Fullveldið í orðum, myndum og athöfnum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. september 2017 10:30 Darri Lorenzen myndlistarmaður og Sara Öldudóttir sýningarstjóri utan við Gerðarsafn í Kópavogi Visir/Vilhelm Hátíðin í ár samanstendur af fastri sýningu út mánuðinn og lifandi dagskrá í Gerðarsafni sem stendur í þrjár vikur. Í dag verður hér fjölskylduhátíð með skákmóti, dansi og pylsupartíi,“ segir Sara Öldudóttir sem er sýningarstjóri listahátíðarinnar Cycle í Kópavogi, ásamt Guðnýju Þóru Guðmundsdóttur. Yfirskrift hátíðarinnar er Fullvalda | Nýlenda í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands á næsta ári en miðast við Grænland, Færeyjar og Ísland og tengsl þeirra við Danmörku í nútíð og fortíð. „Við nálgumst efnið eftir mörgum leiðum í því augnamiði að örva samskiptin milli lista, fræða og samfélags og styrkja vestnorræn menningartengsl,“ tekur Sara fram. Fyrst minnist Sara á nokkur verkanna sem verða til sýnis í Gerðarsafni. Eitt þeirra nefnist Stjórnarskrá er ferli og er eftir listamennina Libiu Castro og Ólaf Ólafsson. Þar verða handrit að fimm íslenskum stjórnarskrám til sýnis opinberlega í fyrsta skipti. „Við erum með nýtt verk eftir Darra Lorenzen og eldra verk eftir Ragnar Kjartansson. Svartigaldur í hvíta húsinu er verk eftir dönsku listakonuna Jeannette Ehlers og einnig er áhrifamikið fánaverk eftir Andrew Ranville sem er byggt á áhugaverðri rannsókn.“ Sara segir líka verða efnt til samtals um fullveldið. „Markmið okkar er að fá alla áhugasama um það málefni til leiks, listafólk, fræðafólk og almenna borgara. Við höfum bæði haft samband við fólk sem hefur verið að fást við þetta málefni á lista- og fræðasviði auk þess sem við auglýstum eftir tillögum frá listafólki og fengum góð viðbrögð. Sumt af því fólki verður inni á gólfi hjá okkur í samræðunni.“ Hundrað ára afmæli fullveldis Íslands á næsta ári er stórt tækifæri til sjálfsskoðunar, rýni og sköpunar að mati Söru og annarra stjórnenda Cycle. „Áherslan verður á hugmyndir um þjóðerni og sjálfsmynd og hvernig þær mótast á sjálfstæðisbaráttutímanum. Líka hvernig þær hugmyndir hafa þróast hér á Íslandi, hverjar hefur verið haldið í og hversu vel þær falla að nútímasamfélaginu,“ segir Sara og heldur áfram: „Þar að auki er okkur mikilvægt að tengja umræðuna við Grænland og Færeyjar út frá sameiginlegri sögu, þó að hin löndin séu á allt öðrum tímapunkti í sínu sjálfstæðisferli. Það býður upp á spennandi samræðufleti.“ Sara segir bæði tónlistarmenn og rannsakendur frá Færeyjum, Grænlandi og Danmörku verða virka þátttakendur í hátíðinni í Gerðarsafni. „Við lítum á þetta sem upphafspunkt og viljum rækta frá þessum vettvangi samstarf sem við ætlum að leiða áfram,“ segir hún. Nú langar mig að vita eitthvað um Söru sjálfa. „Minn bakgrunnur er í félagsvísindum. Ég hef stundað nám og rannsóknir við Háskóla Íslands og í Bretlandi á sviði mannfræði, stjórnmála alþjóðahagkerfisins og félagsfræði en þetta er fyrsta listverkefnið mitt. Guðný Þóra stofnaði Cycle ásamt Tinnu Þorsteinsdóttur og Fjólu Dögg Sverrisdóttur en ég gekk til liðs við verkefnið í upphafi þessa árs,“ tekur hún fram og vísar til þess að þetta er þriðja Cycle hátíðin á jafn mörgum árum. „Stundum finnst mér fólk vera einangrað á sínum vettvangi en ég hef mikinn áhuga á þverfaglegri nálgun og samræðu milli mismunandi þekkingarheima. Ég hef líka sterka trú á því að listræn aðferð geti haft mikið að segja í samfélaginu,“ segir Sara og bendir á að dagskrá hátíðarinnar sé á ww.cycle.isGreinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. september. Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Hátíðin í ár samanstendur af fastri sýningu út mánuðinn og lifandi dagskrá í Gerðarsafni sem stendur í þrjár vikur. Í dag verður hér fjölskylduhátíð með skákmóti, dansi og pylsupartíi,“ segir Sara Öldudóttir sem er sýningarstjóri listahátíðarinnar Cycle í Kópavogi, ásamt Guðnýju Þóru Guðmundsdóttur. Yfirskrift hátíðarinnar er Fullvalda | Nýlenda í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands á næsta ári en miðast við Grænland, Færeyjar og Ísland og tengsl þeirra við Danmörku í nútíð og fortíð. „Við nálgumst efnið eftir mörgum leiðum í því augnamiði að örva samskiptin milli lista, fræða og samfélags og styrkja vestnorræn menningartengsl,“ tekur Sara fram. Fyrst minnist Sara á nokkur verkanna sem verða til sýnis í Gerðarsafni. Eitt þeirra nefnist Stjórnarskrá er ferli og er eftir listamennina Libiu Castro og Ólaf Ólafsson. Þar verða handrit að fimm íslenskum stjórnarskrám til sýnis opinberlega í fyrsta skipti. „Við erum með nýtt verk eftir Darra Lorenzen og eldra verk eftir Ragnar Kjartansson. Svartigaldur í hvíta húsinu er verk eftir dönsku listakonuna Jeannette Ehlers og einnig er áhrifamikið fánaverk eftir Andrew Ranville sem er byggt á áhugaverðri rannsókn.“ Sara segir líka verða efnt til samtals um fullveldið. „Markmið okkar er að fá alla áhugasama um það málefni til leiks, listafólk, fræðafólk og almenna borgara. Við höfum bæði haft samband við fólk sem hefur verið að fást við þetta málefni á lista- og fræðasviði auk þess sem við auglýstum eftir tillögum frá listafólki og fengum góð viðbrögð. Sumt af því fólki verður inni á gólfi hjá okkur í samræðunni.“ Hundrað ára afmæli fullveldis Íslands á næsta ári er stórt tækifæri til sjálfsskoðunar, rýni og sköpunar að mati Söru og annarra stjórnenda Cycle. „Áherslan verður á hugmyndir um þjóðerni og sjálfsmynd og hvernig þær mótast á sjálfstæðisbaráttutímanum. Líka hvernig þær hugmyndir hafa þróast hér á Íslandi, hverjar hefur verið haldið í og hversu vel þær falla að nútímasamfélaginu,“ segir Sara og heldur áfram: „Þar að auki er okkur mikilvægt að tengja umræðuna við Grænland og Færeyjar út frá sameiginlegri sögu, þó að hin löndin séu á allt öðrum tímapunkti í sínu sjálfstæðisferli. Það býður upp á spennandi samræðufleti.“ Sara segir bæði tónlistarmenn og rannsakendur frá Færeyjum, Grænlandi og Danmörku verða virka þátttakendur í hátíðinni í Gerðarsafni. „Við lítum á þetta sem upphafspunkt og viljum rækta frá þessum vettvangi samstarf sem við ætlum að leiða áfram,“ segir hún. Nú langar mig að vita eitthvað um Söru sjálfa. „Minn bakgrunnur er í félagsvísindum. Ég hef stundað nám og rannsóknir við Háskóla Íslands og í Bretlandi á sviði mannfræði, stjórnmála alþjóðahagkerfisins og félagsfræði en þetta er fyrsta listverkefnið mitt. Guðný Þóra stofnaði Cycle ásamt Tinnu Þorsteinsdóttur og Fjólu Dögg Sverrisdóttur en ég gekk til liðs við verkefnið í upphafi þessa árs,“ tekur hún fram og vísar til þess að þetta er þriðja Cycle hátíðin á jafn mörgum árum. „Stundum finnst mér fólk vera einangrað á sínum vettvangi en ég hef mikinn áhuga á þverfaglegri nálgun og samræðu milli mismunandi þekkingarheima. Ég hef líka sterka trú á því að listræn aðferð geti haft mikið að segja í samfélaginu,“ segir Sara og bendir á að dagskrá hátíðarinnar sé á ww.cycle.isGreinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. september.
Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira