Brynjar og Logi tókust hart á um innflytjendmál: „Hættu þessu kjaftæði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2017 11:37 Brynjar Níelsson og Logi Már Einarsson ræddu innflytjendamál í Bítinu í morgun. vísir Þeir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tókust hart á um innflytjendamál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Var meðal annars rætt um nýlegar breytingar sem gerðar voru á útlendingalögum og stytta þann tíma sem stjórnvöld hafa til málsmeðferðar í málum þeirra barna sem hafa nú þegar sótt hér um hæli. Samfylkingin lagði mikla áherslu að ljúka því máli fyrir þinglok fyrr í vikunni en Logi hafði fyrr í haust boðað frumvarp um ríkisborgararétt til handa tveimur stúlkum á flótta sem vísa átti úr landi. Þær geta nú óskað eftir endurupptöku á sínum málum í tengslum við lagabreytingarnar. Þá sendu hlustendur inn spurningar og spurði einn þeirra hvort það væri popúlismi hjá Loga að huga frekar að börnum á flótta en íslenskum börnum sem búa við erfiðar aðstæður og tók dæmi um fjölskyldu sem bjó í tjaldi í Hafnarfirði. Logi svaraði því til að honum væri umhugað um þau börn einnig. „Samfylkingin hefur lagt margsinnis fram tillögur og frumvörp sem lúta að því að við skiptum gæðunum jafnar. Að við leggjum meiri skattbyrði til dæmis á þá sem eru með allra hæstu launin en verjum meðaltekjur og lág laun. Allt er það gert til að tryggja öllum börnum mannsæmandi líf. En þetta er einmitt dæmi um þegar það er verið að stilla upp einum hópi í vondri stöðu gegn öðrum og ég bara tek ekki þátt í svoleiðis umræðu,“ sagði Logi.Ekkert á móti útlendingum Þáttastjórnendur spurðu þá Brynjar hvort um væri að ræða popúlisma hjá Loga. „Já, ég held það nú og mikil sérhagsmunagæsla. Upphaflega átti þetta að vera frumvarp um ríkisborgararétt tveggja barna. Síðan er farið í frumvarp af þessu tagi því sennilega hefur hann ekki náð nógu miklu fylgi við þennan ríkisborgararétt. Þá er farin þessi leið og sniðin að mjög fámennum hópi. Mér finnst ekkert voðalega mikil mannúð og góðmennska í því. Mér finnst miklu hreinlegra að Logi og félagar myndu segja: „Öll börn á flótta eiga bara skjól hér,““ sagði Brynjar og svaraði því neitandi þegar hann var spurður hvort hann gæti stutt slíkt því hann vissi að við ráðum ekki við það. „En það hefur ekki með það að ég sé ekki mannúðlegur eins og Logi eða sé vondur við börn. Ég er hér til að gæta hagsmuna þessarar þjóðar og ég er ekkert á móti útlendingum. [...] En ábyrgðarleysið í kringum þetta er í raun og veru algjört og Logi og félagar eru ekkert að hugsa um börnin sem koma í vélinni núna í dag og á morgun. [...] Að grípa svona inn í fyrir mjög fámennan hóp það hlýtur að vera popúlismi ekki hægt að útskýra það neitt öðruvísi.“Sagði Brynjar konung lýðskrumsins Logi svaraði Brynjari og sagði hann vera konung lýðskrumsins á þingi. „Í rauninni allt í lagi að Brynjar slengi því hugtaki á mig því hann er nú sennilega konungur lýðskrumsins á þingi og kyngir svo yfirleitt lýðskruminu í atkvæðagreiðslunni [...] Hins vegar, eins og ég sagði áðan, þá var frumvarpið um ríkisborgararétt algjör neyðarhemill því hér átti að fara burtu með börn á mjög ómannúðlegan hátt og í óboðlegar aðstæður.“ Brynjar sagði breytingarnar á útlendingalögum vera vond vinnubrögð og sagði þær vera popúlisma. „Því þetta snýst bara um eitthvað svona, að reyna að sýna að ég sé svo ofboðslega góður og með mikla mannúð.“ Logi greip þá fram í og sagði málið ekki koma því neitt við. Brynjar velti því síðan upp hvort að lausnin fælist endilega í því að taka á móti fleiri flóttamönnum. Þá sagði hann Loga vilja hafa löggjöfina hér á landi rýmri en annars staðar en Loga var þá ekki skemmt. „Hættu þessu kjaftæði, Brynjar. [...] Ég tala um að rýmka þetta en ekki að gera þetta allt öðruvísi en aðrar þjóðir,“ sagði Logi en hlusta má á viðtalið við þá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Flóttamenn Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að mansal aukist með breytingum á útlendingalögum Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segir erfitt að segja til um það hversu mörg börn muni fá alþjóðlega vernd hér í kjölfar þess að Alþingi samþykkti breytingar á lögum um útlendinga í nótt. 27. september 2017 11:45 Samþykktu breytingar á útlendingalögum Sautján þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn því. 27. september 2017 06:27 Útlendingastofnun segir að lagabreytingar geti aukið hættuna á smygli á börnum Það er mat Útlendingastofnunar að allar breytingar á útlendingalögum sem benda til þess að börn eða fjölskyldur með börn geti fengið betri málsmeðferð eða niðurstöðu varðandi umsókn um alþjóðlega vend geti aukið hættuna á mansali eða smygli á börnum. 27. september 2017 14:15 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Þeir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tókust hart á um innflytjendamál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Var meðal annars rætt um nýlegar breytingar sem gerðar voru á útlendingalögum og stytta þann tíma sem stjórnvöld hafa til málsmeðferðar í málum þeirra barna sem hafa nú þegar sótt hér um hæli. Samfylkingin lagði mikla áherslu að ljúka því máli fyrir þinglok fyrr í vikunni en Logi hafði fyrr í haust boðað frumvarp um ríkisborgararétt til handa tveimur stúlkum á flótta sem vísa átti úr landi. Þær geta nú óskað eftir endurupptöku á sínum málum í tengslum við lagabreytingarnar. Þá sendu hlustendur inn spurningar og spurði einn þeirra hvort það væri popúlismi hjá Loga að huga frekar að börnum á flótta en íslenskum börnum sem búa við erfiðar aðstæður og tók dæmi um fjölskyldu sem bjó í tjaldi í Hafnarfirði. Logi svaraði því til að honum væri umhugað um þau börn einnig. „Samfylkingin hefur lagt margsinnis fram tillögur og frumvörp sem lúta að því að við skiptum gæðunum jafnar. Að við leggjum meiri skattbyrði til dæmis á þá sem eru með allra hæstu launin en verjum meðaltekjur og lág laun. Allt er það gert til að tryggja öllum börnum mannsæmandi líf. En þetta er einmitt dæmi um þegar það er verið að stilla upp einum hópi í vondri stöðu gegn öðrum og ég bara tek ekki þátt í svoleiðis umræðu,“ sagði Logi.Ekkert á móti útlendingum Þáttastjórnendur spurðu þá Brynjar hvort um væri að ræða popúlisma hjá Loga. „Já, ég held það nú og mikil sérhagsmunagæsla. Upphaflega átti þetta að vera frumvarp um ríkisborgararétt tveggja barna. Síðan er farið í frumvarp af þessu tagi því sennilega hefur hann ekki náð nógu miklu fylgi við þennan ríkisborgararétt. Þá er farin þessi leið og sniðin að mjög fámennum hópi. Mér finnst ekkert voðalega mikil mannúð og góðmennska í því. Mér finnst miklu hreinlegra að Logi og félagar myndu segja: „Öll börn á flótta eiga bara skjól hér,““ sagði Brynjar og svaraði því neitandi þegar hann var spurður hvort hann gæti stutt slíkt því hann vissi að við ráðum ekki við það. „En það hefur ekki með það að ég sé ekki mannúðlegur eins og Logi eða sé vondur við börn. Ég er hér til að gæta hagsmuna þessarar þjóðar og ég er ekkert á móti útlendingum. [...] En ábyrgðarleysið í kringum þetta er í raun og veru algjört og Logi og félagar eru ekkert að hugsa um börnin sem koma í vélinni núna í dag og á morgun. [...] Að grípa svona inn í fyrir mjög fámennan hóp það hlýtur að vera popúlismi ekki hægt að útskýra það neitt öðruvísi.“Sagði Brynjar konung lýðskrumsins Logi svaraði Brynjari og sagði hann vera konung lýðskrumsins á þingi. „Í rauninni allt í lagi að Brynjar slengi því hugtaki á mig því hann er nú sennilega konungur lýðskrumsins á þingi og kyngir svo yfirleitt lýðskruminu í atkvæðagreiðslunni [...] Hins vegar, eins og ég sagði áðan, þá var frumvarpið um ríkisborgararétt algjör neyðarhemill því hér átti að fara burtu með börn á mjög ómannúðlegan hátt og í óboðlegar aðstæður.“ Brynjar sagði breytingarnar á útlendingalögum vera vond vinnubrögð og sagði þær vera popúlisma. „Því þetta snýst bara um eitthvað svona, að reyna að sýna að ég sé svo ofboðslega góður og með mikla mannúð.“ Logi greip þá fram í og sagði málið ekki koma því neitt við. Brynjar velti því síðan upp hvort að lausnin fælist endilega í því að taka á móti fleiri flóttamönnum. Þá sagði hann Loga vilja hafa löggjöfina hér á landi rýmri en annars staðar en Loga var þá ekki skemmt. „Hættu þessu kjaftæði, Brynjar. [...] Ég tala um að rýmka þetta en ekki að gera þetta allt öðruvísi en aðrar þjóðir,“ sagði Logi en hlusta má á viðtalið við þá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Flóttamenn Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að mansal aukist með breytingum á útlendingalögum Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segir erfitt að segja til um það hversu mörg börn muni fá alþjóðlega vernd hér í kjölfar þess að Alþingi samþykkti breytingar á lögum um útlendinga í nótt. 27. september 2017 11:45 Samþykktu breytingar á útlendingalögum Sautján þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn því. 27. september 2017 06:27 Útlendingastofnun segir að lagabreytingar geti aukið hættuna á smygli á börnum Það er mat Útlendingastofnunar að allar breytingar á útlendingalögum sem benda til þess að börn eða fjölskyldur með börn geti fengið betri málsmeðferð eða niðurstöðu varðandi umsókn um alþjóðlega vend geti aukið hættuna á mansali eða smygli á börnum. 27. september 2017 14:15 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Hefur ekki áhyggjur af því að mansal aukist með breytingum á útlendingalögum Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segir erfitt að segja til um það hversu mörg börn muni fá alþjóðlega vernd hér í kjölfar þess að Alþingi samþykkti breytingar á lögum um útlendinga í nótt. 27. september 2017 11:45
Samþykktu breytingar á útlendingalögum Sautján þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn því. 27. september 2017 06:27
Útlendingastofnun segir að lagabreytingar geti aukið hættuna á smygli á börnum Það er mat Útlendingastofnunar að allar breytingar á útlendingalögum sem benda til þess að börn eða fjölskyldur með börn geti fengið betri málsmeðferð eða niðurstöðu varðandi umsókn um alþjóðlega vend geti aukið hættuna á mansali eða smygli á börnum. 27. september 2017 14:15