J.J. Abrams mun leikstýra Star Wars: Episode IX 12. september 2017 14:37 J.J. Abrams leikstýrði sjöundu myndinni - The Force Awakens - sem frumsýndur var árið 2015. Vísir/afp J.J. Abrams hefur verið ráðinn til að skrifa og leikstýra níunda hluta Star Wars-myndanna. Abrams leikstýrði sjöundu myndinni - The Force Awakens - sem frumsýndur var árið 2015. Greint var frá ráðningunni á heimasíðu Star Wars í dag. Colin Trevorrow átti upphaflega að leikstýra myndinni en fyrir viku var greint frá því að honum hafi verið vikið frá störfum. Abrams mun skrifa handritið ásamt Chris Terrio. Kathleen Kennedy, Michelle Rejwan, Abrams, Bad Robot, og Lucasfilm framleiða myndina. Kathleen Kennedy, forstjóri Lucasfims, segist himinlifandi með að hafa fengið Abrams til að koma að gerð myndarinnar. Sögusagnir um að Trevorrow yrði látinn fara sem leikstjóri myndarinnar fóru á kreik í júní síðastliðnum, nokkrum vikum fyrir frumsýningu nýjustu myndar hans The Book of Henry, spennutryllir sem lagðist illa í gagnrýnendur og gekk illa í miðasölu. Heimildarmenn Hollywood Reporter segja að handritskrísa hafi einkennt þróun níunda Stjörnustríðsmyndarinnar og að Trevorrow hafi reynt nokkrar útgáfur af því sem lögðust ekki nógu vel í Lucasfilm og Disney. Áttundi hluti Star Wars, The Last Jedi, verður frumsýnd nú skömmu fyrir jól. Abrams hefur áður leikstýrt myndum og þáttum á borð við Lost, Fringe, Star Trek (2009) og Star Trek Into the Darkness. Reiknað er með að níunda Star Wars myndin verði frumsýnd árið 2019. Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
J.J. Abrams hefur verið ráðinn til að skrifa og leikstýra níunda hluta Star Wars-myndanna. Abrams leikstýrði sjöundu myndinni - The Force Awakens - sem frumsýndur var árið 2015. Greint var frá ráðningunni á heimasíðu Star Wars í dag. Colin Trevorrow átti upphaflega að leikstýra myndinni en fyrir viku var greint frá því að honum hafi verið vikið frá störfum. Abrams mun skrifa handritið ásamt Chris Terrio. Kathleen Kennedy, Michelle Rejwan, Abrams, Bad Robot, og Lucasfilm framleiða myndina. Kathleen Kennedy, forstjóri Lucasfims, segist himinlifandi með að hafa fengið Abrams til að koma að gerð myndarinnar. Sögusagnir um að Trevorrow yrði látinn fara sem leikstjóri myndarinnar fóru á kreik í júní síðastliðnum, nokkrum vikum fyrir frumsýningu nýjustu myndar hans The Book of Henry, spennutryllir sem lagðist illa í gagnrýnendur og gekk illa í miðasölu. Heimildarmenn Hollywood Reporter segja að handritskrísa hafi einkennt þróun níunda Stjörnustríðsmyndarinnar og að Trevorrow hafi reynt nokkrar útgáfur af því sem lögðust ekki nógu vel í Lucasfilm og Disney. Áttundi hluti Star Wars, The Last Jedi, verður frumsýnd nú skömmu fyrir jól. Abrams hefur áður leikstýrt myndum og þáttum á borð við Lost, Fringe, Star Trek (2009) og Star Trek Into the Darkness. Reiknað er með að níunda Star Wars myndin verði frumsýnd árið 2019.
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein