Galin umræða Bolli Héðinsson skrifar 19. september 2017 06:00 Svo furðulegt sem það kann að virðast þá fara fram viðtöl í fjölmiðlum um útflutning á lambakjöti og aldrei er spurt að því hvað útlendingarnir greiði fyrir kjötið. Staðreyndin er nefnilega sú að útlendingar fá kjötið langt undir því verði sem það er selt á innanlands. Greiðslan fyrir útflutt kjöt hefur sennilega aldrei nægt fyrir framleiðslukostnaði og mun ekki gera það um fyrirsjáanlega framtíð. Svo lengi sem elstu menn muna þá hefur þjóðinni verið talin trú um að útlendingar séu rétt handan við hornið að uppgötva íslenska lambakjötið og muni greiða fyrir það hæsta verð. Hér nægir t.d. að minna á lambakjötsútrásina þegar veitingastaður var stofnaður í London í þessu skyni fyrir meira en hálfri öld. Hvað gerir það mögulegt að flytja út lambakjöt og selja við lágu verði? Skýringin er að framleiðendurnir njóti með einum eða öðrum hætti stuðnings ríkisins. Styrkurinn hefur í gegnum tíðina heitið mismunandi nöfnum allt frá útflutningsbótum til beingreiðslna. Hverjir samþykktu þetta fyrirkomulag? Hver er ábyrgð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem fyrir réttu ári, einir stjórnmálaflokka, samþykktu langtímasamning um sauðfjárframleiðslu sem mun bara auka á vandann? Í fyrsta sinn í áratugi eru málefni landbúnaðarins ekki á hendi ráðherra sem kemur úr einum framsóknarflokkanna þriggja, Sjálfstæðis-, Framsóknar- og VG. Ef svo væri, þá væri sjálfsagt þegar búið að afhenda hundruð milljóna af almannfé til að halda áfram óbreyttri vegferð sem hefur leitt sauðfjárbændur í öngstræti og vanda sauðfjárræktarinnar yrði enn skotið á frest. En hvenær á þá að taka á málum? Er eitthvað verra að gera það núna eða á að halda áfram að fresta hinu óhjákvæmilega sem blasað hefur við í áratugi? Í kosningabaráttunni sem er fram undan er viðbúið að það verði nægir til að bjóða sauðfjárbændum gull og græna skóga. Hverju væru sauðfjárbændur bættari? Kjósendur ættu að fylgjast vel með því hvaða stjórnmálaflokkar segja við bændur að það eina sem þurfi séu hundruð milljóna af almannafé og það muni þeir sjá um.Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Skoðun Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Svo furðulegt sem það kann að virðast þá fara fram viðtöl í fjölmiðlum um útflutning á lambakjöti og aldrei er spurt að því hvað útlendingarnir greiði fyrir kjötið. Staðreyndin er nefnilega sú að útlendingar fá kjötið langt undir því verði sem það er selt á innanlands. Greiðslan fyrir útflutt kjöt hefur sennilega aldrei nægt fyrir framleiðslukostnaði og mun ekki gera það um fyrirsjáanlega framtíð. Svo lengi sem elstu menn muna þá hefur þjóðinni verið talin trú um að útlendingar séu rétt handan við hornið að uppgötva íslenska lambakjötið og muni greiða fyrir það hæsta verð. Hér nægir t.d. að minna á lambakjötsútrásina þegar veitingastaður var stofnaður í London í þessu skyni fyrir meira en hálfri öld. Hvað gerir það mögulegt að flytja út lambakjöt og selja við lágu verði? Skýringin er að framleiðendurnir njóti með einum eða öðrum hætti stuðnings ríkisins. Styrkurinn hefur í gegnum tíðina heitið mismunandi nöfnum allt frá útflutningsbótum til beingreiðslna. Hverjir samþykktu þetta fyrirkomulag? Hver er ábyrgð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem fyrir réttu ári, einir stjórnmálaflokka, samþykktu langtímasamning um sauðfjárframleiðslu sem mun bara auka á vandann? Í fyrsta sinn í áratugi eru málefni landbúnaðarins ekki á hendi ráðherra sem kemur úr einum framsóknarflokkanna þriggja, Sjálfstæðis-, Framsóknar- og VG. Ef svo væri, þá væri sjálfsagt þegar búið að afhenda hundruð milljóna af almannfé til að halda áfram óbreyttri vegferð sem hefur leitt sauðfjárbændur í öngstræti og vanda sauðfjárræktarinnar yrði enn skotið á frest. En hvenær á þá að taka á málum? Er eitthvað verra að gera það núna eða á að halda áfram að fresta hinu óhjákvæmilega sem blasað hefur við í áratugi? Í kosningabaráttunni sem er fram undan er viðbúið að það verði nægir til að bjóða sauðfjárbændum gull og græna skóga. Hverju væru sauðfjárbændur bættari? Kjósendur ættu að fylgjast vel með því hvaða stjórnmálaflokkar segja við bændur að það eina sem þurfi séu hundruð milljóna af almannafé og það muni þeir sjá um.Höfundur er hagfræðingur.
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun