuboltalandsliðinu í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Helsinki sem fram fór í gær. 1. september 2017 13:45 Vantaði að við settum tóninn til að fá áhorfendurna betur með okkur Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu urðu að sætta sig við 29 stiga tap á móti Grikkjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2017. 1. september 2017 12:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason hefur vakið heimsathygli fyrir frammistöðu sína með íslensku landsliðunum í sumar. Hann var meðal annars valinn í úrvalslið EM 20 ára liða í júlí og skoraði 19 stig á móti NBA-miðherja Litháens í ágúst. Miðherjinn efnilegi er kominn inn á borð NBA-njósnara og spekúlanta sem sjá hann margir fyrir sér í NBA-deildinni í framtíðinni. Það er gott að eiga góða að þegar þú ert að stíga fyrstu skrefin í atvinnumennsku og Jón Arnór Stefánsson gefur ekki bara stoðsendingar á Tryggva inni á vellinum. Hann átti eina frábæra stoðsendingu á Bárðdælinginn þegar hann kom honum inn á borð hjá spænska stórliðinu Valencia. „Hann var tæknilega séð auglýsingin mín. Hann kom með nafnið mitt þangað inn á borðið, vann í þessu ferli og svo var ég allt í einu kominn þangað,“ segir Tryggvi. Eftir frábært sumar hefur áhugi á stráknum aukist og Valencia-menn gætu ekki verið ánægðari með samninginn við Tryggva. „Þeir eru mjög sáttir við sumarið hjá mér og að sjá hvað ég er búinn að breytast mikið síðustu mánuði. Það er geggjað að fá athyglina. Ég var að tala við þá fyrir tveimur dögum og þá voru þeir að segja til hamingju með allt sumarið og hvað er búið að ganga vel,“ segir Tryggvi.Tryggvi tekur skot á æfingu íslenska liðsins í gær.vísir/ernirUmboðsmaðurinn Jón Arnór Jón Arnór Stefánsson fékk nefnilega aðeins að kynnast mögulegu framtíðarstarfi sínu í sumar þegar hann hafði milligöngu um að efnilegasti körfuboltamaður landsins endaði í spænska úrvalsdeildarliðinu Valencia. „Þeir eru mjög spenntir að fá hann, ég veit það. Þeir fylgjast rosalega vel með honum og ég fæ reglulega símtöl og skilaboð um hann,“ segir Jón Arnór sem ætti að geta gefið Tryggva dýrmæt ráð. „Það eru spennandi tímar fram undan hjá honum en mikil og hörð vinna líka, fyrst og fremst sem hann þarf að tileinka sér til að ná langt í þessu. Þetta er bara byrjunin á þessu öllu saman og hann þarf að vera duglegur,“ segir Jón Arnór. En er hann sjálfur að detta inn í umboðsmannastarfið á næstunni? „Þú þarft að vera mjög óeigingjarn til að taka að þér svoleiðis starf. Ég er ennþá bara að spila en ég hefði alveg áhuga á því að stíga skrefið í átt að einhvers konar umboðsmennsku eftir að ferlinum lýkur,“ segir Jón Arnór en það gæti leynst umboðsmaður í honum. „Það var gaman að fá smjörþefinn af því með Tryggva. Ég hjálpaði honum og kom honum í samband við mína umboðsmenn á stórri umboðsskrifstofu í þessum bransa, sem er mikilvægt að hafa. Þetta er ákvörðunartaka allan tímann og þú tekur annaðhvort réttar eða rangar ákvarðanir og það getur mótað það algjörlega hvert þú ferð og hvernig ferillinn mun líta út,“ segir Jón.Jón Arnór leggur boltann ofan í körfuna gegn Grikkjum.vísir/ernirÉg var lánsamur Jón Arnór á að baki flottan atvinnumannsferil en er nú kominn heim og spilar með KR. Á hans síðasta tímabili úti í Evrópu spilaði hann með Valencia veturinn 2015-16. Síðasta tímabilið var hans fjórtánda í annaðhvort Evrópu eða NBA og alls lék hann í fimm löndum á þessum tíma. „Ég var lánsamur að taka réttar ákvarðanir og það væri æðislegt að geta hjálpað einhverjum öðrum að gera slíkt hið sama,“ segir Jón. Tryggvi hefur trú á því að Jón geti fundið sig vel í þessu umboðsmannastarfi í framtíðinni. „Ég myndi segja að hann væri besti Íslendingurinn í það í dag. Ég þekki umboðsheiminn samt svo lítið að ég þori ekki að gefa neina almennilega skýrslu um það. Hann er með mjög flottan og stígandi feril eins og maður vill hafa. Ferill hans hefur líka verið frekar stöðugur,“ segir Tryggvi. Ísland mætir Póllandi í dag og Frakklandi á morgun á Evrópumótinu í Helsinki. Þetta eru mjög sterkir mótherjar en fyrir fram eygja menn aðeins meiri möguleika á móti Póllandi í dag.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Guðni forseti kíkti á körfuboltastrákana í kvöld Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er kominn út til Finnlands og hann kíkti áðan á körfuboltastrákana á hóteli liðsins í miðbæ Helsinki. 1. september 2017 19:24 Vel tekið á móti Tryggva í gær: Ég labbaði inná og þá var fagnað Tryggvi Snær Hlinason lék sinn fyrsta leik á stórmóti í gær þegar Ísland mætti Grikklandi í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Helsinki. Hann fékk frábærar móttökur hjá íslensku áhorfendunum í Höllinni. 1. september 2017 14:15 Herbergisfélagarnir hlógu saman að því þegar Hlynur var blokkaður Ein tilþrif úr leik Íslands og Grikklands komust í hóp flottustu tilþrifanna á fyrsta degi Eurobasket og voru þau tilþrif á kostnað landsliðsfyrirliðans Hlyns Bæringssonar. 1. september 2017 15:45 Jón Arnór um Hauk: Ég veit ekki alveg hvað menn eru að reykja þarna út í heimi Jón Arnór Stefánsson hrósaði Hauki Helga Pálssyni fyrir frammistöðu sína á móti Grikkjum á Eurobasket í gær en Haukur skoraði 21 stig á eitt sterkasta lið Evrópu. 1. september 2017 14:45 Hlynur brosti bara eftir móttökurnar frá Thanasis sem enduðu meðal bestu tilþrifa dagsins FIBA er búið að velja fimm flottustu tilþrifin frá fyrsta deginum á Eurobasket í ár en keppni hófst í riðlinum í Helsinki í Finnlandi og Tel Aviv í Ísrael í gær. 1. september 2017 08:30 Martin: Ég hef aldrei séð það áður hjá íslensku landsliði Martin Hermannsson er ekkert hrifnari af keppnisboltanum eftir nóttina. Forráðamenn evrópska körfuboltasambandsins voru nefnilega ekki að gera íslensla körfuboltalandsliðinu neinn greiða þegar þeir völdu keppnisboltann fyrir Eurobasket 2017. 1. september 2017 19:30 Tilþrifapakki frá Hauki Helga frá því í gær | Myndband Haukur Helgi Pálsson var langatkvæðamæstur í íslenska körfuboltalandsliðinu í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Helsinki sem fram fór í gær. 1. september 2017 13:45 Vantaði að við settum tóninn til að fá áhorfendurna betur með okkur Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu urðu að sætta sig við 29 stiga tap á móti Grikkjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2017. 1. september 2017 12:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Guðni forseti kíkti á körfuboltastrákana í kvöld Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er kominn út til Finnlands og hann kíkti áðan á körfuboltastrákana á hóteli liðsins í miðbæ Helsinki. 1. september 2017 19:24
Vel tekið á móti Tryggva í gær: Ég labbaði inná og þá var fagnað Tryggvi Snær Hlinason lék sinn fyrsta leik á stórmóti í gær þegar Ísland mætti Grikklandi í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Helsinki. Hann fékk frábærar móttökur hjá íslensku áhorfendunum í Höllinni. 1. september 2017 14:15
Herbergisfélagarnir hlógu saman að því þegar Hlynur var blokkaður Ein tilþrif úr leik Íslands og Grikklands komust í hóp flottustu tilþrifanna á fyrsta degi Eurobasket og voru þau tilþrif á kostnað landsliðsfyrirliðans Hlyns Bæringssonar. 1. september 2017 15:45
Jón Arnór um Hauk: Ég veit ekki alveg hvað menn eru að reykja þarna út í heimi Jón Arnór Stefánsson hrósaði Hauki Helga Pálssyni fyrir frammistöðu sína á móti Grikkjum á Eurobasket í gær en Haukur skoraði 21 stig á eitt sterkasta lið Evrópu. 1. september 2017 14:45
Hlynur brosti bara eftir móttökurnar frá Thanasis sem enduðu meðal bestu tilþrifa dagsins FIBA er búið að velja fimm flottustu tilþrifin frá fyrsta deginum á Eurobasket í ár en keppni hófst í riðlinum í Helsinki í Finnlandi og Tel Aviv í Ísrael í gær. 1. september 2017 08:30
Martin: Ég hef aldrei séð það áður hjá íslensku landsliði Martin Hermannsson er ekkert hrifnari af keppnisboltanum eftir nóttina. Forráðamenn evrópska körfuboltasambandsins voru nefnilega ekki að gera íslensla körfuboltalandsliðinu neinn greiða þegar þeir völdu keppnisboltann fyrir Eurobasket 2017. 1. september 2017 19:30
Tilþrifapakki frá Hauki Helga frá því í gær | Myndband Haukur Helgi Pálsson var langatkvæðamæstur í íslenska körfuboltalandsliðinu í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Helsinki sem fram fór í gær. 1. september 2017 13:45
Vantaði að við settum tóninn til að fá áhorfendurna betur með okkur Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu urðu að sætta sig við 29 stiga tap á móti Grikkjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2017. 1. september 2017 12:00