Eldri borgarar í forgangi Þorsteinn Víglundsson skrifar 12. september 2017 06:00 Fáir hópar hafa verið í jafn miklum forgangi í ríkisfjármálum og notið jafn ríkulegra kjarabóta á undanförnum misserum og eldri borgarar. Útgjöld til ellilífeyrisgreiðslna TR á næsta ári munu verða rúmlega 74 milljarðar króna. Aukningin frá árinu 2016, sem var síðasta gildisár eldra lífeyriskerfis, nemur 24 milljörðum króna, eða um það bið helmingsaukning. Jafnframt sýnir samantekt TR að heildartekjur lægri tekjuhelmings ellilífeyrisþega voru í febrúar 2017 um 24% hærri að jafnaði en í sama mánuði árið áður. Þessar tvær staðreyndir sýna svo ekki verður um villst að lífeyriskerfið hefur verið eflt verulega. Þróunin heldur áfram í sömu átt á næsta ári. Það sýnir að metnaður okkar er að tryggja sem best kjör fyrir eldri borgara á Íslandi. Þrátt fyrir þessa þróun má víða sjá stóryrtar yfirlýsingar um ellilífeyriskerfi almannatrygginga og þau áhrif sem breytingar sem gerðar voru á því um síðustu áramót hafa haft. Þær yfirlýsingar eru flestar á skjön við veruleikann, en aðrar beinlínis byggðar á röngum skilningi á ellilífeyriskerfinu. Mig langar sérstaklega að fjalla um tvær algengar fullyrðingar: 1. Að aldrei hafi staðið til að skerða lífeyrisgreiðslur almannatrygginga vegna tekna frá lífeyrissjóðum eða atvinnutekjum. 2. Að með breytingunni hafi dregið úr ávinningi aldraðra af atvinnuþátttöku og að breytingin hafi beinst gegn tekjulægstu hópunum. Fyrri fullyrðingin er býsna lífseig, hefur raunar verið mjög áberandi í umræðu um lífeyrismál upp á síðkastið. Hún felur í sér þá skoðun að almannatryggingar séu og hafi alltaf verið fyrsta stoð lífeyrisréttinda okkar þegar við hættum að vinna en sparnaður okkar í lífeyrissjóði komi síðan sem hrein viðbót. Staðreyndin er hins vegar sú að greiðslur frá almannatryggingum hafa alla tíð verið hugsaðar sem tekjutrygging, þ.e. komið til viðbótar öðrum tekjum lífeyrisþega. Heildstæð löggjöf um almannatryggingar leit fyrst dagsins ljós árið 1947. Stefán Ólafsson, prófessor og fyrrum stjórnarformaður Tryggingastofnunar, gerir sögu kerfisins góð skil í bók sinn „Íslenska leiðin“ sem kom út árið 1999. Þar segir orðrétt á bls. 93: „Í reynd má segja að tekjutenging eða lágtekjumiðun lífeyris hafi verið í gildi á Íslandi öll eftirstríðsárin að undanskildu tímabilinu milli 1960 og 1972.“ Með öðrum orðum hafi kerfinu ávallt verið ætlað að tryggja hag tekjulægri lífeyrisþega. Almennur lífeyrissparnaður hafi því nær allt þetta tímabil í raun verið fyrsta stoð kerfisins. Þetta rímar ágætlega við markmið núgildandi laga um almannatryggingar en þar segir í 1.gr. „Markmið laga þessara er að tryggja þeim sem lögin taka til og þess þurfa bætur og aðrar greiðslur vegna elli, örorku og framfærslu barna, eftir því sem nánar er kveðið á um í lögum þessum.“ Af þessu verður ekki annað ráðið en að ellilífeyriskerfinu hafi alla tíð verið ætlað að vera viðbót við aðrar tekjur lífeyrisþega, þ.m.t. lífeyristekjur, til að tryggja framfærslu. Hvað seinni fullyrðinguna varðar, þ.e. að minni hvati sé til að afla sér tekna í nýja kerfinu en því eldra, er ágætt að skoða einfaldlega samanburðinn á því sem lífeyrisþegi fær greitt í núverandi kerfi samanborið við það eldra. Á síðunni má sjá tvær myndir sem sýna annars vegar samanburðinn fyrir einstakling sem býr einn, og hins vegar einstakling í sambúð. Í nýju kerfi skerðast tekjur eins, hvort heldur sem um er að ræða lífeyristekjur eða atvinnutekjur, en í eldra kerfi skertu greiðslur frá lífeyrissjóðum greiðslur TR nokkuð meira en atvinnutekjur vegna frítekjumarks á síðastnefndu tekjurnar. Myndirnar sýna hvernig viðbótargreiðslur TR lækka eftir því sem aðrar tekjur lífeyrisþega (lárétti ásinn) hækka. Að mínu mati væri einmitt réttara í ljósi tekjutryggingareðlis almannatrygginga að horfa á það hverju almannatryggingar bæta við í stað þess að einblína á „skerðingar“. Það gefur auga leið í tekjutryggingarkerfi að þeir sem hærri hafa tekjurnar fá minna frá almannatryggingum. Þeir þurfa líka síður á þeim stuðningi að halda.Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var ábati tekjulægsta hópsins mestur af þessum breytingum, hvort sem um er að ræða einstakling í sambúð eða einstakling sem býr einn. Hækkun greiðslna til þeirra tekjulægstu var mest, líkt og stefnt var að. Þá má líka sjá að hvatinn til aukinnar vinnu af gömlu frítekjumörkunum er minni en af er látið þar sem svonefnd framfærsluuppbót (sem að hámarki gat numið 44 þúsund krónum, lækkaði um krónu á móti hverri krónu sem lífeyrisþegi hafði í tekjur af vinnu eða frá lífeyrissjóði. Þó er rétt að halda því til haga að frítekjumörk atvinnutekna höfðu meiri áhrif ef um blandaðar tekjur var að ræða, þ.e. bæði tekjur frá lífeyrissjóði og vegna atvinnu. Í þessu samhengi má þó einnig halda því til haga að á árinu 2016 höfðu 88,4% 67 ára og eldri engar atvinnutekjur. Einungis 7,2% ellilífeyrisþega höfðu atvinnutekjur yfir 50 þúsund krónum á mánuði. Hópurinn sem nýtur góðs af frítekjumörkum á atvinnutekjur er því mikill minnihluti eldri borgara. Þá dregur mjög úr atvinnuþátttöku með hækkandi aldri. Ávinningur eldri borgara af minni skerðingum vegna lífeyristekna er því mun meiri en tapið af afnámi frítekjumarks atvinnutekna. Síðast en ekki síst má sjá að allir lífeyrisþegar með tekjur undir 500 þúsund krónum á mánuði, hvort sem er vegna atvinnu eða greiðslna frá lífeyrissjóði, fá hærri tekjur frá TR í nýja kerfinu en því eldra. Það getur varla verið hægt að halda því fram með sanngirni að hvatinn til atvinnuþátttöku sé minni í nýja kerfinu en því eldra. Við eigum vissulega að hafa metnað til að tryggja eldri borgurum hér á landi góð lífskjör. Lífeyriskerfið er þar einna mikilvægasti þátturinn. Löggjafinn sýndi vilja sinn til þess að bæta lífskjör eldri borgara um síðustu áramót. Um næstu áramót hækka ellilífeyrisgreiðslur aftur, frítekjumark verður hækkað og útgjöld til málaflokksins aukast enn. Mikilvægt er að rétt sé farið með staðreyndir í þessari umræðu.Höfundur er félagsmála- og jafnréttisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Fáir hópar hafa verið í jafn miklum forgangi í ríkisfjármálum og notið jafn ríkulegra kjarabóta á undanförnum misserum og eldri borgarar. Útgjöld til ellilífeyrisgreiðslna TR á næsta ári munu verða rúmlega 74 milljarðar króna. Aukningin frá árinu 2016, sem var síðasta gildisár eldra lífeyriskerfis, nemur 24 milljörðum króna, eða um það bið helmingsaukning. Jafnframt sýnir samantekt TR að heildartekjur lægri tekjuhelmings ellilífeyrisþega voru í febrúar 2017 um 24% hærri að jafnaði en í sama mánuði árið áður. Þessar tvær staðreyndir sýna svo ekki verður um villst að lífeyriskerfið hefur verið eflt verulega. Þróunin heldur áfram í sömu átt á næsta ári. Það sýnir að metnaður okkar er að tryggja sem best kjör fyrir eldri borgara á Íslandi. Þrátt fyrir þessa þróun má víða sjá stóryrtar yfirlýsingar um ellilífeyriskerfi almannatrygginga og þau áhrif sem breytingar sem gerðar voru á því um síðustu áramót hafa haft. Þær yfirlýsingar eru flestar á skjön við veruleikann, en aðrar beinlínis byggðar á röngum skilningi á ellilífeyriskerfinu. Mig langar sérstaklega að fjalla um tvær algengar fullyrðingar: 1. Að aldrei hafi staðið til að skerða lífeyrisgreiðslur almannatrygginga vegna tekna frá lífeyrissjóðum eða atvinnutekjum. 2. Að með breytingunni hafi dregið úr ávinningi aldraðra af atvinnuþátttöku og að breytingin hafi beinst gegn tekjulægstu hópunum. Fyrri fullyrðingin er býsna lífseig, hefur raunar verið mjög áberandi í umræðu um lífeyrismál upp á síðkastið. Hún felur í sér þá skoðun að almannatryggingar séu og hafi alltaf verið fyrsta stoð lífeyrisréttinda okkar þegar við hættum að vinna en sparnaður okkar í lífeyrissjóði komi síðan sem hrein viðbót. Staðreyndin er hins vegar sú að greiðslur frá almannatryggingum hafa alla tíð verið hugsaðar sem tekjutrygging, þ.e. komið til viðbótar öðrum tekjum lífeyrisþega. Heildstæð löggjöf um almannatryggingar leit fyrst dagsins ljós árið 1947. Stefán Ólafsson, prófessor og fyrrum stjórnarformaður Tryggingastofnunar, gerir sögu kerfisins góð skil í bók sinn „Íslenska leiðin“ sem kom út árið 1999. Þar segir orðrétt á bls. 93: „Í reynd má segja að tekjutenging eða lágtekjumiðun lífeyris hafi verið í gildi á Íslandi öll eftirstríðsárin að undanskildu tímabilinu milli 1960 og 1972.“ Með öðrum orðum hafi kerfinu ávallt verið ætlað að tryggja hag tekjulægri lífeyrisþega. Almennur lífeyrissparnaður hafi því nær allt þetta tímabil í raun verið fyrsta stoð kerfisins. Þetta rímar ágætlega við markmið núgildandi laga um almannatryggingar en þar segir í 1.gr. „Markmið laga þessara er að tryggja þeim sem lögin taka til og þess þurfa bætur og aðrar greiðslur vegna elli, örorku og framfærslu barna, eftir því sem nánar er kveðið á um í lögum þessum.“ Af þessu verður ekki annað ráðið en að ellilífeyriskerfinu hafi alla tíð verið ætlað að vera viðbót við aðrar tekjur lífeyrisþega, þ.m.t. lífeyristekjur, til að tryggja framfærslu. Hvað seinni fullyrðinguna varðar, þ.e. að minni hvati sé til að afla sér tekna í nýja kerfinu en því eldra, er ágætt að skoða einfaldlega samanburðinn á því sem lífeyrisþegi fær greitt í núverandi kerfi samanborið við það eldra. Á síðunni má sjá tvær myndir sem sýna annars vegar samanburðinn fyrir einstakling sem býr einn, og hins vegar einstakling í sambúð. Í nýju kerfi skerðast tekjur eins, hvort heldur sem um er að ræða lífeyristekjur eða atvinnutekjur, en í eldra kerfi skertu greiðslur frá lífeyrissjóðum greiðslur TR nokkuð meira en atvinnutekjur vegna frítekjumarks á síðastnefndu tekjurnar. Myndirnar sýna hvernig viðbótargreiðslur TR lækka eftir því sem aðrar tekjur lífeyrisþega (lárétti ásinn) hækka. Að mínu mati væri einmitt réttara í ljósi tekjutryggingareðlis almannatrygginga að horfa á það hverju almannatryggingar bæta við í stað þess að einblína á „skerðingar“. Það gefur auga leið í tekjutryggingarkerfi að þeir sem hærri hafa tekjurnar fá minna frá almannatryggingum. Þeir þurfa líka síður á þeim stuðningi að halda.Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var ábati tekjulægsta hópsins mestur af þessum breytingum, hvort sem um er að ræða einstakling í sambúð eða einstakling sem býr einn. Hækkun greiðslna til þeirra tekjulægstu var mest, líkt og stefnt var að. Þá má líka sjá að hvatinn til aukinnar vinnu af gömlu frítekjumörkunum er minni en af er látið þar sem svonefnd framfærsluuppbót (sem að hámarki gat numið 44 þúsund krónum, lækkaði um krónu á móti hverri krónu sem lífeyrisþegi hafði í tekjur af vinnu eða frá lífeyrissjóði. Þó er rétt að halda því til haga að frítekjumörk atvinnutekna höfðu meiri áhrif ef um blandaðar tekjur var að ræða, þ.e. bæði tekjur frá lífeyrissjóði og vegna atvinnu. Í þessu samhengi má þó einnig halda því til haga að á árinu 2016 höfðu 88,4% 67 ára og eldri engar atvinnutekjur. Einungis 7,2% ellilífeyrisþega höfðu atvinnutekjur yfir 50 þúsund krónum á mánuði. Hópurinn sem nýtur góðs af frítekjumörkum á atvinnutekjur er því mikill minnihluti eldri borgara. Þá dregur mjög úr atvinnuþátttöku með hækkandi aldri. Ávinningur eldri borgara af minni skerðingum vegna lífeyristekna er því mun meiri en tapið af afnámi frítekjumarks atvinnutekna. Síðast en ekki síst má sjá að allir lífeyrisþegar með tekjur undir 500 þúsund krónum á mánuði, hvort sem er vegna atvinnu eða greiðslna frá lífeyrissjóði, fá hærri tekjur frá TR í nýja kerfinu en því eldra. Það getur varla verið hægt að halda því fram með sanngirni að hvatinn til atvinnuþátttöku sé minni í nýja kerfinu en því eldra. Við eigum vissulega að hafa metnað til að tryggja eldri borgurum hér á landi góð lífskjör. Lífeyriskerfið er þar einna mikilvægasti þátturinn. Löggjafinn sýndi vilja sinn til þess að bæta lífskjör eldri borgara um síðustu áramót. Um næstu áramót hækka ellilífeyrisgreiðslur aftur, frítekjumark verður hækkað og útgjöld til málaflokksins aukast enn. Mikilvægt er að rétt sé farið með staðreyndir í þessari umræðu.Höfundur er félagsmála- og jafnréttisráðherra.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar