Ákvörðun Trump „stærstu mistök í sögu nútímastjórnmála“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. september 2017 07:26 Stephen Bannon ræddi við Charlie Rose í 60 mínútum. CBS Stephen Bannon, fyrrum ráðgjafi Bandaríkjaforseta, segir að ákvörðun Donalds Trump um að reka fyrrum alríkislögreglustjórann James Comey gætu verið „stærstu mistök í sögu nútímastjórnmála.“ Bannon lét hafa þetta eftir sér í viðtali við fréttaskýringaþáttinn 60 mínútum í gærkvöldi - fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem hann veitir eftir að hann yfirgaf Hvíta húsið. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að hefði James Comey ekki verið rekinn þá værum við ekki að horfa upp á þessa rannsóknarnefnd,“ sagði Bannon og vísar þar til nefndarinnar, undir stjórn Roberts Mueller, sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa. „Það væri engin Mueller-rannsókn af þeirri stærðargráðu sem er ljóst að Mueller stefnir á,“ bætti Bannon við.Sjá einnig: Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New YorkRobert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi í kjölfar brottrekstar James Comey í maí síðastliðnum. Þeir sem þekkja til rannsóknar Mueller segja í samtali við Washington Post að hann rannsaki nú hvers vegna Comey var látinn fara. Margir telji að ákvörðun Trumps um að láta reka Comey hafi hindrað framgang réttvísinnar en alríkislögreglustjórinn rannsakaði aðkomu Rússa að kosningabaráttunni vestanhafs í fyrra. Bannon neitaði að svara sjónvarpsmanninum Charlie Rose þegar hann spurðist fyrir um samtöl hans við forsetann um brottreksturinn, meðan Bannon starfaði enn innan veggja Hvíta hússins. Hann gaf þó upp að ekki hefði verið rætt um að reka Mueller á þeim tíma sem hann starfaði fyrir forsetann.Steve Bannon's not done... More from @CharlieRose's #60Minutes interview with Steve Bannon: https://t.co/cIFkKZZ5ff— 60 Minutes (@60Minutes) September 10, 2017 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56 Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Stephen Bannon, fyrrum ráðgjafi Bandaríkjaforseta, segir að ákvörðun Donalds Trump um að reka fyrrum alríkislögreglustjórann James Comey gætu verið „stærstu mistök í sögu nútímastjórnmála.“ Bannon lét hafa þetta eftir sér í viðtali við fréttaskýringaþáttinn 60 mínútum í gærkvöldi - fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem hann veitir eftir að hann yfirgaf Hvíta húsið. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að hefði James Comey ekki verið rekinn þá værum við ekki að horfa upp á þessa rannsóknarnefnd,“ sagði Bannon og vísar þar til nefndarinnar, undir stjórn Roberts Mueller, sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa. „Það væri engin Mueller-rannsókn af þeirri stærðargráðu sem er ljóst að Mueller stefnir á,“ bætti Bannon við.Sjá einnig: Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New YorkRobert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi í kjölfar brottrekstar James Comey í maí síðastliðnum. Þeir sem þekkja til rannsóknar Mueller segja í samtali við Washington Post að hann rannsaki nú hvers vegna Comey var látinn fara. Margir telji að ákvörðun Trumps um að láta reka Comey hafi hindrað framgang réttvísinnar en alríkislögreglustjórinn rannsakaði aðkomu Rússa að kosningabaráttunni vestanhafs í fyrra. Bannon neitaði að svara sjónvarpsmanninum Charlie Rose þegar hann spurðist fyrir um samtöl hans við forsetann um brottreksturinn, meðan Bannon starfaði enn innan veggja Hvíta hússins. Hann gaf þó upp að ekki hefði verið rætt um að reka Mueller á þeim tíma sem hann starfaði fyrir forsetann.Steve Bannon's not done... More from @CharlieRose's #60Minutes interview with Steve Bannon: https://t.co/cIFkKZZ5ff— 60 Minutes (@60Minutes) September 10, 2017
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56 Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02
Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56
Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29