Hugarheimur og sjálfsmynd þjóðarinnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. september 2017 10:15 Birkir segist vera bæði spenntur og stressaður fyrir útgáfudeginum. Visir/Anton Brink Ég bara fékk hugmynd sem mér fannst fyndin, settist niður og skrifaði,“ segir Birkir Blær Ingólfsson handritshöfundur og fréttamaður um ritgerð sem gefin verður út sem bók í dag af Partusi. „Bókin fjallar um þjóðsöguna Sálin hans Jóns míns, um konuna sem gengur til himna og valtar yfir alla dýrlingana og Guð til að dúndra eiginmanni sínum fram hjá kerfinu inn í Paradís. Ég velti því fyrir mér hvort þetta hugarfar endurspeglist ekki stundum í íslensku þjóðinni sem er oft sannfærð um að hún eigi að fá sérmeðferð í hinu og þessu. Þegar ég byrjaði að skrifa hrönnuðust upp dæmi um þetta viðhorf víða í þjóðfélaginu svo ég gat ekki hætt og allt í einu var ég kominn með ritgerð.“ Partus gefur bókina út með viðhöfn sem hefst klukkan 14 í dag í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Allir eru velkomnir. Þar verður pallborð sem Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri og Birkir Blær sitja í og spjalla um efnið sem ritgerðin fjallar um. „Ég er spenntur og stressaður,“ segir Birkir Blær sem skrifaði efnið algerlega af eigin hvötum en ekki í tengslum við nám. „Það virðist vera í tísku, bæði á Íslandi og erlendis, að skrifa ritgerðir, óskáldaðan skáldskap, ég veit ekkert af hverju. Kannski er fólk að reyna að botna í raunveruleikanum sem allt í einu er orðinn svo hraður að maður nær ekki að melta neitt áður en það er fokið út í buskann,“ segir hann. Þetta er fyrsta efnið sem Partus gefur út í nýrri ritröð sem nefnist Fræ. Þar er stefnan að gefa út stuttar ritgerðir um eitt og annað. „Þetta eru fræði en aðeins afslappaðri en venjuleg akademísk fræði, þau eru oft svo „upp í nef rignandi“ að manni finnst maður ekkert botna í þeim,“ segir Birkir Blær. „Þetta er svona skemmtilegt og afslappað.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. september. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ég bara fékk hugmynd sem mér fannst fyndin, settist niður og skrifaði,“ segir Birkir Blær Ingólfsson handritshöfundur og fréttamaður um ritgerð sem gefin verður út sem bók í dag af Partusi. „Bókin fjallar um þjóðsöguna Sálin hans Jóns míns, um konuna sem gengur til himna og valtar yfir alla dýrlingana og Guð til að dúndra eiginmanni sínum fram hjá kerfinu inn í Paradís. Ég velti því fyrir mér hvort þetta hugarfar endurspeglist ekki stundum í íslensku þjóðinni sem er oft sannfærð um að hún eigi að fá sérmeðferð í hinu og þessu. Þegar ég byrjaði að skrifa hrönnuðust upp dæmi um þetta viðhorf víða í þjóðfélaginu svo ég gat ekki hætt og allt í einu var ég kominn með ritgerð.“ Partus gefur bókina út með viðhöfn sem hefst klukkan 14 í dag í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Allir eru velkomnir. Þar verður pallborð sem Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri og Birkir Blær sitja í og spjalla um efnið sem ritgerðin fjallar um. „Ég er spenntur og stressaður,“ segir Birkir Blær sem skrifaði efnið algerlega af eigin hvötum en ekki í tengslum við nám. „Það virðist vera í tísku, bæði á Íslandi og erlendis, að skrifa ritgerðir, óskáldaðan skáldskap, ég veit ekkert af hverju. Kannski er fólk að reyna að botna í raunveruleikanum sem allt í einu er orðinn svo hraður að maður nær ekki að melta neitt áður en það er fokið út í buskann,“ segir hann. Þetta er fyrsta efnið sem Partus gefur út í nýrri ritröð sem nefnist Fræ. Þar er stefnan að gefa út stuttar ritgerðir um eitt og annað. „Þetta eru fræði en aðeins afslappaðri en venjuleg akademísk fræði, þau eru oft svo „upp í nef rignandi“ að manni finnst maður ekkert botna í þeim,“ segir Birkir Blær. „Þetta er svona skemmtilegt og afslappað.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. september.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp