Fyrstu lokatölurnar að koma í hús Karl Lúðviksson skrifar 12. september 2017 15:34 Það eru komnar lokatölur úr Norðurá Mynd úr safni Nú er veiðitímabilinu í laxveiðinni senn að ljúka og lokatölurnar úr ánum sem opnuðu fyrstar að detta í hús. Það er að vísu veitt alveg fram í október í ánum sem eru yfirleitt kallaðar hafbeitarár en í þeim ám má veiða lengur. Norðurá og Blanda opna fyrstar á hverju ári og þær loka einnig fyrstar svo fyrstu lokatölurnar eru úr þeim. Það hafa ekki borist lokatölur úr Blöndu en í Norðurá er heildarveiðin á þessu tímabili 1719 laxar sem er tæplega 400 löxum hærri lokatala en í fyrra og verður ekki annað sagt en að endaspretturinn í ánni hafi verið góður en um 300 laxar veiddust síðustu tæpu tvær vikurnar. Meðalveiðin í Norðurá er 1570 laxar frá árinu 1974. Mesta veiðin í henni var árið 2013 en þá veiddust 3351 lax og hún hefur oft verið í hærri kantinum samanber árin 2015 með 2886 laxa, 2008 með 3307 laxa og 2005 með 3138 laxa. Minnsta veiðin í Norðurá var árið 1984 en þá veiddust aðeins 856 laxar í ánni en hún hefur aðeins fjórum sinnum farið undir 1000 laxa heildarveiði. Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði
Nú er veiðitímabilinu í laxveiðinni senn að ljúka og lokatölurnar úr ánum sem opnuðu fyrstar að detta í hús. Það er að vísu veitt alveg fram í október í ánum sem eru yfirleitt kallaðar hafbeitarár en í þeim ám má veiða lengur. Norðurá og Blanda opna fyrstar á hverju ári og þær loka einnig fyrstar svo fyrstu lokatölurnar eru úr þeim. Það hafa ekki borist lokatölur úr Blöndu en í Norðurá er heildarveiðin á þessu tímabili 1719 laxar sem er tæplega 400 löxum hærri lokatala en í fyrra og verður ekki annað sagt en að endaspretturinn í ánni hafi verið góður en um 300 laxar veiddust síðustu tæpu tvær vikurnar. Meðalveiðin í Norðurá er 1570 laxar frá árinu 1974. Mesta veiðin í henni var árið 2013 en þá veiddust 3351 lax og hún hefur oft verið í hærri kantinum samanber árin 2015 með 2886 laxa, 2008 með 3307 laxa og 2005 með 3138 laxa. Minnsta veiðin í Norðurá var árið 1984 en þá veiddust aðeins 856 laxar í ánni en hún hefur aðeins fjórum sinnum farið undir 1000 laxa heildarveiði.
Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði