Blóð, sviti og tár Ellert B. Schram skrifar 11. september 2017 07:00 Yndislegu sumri er að ljúka og tíminn er fljótur að líða þegar gaman er að vera til. Ekki síst hjá fólki sem komið er á efri ár og elskar hvern dag sem er dýrmætur. Í félagi eldri borgara eru nú skráðir yfir ellefu þúsund manns, sem er met. Það er annasamt að vera formaður í svona stórum félagsskap, en um leið gefandi og ykkur að segja hef ég gaman og gagn af afskiptum mínum af margskonar viðburðum og samtölum. Ekki er þar alltaf á vísan að róa, þegar leitað er upplýsinga um kjör og réttindi eldra fólks. Kerfið er stundum lítt skiljanlegt. Það þarf blóð, svita og tár til að laga það til. Ein furðulegasta uppákoman er svokallað frítekjumark, sem felur í sér að þeir sem eiga rétt á ellilífeyri úr almenna tryggingarkerfinu, eru skertir í bótakerfinu, ef þeir vinna fyrir launum, sem gætu hjálpað þeim að eiga fyrir útgjöldum, mat og heilsueflingu, hjálpað þeim að njóta lífsins í staðinn fyrir að verða afgangsstærð í samfélaginu. Með öðrum orðum: þau eru föst í fátæktargildru. Hverjum datt í hug að búa til svona kerfi? Af hverju er það ekki þurrkað burt með einu pennastriki? Af hverju dettur engum í hug á sextíu og þriggja manna Alþingi að leggja niður þessa vitleysu? Þessa óskiljanlegu fátæktargildru? Ég get með engu móti skilið eða sætt mig við þá ákvörðun stjórnvalda, að búa til kerfi og lög sem fela í sér tillitsleysi gagnvart elstu kynslóðinni, fólkinu sem á að gleðjast á sinni lífsgöngu og vera með í daglegu lífi til æviloka. Frítekjumarkið er afskræmi kerfisins í heimi „excel-skjala“. Og svo eru stjórnmálaflokkar notaðir til að „passa upp á tekjur ríkisins“ í einhverjum fjármálaáætlunum! Á kostnað eldri borgara sem eiga það inni hjá samfélaginu að fá að eiga áhyggjulaust ævikvöld.Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellert B. Schram Skoðun Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Yndislegu sumri er að ljúka og tíminn er fljótur að líða þegar gaman er að vera til. Ekki síst hjá fólki sem komið er á efri ár og elskar hvern dag sem er dýrmætur. Í félagi eldri borgara eru nú skráðir yfir ellefu þúsund manns, sem er met. Það er annasamt að vera formaður í svona stórum félagsskap, en um leið gefandi og ykkur að segja hef ég gaman og gagn af afskiptum mínum af margskonar viðburðum og samtölum. Ekki er þar alltaf á vísan að róa, þegar leitað er upplýsinga um kjör og réttindi eldra fólks. Kerfið er stundum lítt skiljanlegt. Það þarf blóð, svita og tár til að laga það til. Ein furðulegasta uppákoman er svokallað frítekjumark, sem felur í sér að þeir sem eiga rétt á ellilífeyri úr almenna tryggingarkerfinu, eru skertir í bótakerfinu, ef þeir vinna fyrir launum, sem gætu hjálpað þeim að eiga fyrir útgjöldum, mat og heilsueflingu, hjálpað þeim að njóta lífsins í staðinn fyrir að verða afgangsstærð í samfélaginu. Með öðrum orðum: þau eru föst í fátæktargildru. Hverjum datt í hug að búa til svona kerfi? Af hverju er það ekki þurrkað burt með einu pennastriki? Af hverju dettur engum í hug á sextíu og þriggja manna Alþingi að leggja niður þessa vitleysu? Þessa óskiljanlegu fátæktargildru? Ég get með engu móti skilið eða sætt mig við þá ákvörðun stjórnvalda, að búa til kerfi og lög sem fela í sér tillitsleysi gagnvart elstu kynslóðinni, fólkinu sem á að gleðjast á sinni lífsgöngu og vera með í daglegu lífi til æviloka. Frítekjumarkið er afskræmi kerfisins í heimi „excel-skjala“. Og svo eru stjórnmálaflokkar notaðir til að „passa upp á tekjur ríkisins“ í einhverjum fjármálaáætlunum! Á kostnað eldri borgara sem eiga það inni hjá samfélaginu að fá að eiga áhyggjulaust ævikvöld.Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar