Breaking Dead: Gerast Walking Dead og Breaking Bad í sama söguheimi? Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2017 11:30 Walter White og mögulega einn af viðskiptavinum hans? Útlit er fyrir að framleiðendur þáttanna Fear the Walking Dead hafi staðfest að Walking Dead gerist í sama söguheimi og þættirnir Breaking Bad. Aðdáendur þáttanna hafa sett fram kenningu sem snýst um þetta en hún heitir Breaking Dead og eru þó nokkur atriði sem virðast tengja þættina saman. Einhverjir hafa jafnvel haldið því fram að fíkniefnum Walter White, eða Heisenberg, sé um að kenna. Þau hafi búið uppvakningana til. Umrædd fíkniefni, Blue Sky, hafa jafnvel sést í Walking Dead þáttunum. Hér má sjá farið yfir Breaking Dead kenninguna.Í síðasta þætti Fear the Walking Dead, sem sýndur var í síðustu viku, virðist þó sem að kenningin hafi verið staðfest. Þá mátti heyra lag spilað í bakgrunni atriðis en lagið er úr Breaking Bad og heitir: Negro y Azul: The Ballad of Heisenberg.Upprunalega lagið úr Breaking Bad, sem samið var um Heisenberg, má heyra hér að neðan.Walking Dead þættirnir eru gerðir af fyrirtækinu AMC. Því sama og gerði Breaking Bad. Í samtali við Digital Spy, sagði Dave Erickson, forsvarsmaður Fear the Walking Dead, að hann hefði reynt að setja lagið inn laumulega en þetta hafi verið gert vísvitandi. „Þetta var líklega augnablikið sem ég varð ástfanginnn af Breaking Bad, þegar þeir byrjuðu þáttinn á tónlistarmyndbandi. Þegar við vorum að leita að hugmyndum um hvernig við ættum að tengja heimina, fannst mér þetta eiga heima þarna,“ sagði Dave Erickson. Hann sagði einnig að þetta hefði verið virðingarvottur við Vince Gilligan, höfund Breaking Bad. Bíó og sjónvarp Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Útlit er fyrir að framleiðendur þáttanna Fear the Walking Dead hafi staðfest að Walking Dead gerist í sama söguheimi og þættirnir Breaking Bad. Aðdáendur þáttanna hafa sett fram kenningu sem snýst um þetta en hún heitir Breaking Dead og eru þó nokkur atriði sem virðast tengja þættina saman. Einhverjir hafa jafnvel haldið því fram að fíkniefnum Walter White, eða Heisenberg, sé um að kenna. Þau hafi búið uppvakningana til. Umrædd fíkniefni, Blue Sky, hafa jafnvel sést í Walking Dead þáttunum. Hér má sjá farið yfir Breaking Dead kenninguna.Í síðasta þætti Fear the Walking Dead, sem sýndur var í síðustu viku, virðist þó sem að kenningin hafi verið staðfest. Þá mátti heyra lag spilað í bakgrunni atriðis en lagið er úr Breaking Bad og heitir: Negro y Azul: The Ballad of Heisenberg.Upprunalega lagið úr Breaking Bad, sem samið var um Heisenberg, má heyra hér að neðan.Walking Dead þættirnir eru gerðir af fyrirtækinu AMC. Því sama og gerði Breaking Bad. Í samtali við Digital Spy, sagði Dave Erickson, forsvarsmaður Fear the Walking Dead, að hann hefði reynt að setja lagið inn laumulega en þetta hafi verið gert vísvitandi. „Þetta var líklega augnablikið sem ég varð ástfanginnn af Breaking Bad, þegar þeir byrjuðu þáttinn á tónlistarmyndbandi. Þegar við vorum að leita að hugmyndum um hvernig við ættum að tengja heimina, fannst mér þetta eiga heima þarna,“ sagði Dave Erickson. Hann sagði einnig að þetta hefði verið virðingarvottur við Vince Gilligan, höfund Breaking Bad.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein