Forsetinn með fiskabindi Stefán Árni Pálsson skrifar 14. september 2017 15:30 Guðni skoðar hér skipslíkan í bás Måløy Maritime Group frá Noregi á IceFish. mynd/Bragi Þór Jósefsson Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heimsótti Íslensku sjávarútvegssýninguna, IceFish 2017, í Smáranum fyrr í dag. Guðni ræddi við skipuleggjendur sýningarinnar undir forystu Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóra sýningarinnar og Andrew Webster, framkvæmdastjóra Mercator Media sem hefur haft umsjón með sýningunni síðan 2008, en heimsótti síðan nokkra af helstu sýnendum. Guðni lýsti yfir ánægju sinni með sýninguna og hvernig að henni var staðið, sérstaklega hversu vel hún endurspeglaði þrótt og nýsköpun íslenskra fyrirtækja í sjávarútvegi og þeirra sem þjónusta þau með tækjum og búnaði. Forsetinn þáði m.a. boð Marels um að reyna ný sýndarveruleikagleraugu sem senda notandann á ferðalag um hátæknilega fiskvinnslu. Guðni sló á létta strengi þegar gleraugun voru komin á hann og uppskar hlátur viðstaddra þegar hann spurði hvort að hann ætti núna að skjóta á geimverur? Bindið sem forsetinn bar vakti líka athygli gesta, en það skartaði litríkum fiskum. Guðni sagðist hafa fengið bindið þegar hann var að vinna að doktorsritgerð sinni í Bretlandi, en hún fjallaði um útvíkkun landhelgi Íslands og þorskastríðin við Breta 1948-1964. Þá þurfti hann að leita til nefndar ytra um styrk til frekari ritsmíða og þáverandi unnusta hans og núverandi eiginkona, Eliza Reid, gaf honum bindið af því tilefni. Hann fór síðan á fund nefndarinnar og fékk styrkinn. „Þeir sögðu við mig eftir á að maður sem sýndi svo mikla ástríðu fyrir efninu að hann bæri meira að segja hálsbindi skreytt fiskum yrði óhjákvæmilega að fá styrk,“ sagði Guðni við góðar viðtökur viðstaddra. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heimsótti Íslensku sjávarútvegssýninguna, IceFish 2017, í Smáranum fyrr í dag. Guðni ræddi við skipuleggjendur sýningarinnar undir forystu Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóra sýningarinnar og Andrew Webster, framkvæmdastjóra Mercator Media sem hefur haft umsjón með sýningunni síðan 2008, en heimsótti síðan nokkra af helstu sýnendum. Guðni lýsti yfir ánægju sinni með sýninguna og hvernig að henni var staðið, sérstaklega hversu vel hún endurspeglaði þrótt og nýsköpun íslenskra fyrirtækja í sjávarútvegi og þeirra sem þjónusta þau með tækjum og búnaði. Forsetinn þáði m.a. boð Marels um að reyna ný sýndarveruleikagleraugu sem senda notandann á ferðalag um hátæknilega fiskvinnslu. Guðni sló á létta strengi þegar gleraugun voru komin á hann og uppskar hlátur viðstaddra þegar hann spurði hvort að hann ætti núna að skjóta á geimverur? Bindið sem forsetinn bar vakti líka athygli gesta, en það skartaði litríkum fiskum. Guðni sagðist hafa fengið bindið þegar hann var að vinna að doktorsritgerð sinni í Bretlandi, en hún fjallaði um útvíkkun landhelgi Íslands og þorskastríðin við Breta 1948-1964. Þá þurfti hann að leita til nefndar ytra um styrk til frekari ritsmíða og þáverandi unnusta hans og núverandi eiginkona, Eliza Reid, gaf honum bindið af því tilefni. Hann fór síðan á fund nefndarinnar og fékk styrkinn. „Þeir sögðu við mig eftir á að maður sem sýndi svo mikla ástríðu fyrir efninu að hann bæri meira að segja hálsbindi skreytt fiskum yrði óhjákvæmilega að fá styrk,“ sagði Guðni við góðar viðtökur viðstaddra.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira